Vildi drepa hvíta lögregluþjóna Samúel Karl Ólason skrifar 8. júlí 2016 13:02 Vísir/Getty David Brown, lögreglustjóri Dallas, segir að árásarmaðurinn sem felldur var af lögreglu þar í morgun hafi viljað drepa hvíta lögregluþjóna. Hann sagðist vera reiður vegna þess að mála þar sem hvítir lögregluþjónar hafa skotið unga þeldökka menn til bana. Fjölmiðlar ytra hafa eftir heimildum að árásarmaðurinn hafi heitið Micah Xavier Johson og að hann hafi verið 25 ára gamall. Fimm lögregluþjónar voru skotnir til bana í Dallas í nótt og sjö voru særðir. Þar að auki særðust tveir almennir borgarar, en skotið var á fjölmenna mótmælagöngu gegn tveggja atvika þar sem þeldökkur menn voru skotnir til bana af lögreglu í dag og í gær.Sjá einnig: Fimm lögregluþjónar myrtir af leyniskyttum Maðurinn sem um ræðir hóf skothríð á götum Dallas og felldi hann minnst einn lögregluþjón. Hann var svo króaður af inn í bílastæðahúsi þar sem lögreglan reyndi að semja við hann um nokkurra klukkustunda skeið. Á þeim tíma sagðist maðurinn ekki tengjast neinum hópi né samtökum. Hann sagði einnig hafa komið sprengjum fyrir á svæðinu en svo reyndist ekki vera. Þegar slitnaði upp úr viðræðum var maðurinn felldur með sprengjuróbóta. Flestir þeirra lögregluþjóna sem særðust í árásinni hafa verið útskrifaðir af sjúkrahúsi. Brown og Mike Rawlings, borgarstjóri Dallas, héldu blaðamannafund í hádeginu í dag, þar sem þeir vildu ekki gefa frekari upplýsingar um manninn sem var felldur. Þeir vildu einnig ekkert segja um þrjá aðila sem eru í haldi lögreglu. Lögreglan telur að minnst tvær leyniskyttur hafi skotið á lögregluþjóna. Hægt er að horfa á blaðamannafundinn hér á Periscope.Myndband sem einn af mótmælendunum var að taka upp þegar skothríðin hófst. Video from a protestor as the shooting began. Jesus. Disturbing content. #Dallas #DallasPoliceShooting pic.twitter.com/yhPTI9KC2g— Andy Cole (@AndyCole84) July 8, 2016 Black Lives Matter Tengdar fréttir Fimm lögregluþjónar myrtir af leyniskyttum Níu eru særðir eftir mótmæli í Dallas í Bandaríkjunum. 8. júlí 2016 07:30 „Engin réttlæting fyrir árásum sem þessum“ Barack Obama sagði árásina í Dallas hafa verið útpælda og grimmilega. 8. júlí 2016 09:17 Myndband af morði lögregluþjóns birt á samfélagsmiðlum Lögregluþjónninn skaut á einn árásarmanninn í Dallas sem var í skotheldu vesti. 8. júlí 2016 10:30 Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Fleiri fréttir Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Sjá meira
David Brown, lögreglustjóri Dallas, segir að árásarmaðurinn sem felldur var af lögreglu þar í morgun hafi viljað drepa hvíta lögregluþjóna. Hann sagðist vera reiður vegna þess að mála þar sem hvítir lögregluþjónar hafa skotið unga þeldökka menn til bana. Fjölmiðlar ytra hafa eftir heimildum að árásarmaðurinn hafi heitið Micah Xavier Johson og að hann hafi verið 25 ára gamall. Fimm lögregluþjónar voru skotnir til bana í Dallas í nótt og sjö voru særðir. Þar að auki særðust tveir almennir borgarar, en skotið var á fjölmenna mótmælagöngu gegn tveggja atvika þar sem þeldökkur menn voru skotnir til bana af lögreglu í dag og í gær.Sjá einnig: Fimm lögregluþjónar myrtir af leyniskyttum Maðurinn sem um ræðir hóf skothríð á götum Dallas og felldi hann minnst einn lögregluþjón. Hann var svo króaður af inn í bílastæðahúsi þar sem lögreglan reyndi að semja við hann um nokkurra klukkustunda skeið. Á þeim tíma sagðist maðurinn ekki tengjast neinum hópi né samtökum. Hann sagði einnig hafa komið sprengjum fyrir á svæðinu en svo reyndist ekki vera. Þegar slitnaði upp úr viðræðum var maðurinn felldur með sprengjuróbóta. Flestir þeirra lögregluþjóna sem særðust í árásinni hafa verið útskrifaðir af sjúkrahúsi. Brown og Mike Rawlings, borgarstjóri Dallas, héldu blaðamannafund í hádeginu í dag, þar sem þeir vildu ekki gefa frekari upplýsingar um manninn sem var felldur. Þeir vildu einnig ekkert segja um þrjá aðila sem eru í haldi lögreglu. Lögreglan telur að minnst tvær leyniskyttur hafi skotið á lögregluþjóna. Hægt er að horfa á blaðamannafundinn hér á Periscope.Myndband sem einn af mótmælendunum var að taka upp þegar skothríðin hófst. Video from a protestor as the shooting began. Jesus. Disturbing content. #Dallas #DallasPoliceShooting pic.twitter.com/yhPTI9KC2g— Andy Cole (@AndyCole84) July 8, 2016
Black Lives Matter Tengdar fréttir Fimm lögregluþjónar myrtir af leyniskyttum Níu eru særðir eftir mótmæli í Dallas í Bandaríkjunum. 8. júlí 2016 07:30 „Engin réttlæting fyrir árásum sem þessum“ Barack Obama sagði árásina í Dallas hafa verið útpælda og grimmilega. 8. júlí 2016 09:17 Myndband af morði lögregluþjóns birt á samfélagsmiðlum Lögregluþjónninn skaut á einn árásarmanninn í Dallas sem var í skotheldu vesti. 8. júlí 2016 10:30 Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Fleiri fréttir Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Sjá meira
Fimm lögregluþjónar myrtir af leyniskyttum Níu eru særðir eftir mótmæli í Dallas í Bandaríkjunum. 8. júlí 2016 07:30
„Engin réttlæting fyrir árásum sem þessum“ Barack Obama sagði árásina í Dallas hafa verið útpælda og grimmilega. 8. júlí 2016 09:17
Myndband af morði lögregluþjóns birt á samfélagsmiðlum Lögregluþjónninn skaut á einn árásarmanninn í Dallas sem var í skotheldu vesti. 8. júlí 2016 10:30