131 fluttur úr landi með lögregluvaldi Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 30. júní 2016 07:00 Jón Bjartmars yfirmaður Alþjóðadeildar Ríkislögreglustjóra segir beðið eftir skýrslum lögreglumanna sem tóku þátt í aðgerðinni. Verkefnum alþjóðadeildar ríkislögreglustjóra hefur fjölgað mikið síðustu tvö ár samhliða auknum fjölda umsækjenda um alþjóðlega vernd. Á síðasta ári stóð alþjóðadeild að 69 framkvæmdum þar sem 123 einstaklingum var fylgt með lögregluvaldi úr landi. Það sem af er ársins 2016 er þeir orðnir 131. Aðgerð lögreglu í Laugarneskirkju var að beiðni Útlendingastofnunar. Sérsveit lögreglu aðstoðaði alþjóðadeild við aðgerðina. Myndband sem sýndi aðgerð lögreglu vakti óhug með almenningi. Á því sést lögreglumaður slá til ungs manns sem var viðstaddur brottflutninginn. Þá sjást Írakarnir tveir sem voru handteknir og fluttir til Noregs dregnir eftir kirkjugólfinu. Séra Kristín Tómasdóttir, sóknarprestur í Laugarneskirkju, sagði aðfarir lögreglu harkalegar og þörf á breytingum sem tækju mið af mannúð. „Stjórnvöld verða að hætta að skýla sér á bak við Dyflinnarreglugerðina í stað þess að veita hverjum einstaklingi efnislega meðferð og þannig sýna honum þá virðingu sem hann á skilið,“ sagði Kristín. Siðmennt tekur undir gagnrýni Kristínar á að Útlendingastofnun og lögregla beiti harkalegum aðgerðum við brottvísun flóttamanna, í stað þess að láta mannúðarsjónarmið ráða ferðinni. Fjórir Írakar fengu vernd í meðferð Útlendingastofnunar í maímánuði eftir efnislega meðferð. Írakarnir tveir sem voru sóttir af lögreglu voru hins vegar sendir til Noregs samkvæmt Dyflinnarreglugerðinni. Jón Bjartmars, yfirmaður alþjóðadeildar ríkislögreglustjóra, segir nú verið að taka saman skýrslur frá lögreglumönnum sem komu að framkvæmd málsins. „Ávallt er reynt að haga framkvæmd með sem mildilegasta hætti,“ segir Jón spurður um hvert leiðarljós lögreglumanna er við aðgerðir sem þessar. Athygli vakti að sérsveit ríkislögreglustjóra tók þátt í aðgerðunum. Jón segir sérsveit ekki alltaf kallaða til. „Nei, það fer eftir því mati sem liggur fyrir í hverju tilviki fyrir sig,“ segir Jón. Hann bendir á að ríkislögreglustjóri hafi ítrekað bent á þörf á auknum mannafla til embætta lögreglu. Flóttamenn Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Verkefnum alþjóðadeildar ríkislögreglustjóra hefur fjölgað mikið síðustu tvö ár samhliða auknum fjölda umsækjenda um alþjóðlega vernd. Á síðasta ári stóð alþjóðadeild að 69 framkvæmdum þar sem 123 einstaklingum var fylgt með lögregluvaldi úr landi. Það sem af er ársins 2016 er þeir orðnir 131. Aðgerð lögreglu í Laugarneskirkju var að beiðni Útlendingastofnunar. Sérsveit lögreglu aðstoðaði alþjóðadeild við aðgerðina. Myndband sem sýndi aðgerð lögreglu vakti óhug með almenningi. Á því sést lögreglumaður slá til ungs manns sem var viðstaddur brottflutninginn. Þá sjást Írakarnir tveir sem voru handteknir og fluttir til Noregs dregnir eftir kirkjugólfinu. Séra Kristín Tómasdóttir, sóknarprestur í Laugarneskirkju, sagði aðfarir lögreglu harkalegar og þörf á breytingum sem tækju mið af mannúð. „Stjórnvöld verða að hætta að skýla sér á bak við Dyflinnarreglugerðina í stað þess að veita hverjum einstaklingi efnislega meðferð og þannig sýna honum þá virðingu sem hann á skilið,“ sagði Kristín. Siðmennt tekur undir gagnrýni Kristínar á að Útlendingastofnun og lögregla beiti harkalegum aðgerðum við brottvísun flóttamanna, í stað þess að láta mannúðarsjónarmið ráða ferðinni. Fjórir Írakar fengu vernd í meðferð Útlendingastofnunar í maímánuði eftir efnislega meðferð. Írakarnir tveir sem voru sóttir af lögreglu voru hins vegar sendir til Noregs samkvæmt Dyflinnarreglugerðinni. Jón Bjartmars, yfirmaður alþjóðadeildar ríkislögreglustjóra, segir nú verið að taka saman skýrslur frá lögreglumönnum sem komu að framkvæmd málsins. „Ávallt er reynt að haga framkvæmd með sem mildilegasta hætti,“ segir Jón spurður um hvert leiðarljós lögreglumanna er við aðgerðir sem þessar. Athygli vakti að sérsveit ríkislögreglustjóra tók þátt í aðgerðunum. Jón segir sérsveit ekki alltaf kallaða til. „Nei, það fer eftir því mati sem liggur fyrir í hverju tilviki fyrir sig,“ segir Jón. Hann bendir á að ríkislögreglustjóri hafi ítrekað bent á þörf á auknum mannafla til embætta lögreglu.
Flóttamenn Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira