Hælisleitendur fái fjárstuðning til að fara burt Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 7. júlí 2016 07:00 Flóttamenn eru í mikilli neyð um allan heim. Í Noregi hefur fjöldamarkmiðum ekki verið náð um að senda hælisleitendur sjálfviljuga. Mynd/Epa Útlendingastofnun og IOM, Alþjóða fólksflutningastofnunin, undirrituðu í gær samning um að hælisleitendur, sem eiga ekki rétt á vernd hér á landi, geti snúið aftur heim í öruggar aðstæður án aðkomu lögreglu og án aðkomu stjórnvalda og fái jafnvel til þess fjárstuðning. IOM rekur slík verkefni á Norðurlöndunum, til að mynda í Noregi og víðar. Fjárstuðningur til hælisleitanda í Noregi getur numið allt að hálfri milljón íslenskra króna. Útlendingastofnun benti á þörfina á fyrirkomulagi sem þessu og Ríkisendurskoðun tók undir mikilvægi þess í skýrslu sinni á síðasta ári að gerður verði samningur sem tryggi þeim hælisleitendum sem er hafnað um vernd stuðning. Innanríkisráðuneytið segir aðstoð við sjálfviljuga heimför hugsaða sem mannúðlega aðferð við að snúa hælisleitendum aftur til heimalandsins; þeim sem geta ekki, vilja ekki, eða fá ekki að dvelja í því landi sem þeir eru staddir í og óska þess sjálfir að snúa aftur til heimalandsins. Ráðuneytið leggur áherslu á að fjárstuðningurinn geti skipt máli fyrir fólk sem hafi kost á því að snúa aftur til heimalandsins í hættulaust ástand. Í nýjum útlendingalögum er heimild til þess að gefa fólki stuðning sem þennan. Í Noregi var markmiðið að aðstoða 2.300 hælisleitendur með þessum hætti – reyndin varð önnur en aðeins 1.100 sóttust eftir stuðningi. Þessi aðferð IOM krefst samstarfs við hælisleitendur, stofnanir og stjórnvöld bæði í því landi sem tekur upp aðferðina og upprunaland hælisleitanda. IOM hefur aðstoðað rúmlega 40 þúsund umsækjendur á þennan hátt síðustu fimm ár. Þeir sem gætu átt rétt á þessari aðstoð IOM eru til dæmis: Hælisleitendur sem er hafnað eða hafa dregið umsókn sína til baka, þolendur mansals og viðkvæmir hópar, fylgdarlaus börn eða fólk með heilsufarsbrest. Nú er fyrirkomulagið hins vegar þannig að allar ákvarðanir Útlendingastofnunar og úrskurðir kærunefndar útlendingamála, sem fela í sér að útlendingur skuli yfirgefa landið, eru sendar til alþjóðadeildar ríkislögreglustjóra til framkvæmdar. Þær upplýsingar fengust úr innanríkisráðuneytinu að verkferlar og fyrirkomulag á þessum málum séu reglulega til skoðunar með umbætur að leiðarljósi, og er samningurinn við IOM dæmi um þá vinnu.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu Flóttamenn Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
Útlendingastofnun og IOM, Alþjóða fólksflutningastofnunin, undirrituðu í gær samning um að hælisleitendur, sem eiga ekki rétt á vernd hér á landi, geti snúið aftur heim í öruggar aðstæður án aðkomu lögreglu og án aðkomu stjórnvalda og fái jafnvel til þess fjárstuðning. IOM rekur slík verkefni á Norðurlöndunum, til að mynda í Noregi og víðar. Fjárstuðningur til hælisleitanda í Noregi getur numið allt að hálfri milljón íslenskra króna. Útlendingastofnun benti á þörfina á fyrirkomulagi sem þessu og Ríkisendurskoðun tók undir mikilvægi þess í skýrslu sinni á síðasta ári að gerður verði samningur sem tryggi þeim hælisleitendum sem er hafnað um vernd stuðning. Innanríkisráðuneytið segir aðstoð við sjálfviljuga heimför hugsaða sem mannúðlega aðferð við að snúa hælisleitendum aftur til heimalandsins; þeim sem geta ekki, vilja ekki, eða fá ekki að dvelja í því landi sem þeir eru staddir í og óska þess sjálfir að snúa aftur til heimalandsins. Ráðuneytið leggur áherslu á að fjárstuðningurinn geti skipt máli fyrir fólk sem hafi kost á því að snúa aftur til heimalandsins í hættulaust ástand. Í nýjum útlendingalögum er heimild til þess að gefa fólki stuðning sem þennan. Í Noregi var markmiðið að aðstoða 2.300 hælisleitendur með þessum hætti – reyndin varð önnur en aðeins 1.100 sóttust eftir stuðningi. Þessi aðferð IOM krefst samstarfs við hælisleitendur, stofnanir og stjórnvöld bæði í því landi sem tekur upp aðferðina og upprunaland hælisleitanda. IOM hefur aðstoðað rúmlega 40 þúsund umsækjendur á þennan hátt síðustu fimm ár. Þeir sem gætu átt rétt á þessari aðstoð IOM eru til dæmis: Hælisleitendur sem er hafnað eða hafa dregið umsókn sína til baka, þolendur mansals og viðkvæmir hópar, fylgdarlaus börn eða fólk með heilsufarsbrest. Nú er fyrirkomulagið hins vegar þannig að allar ákvarðanir Útlendingastofnunar og úrskurðir kærunefndar útlendingamála, sem fela í sér að útlendingur skuli yfirgefa landið, eru sendar til alþjóðadeildar ríkislögreglustjóra til framkvæmdar. Þær upplýsingar fengust úr innanríkisráðuneytinu að verkferlar og fyrirkomulag á þessum málum séu reglulega til skoðunar með umbætur að leiðarljósi, og er samningurinn við IOM dæmi um þá vinnu.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu
Flóttamenn Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira