Nýja línan er hrá, kaldhæðin og ýkt enda svipar hún mikið til fatamerkis Demna, Vetements, sem hefur orðið vinsælt meðal tískuáhugamanna á seinasta árinu.
Það má segja að myndirnar fyrir auglýsingaherferðina séu lausar við glamúr og frægar fyrirsætur. Þær eru teknar á götum Parísar en Mark Borthwick var á bak við myndavélina. Hann sagðist vilja hafa umhverfið hversdagslegt og sýna til dæmis fólk fara í vinnuna með stætó eða að kaupa kaffibolla til að taka með í pappamáli.
Herferðin markar ákveðin kaflaskil í sögu Balenciaga, sem er 97 ára gamalt merki sem var stofnað á Spáni ári 1919. Hingað til hefur það verið þekkt fyrir hefðbundinn stíl og yfirleitt hafa fyrirsætur og leikkonur á borð við Gisele Bunchen verið aðalstjörnurnar í auglýsingaherferðum þeirra.
Það verður spennandi að fylgjast með hvert Damna Gvasalia nær að fara með þetta sögufræga tískuhús.
