Veiðitölur verða líklega lágar á seinni vakt í dag Karl Lúðvíksson skrifar 3. júlí 2016 14:00 Það má reikna fastlega með því að Kvíslafoss í Laxá í Kjós verði mannlaus eftir klukkan 19:00 í kvöld. Það eru líklega allir Íslendingar að gera sig klára fyrir leikinn gegn Frökkum seinnipartinn í dag og það á ekki síður um veiðimenn. Það er kannski sérstakt að skrifa fótboltatengda frétt inná Veiðivísi en staðan er bara þannig að fótboltaæðið sem hefur gripið landann hefur smitast alla leið á árbakkann. Veiðimenn sem hafa aldrei haldið með neinu liði í neinu eru farnir að veiða í landsliðstreyjum og taka eitt stórt "HÚH" þegar laxi er landað. Það sem hefur gert í veiðihúsunum, og bara síðast í leiknum á móti bretum, er að veiðitíminn var færður til þannig að veiðihófst 15:00 í stað 16:00 á seinni vakt og þá voru allir komnir inn rétt fyrir leikinn klukkan 19:00 og misstu bara tvo tíma af veiði í stað þriggja tíma. Leiðsögumenn sem eru með erlendaveiðimenn sem hafa núll áhuga á fótbolta, þetta á sérstaklega við um Bandaríkjamenn, hafa jafnvel gefið eftir hálf dagslaun til að komast fyrr inn í hús til að fylgjast með leiknum. Það sem síðan skeður er að það verður varla nokkur hræða á bökkum laxveiðiánna eftir klukkan 19:00 í dag og á það líklega eftir að skekkja aðeins veiðitölur dagsins. Þetta var og verður eina innskotið af einhverju sem tengist fótbolta hér á Veiðivísi, nema auðvitað að við vinnum Frakka.... áfram Ísland! Mest lesið Æ fleiri útlendingar vilja í Brynju Veiði Málþing LS í heild sinni: Áheyrendur slegnir yfir niðurstöðum um áhrif sjókvíaeldis Veiði Sjaldgæfur 99,5 sm lax veiðist í Blöndu Veiði Hver að verða síðastur að þreyta skotpróf Veiði Allt um veiðihnúta Veiði Bandormssýking í silungi: Óþarfi að hringja á prest! Veiði Almenn sala hefst á morgun hjá SVFR Veiði 6.563 fiskar veiðst í Veiðivötnum Veiði Góð opnun í Breiðdalsá; Þrír í Jöklu en dauft í Hrútu Veiði Stórlaxapar í Tungufljóti í Biskupstungum Veiði
Það eru líklega allir Íslendingar að gera sig klára fyrir leikinn gegn Frökkum seinnipartinn í dag og það á ekki síður um veiðimenn. Það er kannski sérstakt að skrifa fótboltatengda frétt inná Veiðivísi en staðan er bara þannig að fótboltaæðið sem hefur gripið landann hefur smitast alla leið á árbakkann. Veiðimenn sem hafa aldrei haldið með neinu liði í neinu eru farnir að veiða í landsliðstreyjum og taka eitt stórt "HÚH" þegar laxi er landað. Það sem hefur gert í veiðihúsunum, og bara síðast í leiknum á móti bretum, er að veiðitíminn var færður til þannig að veiðihófst 15:00 í stað 16:00 á seinni vakt og þá voru allir komnir inn rétt fyrir leikinn klukkan 19:00 og misstu bara tvo tíma af veiði í stað þriggja tíma. Leiðsögumenn sem eru með erlendaveiðimenn sem hafa núll áhuga á fótbolta, þetta á sérstaklega við um Bandaríkjamenn, hafa jafnvel gefið eftir hálf dagslaun til að komast fyrr inn í hús til að fylgjast með leiknum. Það sem síðan skeður er að það verður varla nokkur hræða á bökkum laxveiðiánna eftir klukkan 19:00 í dag og á það líklega eftir að skekkja aðeins veiðitölur dagsins. Þetta var og verður eina innskotið af einhverju sem tengist fótbolta hér á Veiðivísi, nema auðvitað að við vinnum Frakka.... áfram Ísland!
Mest lesið Æ fleiri útlendingar vilja í Brynju Veiði Málþing LS í heild sinni: Áheyrendur slegnir yfir niðurstöðum um áhrif sjókvíaeldis Veiði Sjaldgæfur 99,5 sm lax veiðist í Blöndu Veiði Hver að verða síðastur að þreyta skotpróf Veiði Allt um veiðihnúta Veiði Bandormssýking í silungi: Óþarfi að hringja á prest! Veiði Almenn sala hefst á morgun hjá SVFR Veiði 6.563 fiskar veiðst í Veiðivötnum Veiði Góð opnun í Breiðdalsá; Þrír í Jöklu en dauft í Hrútu Veiði Stórlaxapar í Tungufljóti í Biskupstungum Veiði