Forsætisráðherra vill frumvörp um stjórnarskrá á sumarþing Una Sighvatsdóttir skrifar 7. júlí 2016 19:18 Stjórnarskrármálið er búið að velkjast í kerfinu í langan tíma. Nú eru komin fram þrjú frumvörp að breytingum sem gætu orðið að veruleika gangi allt eftir, en það er skammur tími til stefnu. Alþingi kemur saman að nýju 15. ágúst. Verði kosningar um miðjan október hefur Alþingi því rúman mánuð til að afgreiða frumvörpin. Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra hyggst ræða við formenn hinna flokkanna í aðdraganda sumarþings til að sjá hvort möguleiki sé að ljúka málinu.Langt í að næsta tækifæri fyrir breytingar „Mér finnst allavega vera vel þess virði að velta því fyrir sér hvort ekki sé skynsamlegt að nýta þann tíma sem síðsumarþingið gefur til þess að freista þess að ná þessum ákvæðum inn í stjórnarskrána,“ segir Sigurðu Ingi. „Þetta eru hlutir sem menn hafa talað fyrir lengi og það væri í það minnsta þess virði að láta á það reyna, því ellegar er býsna langt í að næsti gluggi opnist á breytingar á stjórnarskrá." Sigurður Ingi gerir ekki ráð fyrir að nýta bráðabirgðarákvæðið, um að unnt sé að breyta stjórnarskipunarlögum með þjóðaratkvæðagreiðslu, verði nýtt heldur verði það gert samkvæmt núverandi stjórnarskrá. „Við myndum samþykkja þetta á yfirstandandi þingi og aftur á nýju þingi eftir kosningar."Meiningarmunur milli nefndarmanna Frumvörpin þrjú eru í meginatriðum samhljóða þeim drögum sem stjórnarskrárnefnd kynnti í febrúar. Um 100 athugasemdir bárust en litlar breytingar voru gerðar og segir Páll Þórhallsson formaður nefndarinnar að meiningarmunur hafi verið meðal nefndarmanna um hve langt ætti að ganga. „Ég er allavega sáttur við að nefndin skilar af sér og það er alveg rétt hjá þér að þetta er búið að taka sinn tíma. Ég held allavega að tillögurnar endurspegli það sem er næst því að vera málamiðlun milli flokkanna og sáttagrundvöllur.“ Málið er nú úr höndum stjórnarskrárnefndar. Páll vill ekki leggja mat á hversu líklegt er að frumvörpin verði samþykkt af Alþingi, en ferlið allt sýni að rökræðulýðræði sé tímafrekt. „Ef menn vilja fara þá leið sem er reynd núna að alllir flokkar standi að málinu þá tekur það sinn tíma, jafnvel bara um þessi þrjú ákvæði.“ Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Stjórnarskrármálið er búið að velkjast í kerfinu í langan tíma. Nú eru komin fram þrjú frumvörp að breytingum sem gætu orðið að veruleika gangi allt eftir, en það er skammur tími til stefnu. Alþingi kemur saman að nýju 15. ágúst. Verði kosningar um miðjan október hefur Alþingi því rúman mánuð til að afgreiða frumvörpin. Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra hyggst ræða við formenn hinna flokkanna í aðdraganda sumarþings til að sjá hvort möguleiki sé að ljúka málinu.Langt í að næsta tækifæri fyrir breytingar „Mér finnst allavega vera vel þess virði að velta því fyrir sér hvort ekki sé skynsamlegt að nýta þann tíma sem síðsumarþingið gefur til þess að freista þess að ná þessum ákvæðum inn í stjórnarskrána,“ segir Sigurðu Ingi. „Þetta eru hlutir sem menn hafa talað fyrir lengi og það væri í það minnsta þess virði að láta á það reyna, því ellegar er býsna langt í að næsti gluggi opnist á breytingar á stjórnarskrá." Sigurður Ingi gerir ekki ráð fyrir að nýta bráðabirgðarákvæðið, um að unnt sé að breyta stjórnarskipunarlögum með þjóðaratkvæðagreiðslu, verði nýtt heldur verði það gert samkvæmt núverandi stjórnarskrá. „Við myndum samþykkja þetta á yfirstandandi þingi og aftur á nýju þingi eftir kosningar."Meiningarmunur milli nefndarmanna Frumvörpin þrjú eru í meginatriðum samhljóða þeim drögum sem stjórnarskrárnefnd kynnti í febrúar. Um 100 athugasemdir bárust en litlar breytingar voru gerðar og segir Páll Þórhallsson formaður nefndarinnar að meiningarmunur hafi verið meðal nefndarmanna um hve langt ætti að ganga. „Ég er allavega sáttur við að nefndin skilar af sér og það er alveg rétt hjá þér að þetta er búið að taka sinn tíma. Ég held allavega að tillögurnar endurspegli það sem er næst því að vera málamiðlun milli flokkanna og sáttagrundvöllur.“ Málið er nú úr höndum stjórnarskrárnefndar. Páll vill ekki leggja mat á hversu líklegt er að frumvörpin verði samþykkt af Alþingi, en ferlið allt sýni að rökræðulýðræði sé tímafrekt. „Ef menn vilja fara þá leið sem er reynd núna að alllir flokkar standi að málinu þá tekur það sinn tíma, jafnvel bara um þessi þrjú ákvæði.“
Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira