Sagna: Ísland veitti Englandi lexíu í reisn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. júlí 2016 17:15 Bacary Sagna ræðir við fréttamenn. Vísir/AFP Bacary Sagna, bakvörður Manchester City og franska landsliðsins, var ánægður með að Ísland hafði betur gegn Englandi í 16-liða úrslitum EM. Ísland og Frakkland mætast í 8-liða úrslitum keppninnar á Stade de France í Saint-Denis, rétt utan París, annað kvöld. Sigurvegarinn mætir sigurvegaranum úr viðureign Þýskalands og Ítalíu í Marseille á fimmtudag. Patrice Evra, félagi Sagna í frönsku varnarlínunni, sagði við franska blaðamenn í fyrradag að það hefði farið í taugarnar á honum þegar fólk gerði lítið úr afreki Íslands, þegar okkar mönnum tókst að slá England úr leik. Sjá einnig: Evra: Fór í taugarnar á mér þegar fólk gerði lítið úr afreki Íslands Sagna tók í svipaðan streng þegar hann ræddi við franska blaðamenn í gær.Ánægður fyrir hönd Íslands „Ég hélt að England myndi vinna leikinn vegna þess að þetta er ungt og hæfileikaríkt lið,“ sagði Sagna. „Ég er vanur því að spila gegn þessum leikmönnum. En að sama skapi var ég ánægður fyrir hönd Íslands því liðið veitti því enska lexíu í reisn.“ „Af hverju fór England ekki áfram? Ég veit það ekki. Það er allt hægt í fótbolta. En miðað við það sem ég sá þá átti Ísland skilið að fara áfram.“ „Það er ekki bara einn leikmaður gerir gæfumuninn fyrir þá. Allt liðið mun skapa okkur vanda. Ég held að mörg félög muni gera atlögu að því að fá leikmenn íslenska liðsins því þeir hafa sýnt að þeir geta spilað vel.“Ekki hægt að vanmeta Ísland „Margir segja að árangur Íslands sé það sem hafi komið mest á óvart. Ísland er svolítið líkt Leicester en Íslendingar eiga fyllilega skilið að vera hér og sýndu í undankeppninni að þeir geta unnið góð lið. Íslendingar unnu Hollendinga tvívegis, unnu Tékka og unnu sinn riðil,“ sagði Sagna en hið rétta er að Ísland lenti í öðru sæti í sínum riðli. „Ísland er gott lið og það er ekki hægt að vanmeta liðið.“ Hann segir að Frakkland muni nú gera allt sem í valdi þess stendur til að fara ekki sömu leið og England. „Við höfum fengið okkar viðvörun.“Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Sálfræðingur hjá Leicester við Ísland: Hættið að láta ykkur dreyma "Að láta sig dreyma tekur úr manni kraft og einbeitingu. Ísland ætti að gleyma öllu tali um Leicester.“ 30. júní 2016 17:29 Deschamps mun ekki vanmeta Ísland Blaðamaður L'Equipe á ekki von á að hinn almenni stuðningsmaður franska landsliðsins muni vanmeta Ísland í leik liðanna í 8 liða úrslitum EM á sunnudag. Það verði þó erfitt fyrir íslensku vörnina. 30. júní 2016 07:00 Aron: Ekki að reyna að vera eins og Leicester "Við erum bara Ísland. Það er okkar einkenni.“ 2. júlí 2016 16:55 Deschamps: Ísland meira en bara löng innköst Löngu innköstin hans Arons Einars Gunnarssonar eru orðin fræg eftir að þau hafa skilað tveimur mörkum fyrir Ísland á EM. 2. júlí 2016 11:00 Evra: Fór í taugarnar á mér þegar fólk gerði lítið úr afreki Íslands Patrice Evra hefur beðið franska liðið um að vakna til lífsins. Það sé gríðarlega mikilvægur leikur við Ísland fram undan. 30. júní 2016 14:55 Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Fleiri fréttir Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Sjá meira
Bacary Sagna, bakvörður Manchester City og franska landsliðsins, var ánægður með að Ísland hafði betur gegn Englandi í 16-liða úrslitum EM. Ísland og Frakkland mætast í 8-liða úrslitum keppninnar á Stade de France í Saint-Denis, rétt utan París, annað kvöld. Sigurvegarinn mætir sigurvegaranum úr viðureign Þýskalands og Ítalíu í Marseille á fimmtudag. Patrice Evra, félagi Sagna í frönsku varnarlínunni, sagði við franska blaðamenn í fyrradag að það hefði farið í taugarnar á honum þegar fólk gerði lítið úr afreki Íslands, þegar okkar mönnum tókst að slá England úr leik. Sjá einnig: Evra: Fór í taugarnar á mér þegar fólk gerði lítið úr afreki Íslands Sagna tók í svipaðan streng þegar hann ræddi við franska blaðamenn í gær.Ánægður fyrir hönd Íslands „Ég hélt að England myndi vinna leikinn vegna þess að þetta er ungt og hæfileikaríkt lið,“ sagði Sagna. „Ég er vanur því að spila gegn þessum leikmönnum. En að sama skapi var ég ánægður fyrir hönd Íslands því liðið veitti því enska lexíu í reisn.“ „Af hverju fór England ekki áfram? Ég veit það ekki. Það er allt hægt í fótbolta. En miðað við það sem ég sá þá átti Ísland skilið að fara áfram.“ „Það er ekki bara einn leikmaður gerir gæfumuninn fyrir þá. Allt liðið mun skapa okkur vanda. Ég held að mörg félög muni gera atlögu að því að fá leikmenn íslenska liðsins því þeir hafa sýnt að þeir geta spilað vel.“Ekki hægt að vanmeta Ísland „Margir segja að árangur Íslands sé það sem hafi komið mest á óvart. Ísland er svolítið líkt Leicester en Íslendingar eiga fyllilega skilið að vera hér og sýndu í undankeppninni að þeir geta unnið góð lið. Íslendingar unnu Hollendinga tvívegis, unnu Tékka og unnu sinn riðil,“ sagði Sagna en hið rétta er að Ísland lenti í öðru sæti í sínum riðli. „Ísland er gott lið og það er ekki hægt að vanmeta liðið.“ Hann segir að Frakkland muni nú gera allt sem í valdi þess stendur til að fara ekki sömu leið og England. „Við höfum fengið okkar viðvörun.“Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Sálfræðingur hjá Leicester við Ísland: Hættið að láta ykkur dreyma "Að láta sig dreyma tekur úr manni kraft og einbeitingu. Ísland ætti að gleyma öllu tali um Leicester.“ 30. júní 2016 17:29 Deschamps mun ekki vanmeta Ísland Blaðamaður L'Equipe á ekki von á að hinn almenni stuðningsmaður franska landsliðsins muni vanmeta Ísland í leik liðanna í 8 liða úrslitum EM á sunnudag. Það verði þó erfitt fyrir íslensku vörnina. 30. júní 2016 07:00 Aron: Ekki að reyna að vera eins og Leicester "Við erum bara Ísland. Það er okkar einkenni.“ 2. júlí 2016 16:55 Deschamps: Ísland meira en bara löng innköst Löngu innköstin hans Arons Einars Gunnarssonar eru orðin fræg eftir að þau hafa skilað tveimur mörkum fyrir Ísland á EM. 2. júlí 2016 11:00 Evra: Fór í taugarnar á mér þegar fólk gerði lítið úr afreki Íslands Patrice Evra hefur beðið franska liðið um að vakna til lífsins. Það sé gríðarlega mikilvægur leikur við Ísland fram undan. 30. júní 2016 14:55 Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Fleiri fréttir Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Sjá meira
Sálfræðingur hjá Leicester við Ísland: Hættið að láta ykkur dreyma "Að láta sig dreyma tekur úr manni kraft og einbeitingu. Ísland ætti að gleyma öllu tali um Leicester.“ 30. júní 2016 17:29
Deschamps mun ekki vanmeta Ísland Blaðamaður L'Equipe á ekki von á að hinn almenni stuðningsmaður franska landsliðsins muni vanmeta Ísland í leik liðanna í 8 liða úrslitum EM á sunnudag. Það verði þó erfitt fyrir íslensku vörnina. 30. júní 2016 07:00
Aron: Ekki að reyna að vera eins og Leicester "Við erum bara Ísland. Það er okkar einkenni.“ 2. júlí 2016 16:55
Deschamps: Ísland meira en bara löng innköst Löngu innköstin hans Arons Einars Gunnarssonar eru orðin fræg eftir að þau hafa skilað tveimur mörkum fyrir Ísland á EM. 2. júlí 2016 11:00
Evra: Fór í taugarnar á mér þegar fólk gerði lítið úr afreki Íslands Patrice Evra hefur beðið franska liðið um að vakna til lífsins. Það sé gríðarlega mikilvægur leikur við Ísland fram undan. 30. júní 2016 14:55