Mun betra sjóbleikjuár en í fyrra Karl Lúðvíksson skrifar 20. júní 2016 13:00 Sjóbleikja úr Hópinu Mynd: KL Sjóbleikjan hefur verið á nokkru undanhaldi víða á landinu og árið í fyrra sem dæmi var eitt það lélegasta í manna minnum. Árnar á Eyjafjarðarsvæðinu fundu t.d. fyrir verulegum aflasamdrætti í fyrra og það sama á við um margar ár með einhverjum undantekningum þó. Það virðist núna, svona fljótt á litið, vera annað uppi á teningnum því vinsæl veiðisvæði þar sem sjóbleikju er að finna hafa verið að gefa virkilega góða veiði þegar aðtæður eru góðar. Sem dæmi má nefna að vanir veiðimenn í Hraunsfirði á Snæfellsnesi fara varla fisklausir heim nema það sé eitthvað leiðinlegt veður og bleikjurnar þar eru vænar og stútfullar af marfló. Hópið er síðan annað gott dæmi um vatn sem veiðimenn höfðu áhyggjur af því það hefur verið dræm sjóbleikjuveiði í því nokkur sumur í röð en bleikjan sem fer um vatnið í árnar sem í það renna stoppaði lítið sem ekkert í vatninu en straujaði beint í árnar. Veiðin fór líka mjög seint af stað í Hópinu í fyrra sökum kulda en núna á frekar hlyju voru og sérstaklega eftir góðviðrisdaga undanfarið hefur veiðin verið mjög fín og dæmi um að menn hafi verið með 30 bleikjur eftir daginn á stöngina, allt 2-4 punda sjóbleikja. Þetta gefur auknar væntingar um að það sé batnandi tíð í sjóbleikjuveiði þetta árið og veiðimenn eiga þá í kjölfarið eftir að gefa ánum á norður og austurlandi þar sem mikið af sjóbleikju er oft að finna sérstakann gaum. Mest lesið Risavaxinn bleikja úr Eyjafjarðará Veiði Breyta veiðireglum vegna urriðadráps Veiði Eitt magnaðasta veiðisvæði landsins Veiði Síðustu fjögur holl fóru öll yfir 100 laxa Veiði Höfum misst stjórn á refastofninum Veiði Framleiða sjónvarpsþætti um sportveiði Veiði Nýr 10 ára samningur um Laxá í Dölum Veiði Líklega ein besta opnun í Laxá í Mý í 10 ár Veiði Ný veiðibók komin út: Ágóðinn rennur til NASF Veiði Blanda fer yfir 3000 laxa í dag Veiði
Sjóbleikjan hefur verið á nokkru undanhaldi víða á landinu og árið í fyrra sem dæmi var eitt það lélegasta í manna minnum. Árnar á Eyjafjarðarsvæðinu fundu t.d. fyrir verulegum aflasamdrætti í fyrra og það sama á við um margar ár með einhverjum undantekningum þó. Það virðist núna, svona fljótt á litið, vera annað uppi á teningnum því vinsæl veiðisvæði þar sem sjóbleikju er að finna hafa verið að gefa virkilega góða veiði þegar aðtæður eru góðar. Sem dæmi má nefna að vanir veiðimenn í Hraunsfirði á Snæfellsnesi fara varla fisklausir heim nema það sé eitthvað leiðinlegt veður og bleikjurnar þar eru vænar og stútfullar af marfló. Hópið er síðan annað gott dæmi um vatn sem veiðimenn höfðu áhyggjur af því það hefur verið dræm sjóbleikjuveiði í því nokkur sumur í röð en bleikjan sem fer um vatnið í árnar sem í það renna stoppaði lítið sem ekkert í vatninu en straujaði beint í árnar. Veiðin fór líka mjög seint af stað í Hópinu í fyrra sökum kulda en núna á frekar hlyju voru og sérstaklega eftir góðviðrisdaga undanfarið hefur veiðin verið mjög fín og dæmi um að menn hafi verið með 30 bleikjur eftir daginn á stöngina, allt 2-4 punda sjóbleikja. Þetta gefur auknar væntingar um að það sé batnandi tíð í sjóbleikjuveiði þetta árið og veiðimenn eiga þá í kjölfarið eftir að gefa ánum á norður og austurlandi þar sem mikið af sjóbleikju er oft að finna sérstakann gaum.
Mest lesið Risavaxinn bleikja úr Eyjafjarðará Veiði Breyta veiðireglum vegna urriðadráps Veiði Eitt magnaðasta veiðisvæði landsins Veiði Síðustu fjögur holl fóru öll yfir 100 laxa Veiði Höfum misst stjórn á refastofninum Veiði Framleiða sjónvarpsþætti um sportveiði Veiði Nýr 10 ára samningur um Laxá í Dölum Veiði Líklega ein besta opnun í Laxá í Mý í 10 ár Veiði Ný veiðibók komin út: Ágóðinn rennur til NASF Veiði Blanda fer yfir 3000 laxa í dag Veiði