Að leik loknum yfirgáfu Frakkarnir áhorfendastúkuna hægt og örugglega en það gerðu Íslendingarnir ekki. Þrátt fyrir tapið og rigninguna héldu þeir áfram að syngja og tralla.
„Við erum vonsviknir en ótrúlega stoltir. Þetta hefur verið ótrúleg reynsla. Við lögðum mikla vinnu í þetta og svo má ekki gleyma áhorfendunum, þeir hafa verið stórkostlegir. Sjáðu bara, þeir eru enn að syngja, þeir eru ótrúlegir,“ sagði fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson í samtali við BBC. „Frakkarnir eru allir farnir en Íslendingarnir eru hér enn.“
Íslendingar einir eftir á vellinum og syngja Óle Óle. Það er hægt að sigra þótt maður tapi. pic.twitter.com/iaQQecAjiy
— Jón Pétur (@Jon_Petur) July 3, 2016
Iceland fans leave loud and proud. #EURO2016 #FRAISL pic.twitter.com/jwfeBJYXSs
— ESPN FC (@ESPNFC) July 3, 2016