Stjarnan lenti í engum vandræðum með nýliða ÍA á heimavelli í Pepsi-deild kvenna í kvöld, en lokatölur 6-0.
Markadrottningin Harpa Þorsteinsdóttir kom Stjörnunni yfir og Katrín Ásbjörnsdóttir tvöfaldaði forystuna fyrir hlé, en staðan í hálfleik 2-0.
Harpa og Katrín bættu við sitthvorum tveimur mörkunum í síðari hálfleik og lokatölur urðu 6-0 sigur bikarmeistaranna.
Stjarnan er á toppi deildarinnar með 16 stig, en þær hafa unnið fimm leiki af sex og gert eitt jafntefli. ÍA er með eitt stig á botninum.
Harpa og Katrín með þrennur í stórsigri Stjörnunnar
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið







Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United
Enski boltinn

Wroten aftur synjað um dvalarleyfi
Körfubolti

