Formaður Vinstri grænna vill draga skattabreytingar til baka Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 20. júní 2016 00:49 Formaður Vinstri grænna vill draga til baka fyrirhugaðar breytingar á skattkerfinu sem eiga að taka gildi um næstu áramót. Aftur verði snúið til þriggja þrepa skattkerfis, bæði á fjármagns- og launatekjur. Hinn 1. janúar síðastliðinn tóku gildi breytingar á tekjuskatti einstaklinga. Var skatthlutfallið í miðþrepinu lækkað úr tæpum 39,74 prósentum í rúm 38,34 prósent. Þá var lægsta þrepið lækkað úr 37,3 prósentum í 37,12. Þann 1. janúar næstkomandi verða frekari breytingar. Miðþrepið verður fellt út og skatthlutfallið í lægsta þrepinu mun lækka í 36,94 prósent. Eftir þessar breytingar verða því tvö skattþrep og mörkin á milli verður aðeins ein fjárhæð. Af tekjum að 700.000 krónum reiknast staðgreiðsla í neðra þrepinu, en af tekjum yfir þeirri fjárhæð reiknast staðgreiðsla í efra þrepinu. „Við erum andvíg þessum breytingum. Skattkerfið er ekki bara ætlað til tekjuöflunar fyrir ríkissjóð á hverjum tíma, það er líka mjög mikilvægt tekjujöfnunartæki. Og hugsunin á bak við þriggja þrepa kerfi og fjölþrepakerfi er að jafna byrðunum með réttlátum hætti,” segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. Aftur snúið til þriggja þrepa skattkerfis Forystumenn ríkisstjórnarinnar hafa sagt að boðað verði til alþingiskosninga í haust. Því er ljóst að ný ríkisstjórn verður tekin til valda áður en þessar breytingar taka gildi. Stjórnarandstöðuflokkarnir á Alþingi hafa talað fyrir samstarfi flokkanna eftir kosningar nái þeir til þess fylgi. Katrín segist vilja í því samstarfi leggja áherslu á að aftur verði snúið til þriggja þrepa skattkerfis, bæði á fjármagns- og launatekjur. „Af því að þetta tekjujöfnunarhlutverk er auðvitað mjög mikilvægt. Við erum bara að sjá vaxandi misskiptingu í heiminum, og við eigum að stuðla að því með þeim aðgerðum sem við getum að það verði ekki þróunin hér á Íslandi,” segir Katrín. Kosningar 2016 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Formaður Vinstri grænna vill draga til baka fyrirhugaðar breytingar á skattkerfinu sem eiga að taka gildi um næstu áramót. Aftur verði snúið til þriggja þrepa skattkerfis, bæði á fjármagns- og launatekjur. Hinn 1. janúar síðastliðinn tóku gildi breytingar á tekjuskatti einstaklinga. Var skatthlutfallið í miðþrepinu lækkað úr tæpum 39,74 prósentum í rúm 38,34 prósent. Þá var lægsta þrepið lækkað úr 37,3 prósentum í 37,12. Þann 1. janúar næstkomandi verða frekari breytingar. Miðþrepið verður fellt út og skatthlutfallið í lægsta þrepinu mun lækka í 36,94 prósent. Eftir þessar breytingar verða því tvö skattþrep og mörkin á milli verður aðeins ein fjárhæð. Af tekjum að 700.000 krónum reiknast staðgreiðsla í neðra þrepinu, en af tekjum yfir þeirri fjárhæð reiknast staðgreiðsla í efra þrepinu. „Við erum andvíg þessum breytingum. Skattkerfið er ekki bara ætlað til tekjuöflunar fyrir ríkissjóð á hverjum tíma, það er líka mjög mikilvægt tekjujöfnunartæki. Og hugsunin á bak við þriggja þrepa kerfi og fjölþrepakerfi er að jafna byrðunum með réttlátum hætti,” segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. Aftur snúið til þriggja þrepa skattkerfis Forystumenn ríkisstjórnarinnar hafa sagt að boðað verði til alþingiskosninga í haust. Því er ljóst að ný ríkisstjórn verður tekin til valda áður en þessar breytingar taka gildi. Stjórnarandstöðuflokkarnir á Alþingi hafa talað fyrir samstarfi flokkanna eftir kosningar nái þeir til þess fylgi. Katrín segist vilja í því samstarfi leggja áherslu á að aftur verði snúið til þriggja þrepa skattkerfis, bæði á fjármagns- og launatekjur. „Af því að þetta tekjujöfnunarhlutverk er auðvitað mjög mikilvægt. Við erum bara að sjá vaxandi misskiptingu í heiminum, og við eigum að stuðla að því með þeim aðgerðum sem við getum að það verði ekki þróunin hér á Íslandi,” segir Katrín.
Kosningar 2016 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira