Affall og Þverá fara ágætlega af stað Karl Lúðvíksson skrifar 3. júlí 2016 10:00 16 laxar veiddust fyrsta daginn í Þverá í Fljóthlíð. Mynd: KL Þverá í Fljótshlíð og Affall í Landeyjum fóru ágætlega í gang í fyrradag en strax á fyrsta degi veiddist vel. Báðar árnar eru ár þar sem seiðum er sleppt í þér ,saman ber Ytri og Eystri Rangá, en í mun minna magni enda miklu minni ár. Veiði hófst í þeim báðum 1. júlí og eins og flestar ár á landinu er laxinn snemma á ferðinni í þeim báðum. Í Þverá var fyrsti dagurinn feykna góður en þar var landað 16 löxum og eitthvað sem slapp af eins og gengur og gerist. Affallið var aðeins rólegra en það komu fjórir laxar á land. Báðar árnar eru vel sóttar enda stutt frá Reykjavík og veiðivon góð. Það er mikið selt í báðar árnar en þeir sem hafa áhuga á að sjá hvort það sé laust ættu að kíkja á www.ranga.is Mest lesið Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Ótrúlegar fréttir úr Breiðdalsá Veiði 11 ára veiðistelpa með veiðidellu á háu stigi Veiði Helgarviðtal: Neyddur í skemmtilega laxveiðiá Veiði Róleg veiði en stórir laxar í Vatnsdalnum Veiði Það er ennþá líf í Kleifarvatni Veiði Framkvæmdir við nýtt veiðihús í Norðurá hefjast í haust Veiði Norðurá opnar á morgun Veiði Búið að opna fyrir úthlutun til félagsmanna SVFR Veiði Frábært veiðiveður framundan um helgina Veiði
Þverá í Fljótshlíð og Affall í Landeyjum fóru ágætlega í gang í fyrradag en strax á fyrsta degi veiddist vel. Báðar árnar eru ár þar sem seiðum er sleppt í þér ,saman ber Ytri og Eystri Rangá, en í mun minna magni enda miklu minni ár. Veiði hófst í þeim báðum 1. júlí og eins og flestar ár á landinu er laxinn snemma á ferðinni í þeim báðum. Í Þverá var fyrsti dagurinn feykna góður en þar var landað 16 löxum og eitthvað sem slapp af eins og gengur og gerist. Affallið var aðeins rólegra en það komu fjórir laxar á land. Báðar árnar eru vel sóttar enda stutt frá Reykjavík og veiðivon góð. Það er mikið selt í báðar árnar en þeir sem hafa áhuga á að sjá hvort það sé laust ættu að kíkja á www.ranga.is
Mest lesið Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Ótrúlegar fréttir úr Breiðdalsá Veiði 11 ára veiðistelpa með veiðidellu á háu stigi Veiði Helgarviðtal: Neyddur í skemmtilega laxveiðiá Veiði Róleg veiði en stórir laxar í Vatnsdalnum Veiði Það er ennþá líf í Kleifarvatni Veiði Framkvæmdir við nýtt veiðihús í Norðurá hefjast í haust Veiði Norðurá opnar á morgun Veiði Búið að opna fyrir úthlutun til félagsmanna SVFR Veiði Frábært veiðiveður framundan um helgina Veiði