Uppsagnir hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. júlí 2016 17:02 Heilbrigðisstofnun Suðurlands. vísir/pjetur Vegna slæmrar fjárhagsstöðu Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (HSU) þá hefur þurft að grípa til þess ráðs að segja upp nokkrum starfsmönnum. „Við ákváðum í samvinnu við heilbrigðisráðuneytið að grípa til viðamikilla aðgerða við endurskipulagningu og hagræðingu í starfsemi stofnunarinnar. Aðgerðir þessar tóku til fjölmargra þátta og sviða innan stofnunar og höfðu í för með sér fækkun um 18 starfsmenn í samtals 13,1 stöðugildi. Stór hluti endurskipulagningarinnar er unnin með því að leggja niður tímabundna samninga. Af þessum 18 starfsmönnum má telja að 5 einstaklingar hafi misst starf hjá HSU en 2 af þeim þremur áttu árs biðlauna. Aðrir starfmenn sem aðgerðirnar snertu fengu ekki endurnýjun samninga eða voru boðin laus störf innan stofnunarinnar. En vissulega er erfitt þegar slíkar breytingar snerta einstaklinga sem eru starfmenn okkar, en við höfum reynt að milda aðgerðirnar eftir okkar fremsta megni“, segir Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri HSU. Skrifstofufólki og stjórnendum sagt upp Herdís segir að uppsagnirnar sem grípa þurfti til muni ekki hafa áhrif á klíníska starfsemi HSU, þar sem fyrst og fremst er um er að ræða niðurskurð á skrifstofustörfum og stjórnendastörfum en ekki störfum sem snúa beint að sjúklingum. Endurskipulag átti sér stað á mönnun hjúkrunardeilda á Selfossi þar sem tvær 20 rúma deildir voru sameinaðar í eina hjúkrunardeild sem skapar aukið svigrúm til samvinnu.Herdís Gunnarsdóttir forstjóri HSU.mynd/úr einkasafni„Við höfum lagt metnað okkar í að standa vörð um heilbrigðisþjónustuna, semsagt klínísku þjónustuna. Þetta hafa því meira verið störf sem varða aðra hluta starfseminnar eins og störf á skrifstofu framkvæmdastjórnar. Engin breyting verður gerð á sjúkrahúsþjónustu hjá HSU en þó sé dregið aðeins úr rúmafjölda yfir sumarið. Fjögur sjúkrarúm eru lokuð á Selfossi í sumar og fjögur sjúkrarúm í Vestmannaeyjum“, bætir Herdís við.Þingmenn upplýstir Herdís leggur áherslu á að hagræðingin og endurskipulagning á starfsemi var unnin í samstarfi við heilbrigðisráðuneytið, og reynt hafi verið að milda niðurskurðinn af fremsta megni. „Við höfum fengið skilning á okkar málum hjá ráðuneytinu, sem hefur unnið mjög vel með okkur. Málefni stofnunarinnar eru í vinnslu þar. Við sem stjórnendur stofnunarinnar höfum þó látið staðar numið núna, og í framhaldinu verði skoðað hvernig breytingarnar sem hafa verið gerðar muni hafa áhrif á heildarstarfsemina. Þess ber líka að geta að við erum með um 430 starfsmenn svo þetta er ekki stór hluti starfsmanna þó þetta sé vissulega erfitt fyrir þá sem verða fyrir því. Við munum endurskoða árangur þessara aðgerða strax nú síðsumars og leggja svo fram tillögur um framhaldið“, segir forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Þá má geta þess að þingmenn Suðurkjördæmis og sveitarstjórnarmenn á Suðurlandi hafa verið upplýstir um ástandið á stofnuninni. X16 Suður Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira
Vegna slæmrar fjárhagsstöðu Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (HSU) þá hefur þurft að grípa til þess ráðs að segja upp nokkrum starfsmönnum. „Við ákváðum í samvinnu við heilbrigðisráðuneytið að grípa til viðamikilla aðgerða við endurskipulagningu og hagræðingu í starfsemi stofnunarinnar. Aðgerðir þessar tóku til fjölmargra þátta og sviða innan stofnunar og höfðu í för með sér fækkun um 18 starfsmenn í samtals 13,1 stöðugildi. Stór hluti endurskipulagningarinnar er unnin með því að leggja niður tímabundna samninga. Af þessum 18 starfsmönnum má telja að 5 einstaklingar hafi misst starf hjá HSU en 2 af þeim þremur áttu árs biðlauna. Aðrir starfmenn sem aðgerðirnar snertu fengu ekki endurnýjun samninga eða voru boðin laus störf innan stofnunarinnar. En vissulega er erfitt þegar slíkar breytingar snerta einstaklinga sem eru starfmenn okkar, en við höfum reynt að milda aðgerðirnar eftir okkar fremsta megni“, segir Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri HSU. Skrifstofufólki og stjórnendum sagt upp Herdís segir að uppsagnirnar sem grípa þurfti til muni ekki hafa áhrif á klíníska starfsemi HSU, þar sem fyrst og fremst er um er að ræða niðurskurð á skrifstofustörfum og stjórnendastörfum en ekki störfum sem snúa beint að sjúklingum. Endurskipulag átti sér stað á mönnun hjúkrunardeilda á Selfossi þar sem tvær 20 rúma deildir voru sameinaðar í eina hjúkrunardeild sem skapar aukið svigrúm til samvinnu.Herdís Gunnarsdóttir forstjóri HSU.mynd/úr einkasafni„Við höfum lagt metnað okkar í að standa vörð um heilbrigðisþjónustuna, semsagt klínísku þjónustuna. Þetta hafa því meira verið störf sem varða aðra hluta starfseminnar eins og störf á skrifstofu framkvæmdastjórnar. Engin breyting verður gerð á sjúkrahúsþjónustu hjá HSU en þó sé dregið aðeins úr rúmafjölda yfir sumarið. Fjögur sjúkrarúm eru lokuð á Selfossi í sumar og fjögur sjúkrarúm í Vestmannaeyjum“, bætir Herdís við.Þingmenn upplýstir Herdís leggur áherslu á að hagræðingin og endurskipulagning á starfsemi var unnin í samstarfi við heilbrigðisráðuneytið, og reynt hafi verið að milda niðurskurðinn af fremsta megni. „Við höfum fengið skilning á okkar málum hjá ráðuneytinu, sem hefur unnið mjög vel með okkur. Málefni stofnunarinnar eru í vinnslu þar. Við sem stjórnendur stofnunarinnar höfum þó látið staðar numið núna, og í framhaldinu verði skoðað hvernig breytingarnar sem hafa verið gerðar muni hafa áhrif á heildarstarfsemina. Þess ber líka að geta að við erum með um 430 starfsmenn svo þetta er ekki stór hluti starfsmanna þó þetta sé vissulega erfitt fyrir þá sem verða fyrir því. Við munum endurskoða árangur þessara aðgerða strax nú síðsumars og leggja svo fram tillögur um framhaldið“, segir forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Þá má geta þess að þingmenn Suðurkjördæmis og sveitarstjórnarmenn á Suðurlandi hafa verið upplýstir um ástandið á stofnuninni.
X16 Suður Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira