Steingrímur leiðir lista VG í norðaustur Jóhann Óli eiÐSSON skrifar 20. júní 2016 14:09 Steingrímur J. sækist eftir endurkjöri. vísir Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, mun leiða framboðslista flokksins í norðausturkjördæmi í komandi Alþingiskosningum. Listi framboðsins var samþykktur á félagsfundi á Sel Hóteli í Mývatnssveit í gær. Aðeins ein breyting er á efstu fjóru sætum listans. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður, er í öðru sæti hans líkt og árið 2013 og þá er Ingibjörgu Þórðardóttur, framhaldsskóla kennara á Nestkaupsstað, að finna í fjórða sæti. Björn Valur Gíslason, varaformaður- og þingmaður flokksins, snýr hins vegar aftur í sitt heimakjördæmi eftir víking til Reykjavíkur. Hann verður í þriðja sæti. Einnig má taka fram að systkin eru á listanum því Kristín Sigfúsdóttir, umhverfisfræðingur og systir Steingríms J., er í 20. sæti á listanum. Steingrímur J. er afar þaulsetinn þingmaður en hann tók fyrst sæti á þingi árið 1983 fyrir Alþýðubandalagið. Nái hann kjöri og sitji út kjörtímabilið hefur hann setið í 37 ár á þingi að því gefnu að kjörtímabilið verði fjögur ár. Þaulsetnasti þingmaður Íslandssögunnar er Pétur Ottesen sem sat í 42 ár og átta mánuði árin 1916 til 1959. Eysteinn Jónsson sat í rúm fjörutíu ár, Ólafur Thors í tæp 39, Gunnar Thoroddsen í tæp 38 og Lúðvík Jósefsson í rúm 37 ár. Framboðslista Vinstrihreyfingarinnar - framboðs í norðausturkjördæmi má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. 1. Steingrímur Jóhann Sigfússon, alþingismaður, Gunnarsstöðum, Þistilfirði 2. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, alþingismaður, Ólafsfirði 3. Björn Valur Gíslason, stýrimaður og varaformaður VG, Akureyri 4. Ingibjörg Þórðardóttir, framhaldsskólakennari, Neskaupstað 5. Óli Halldórsson, forstöðumaður og sveitarstjórnarfulltrúi Norðurþings, Húsavík. 6. Berglind Häsler, bóndi, matvælaframleiðandi og tónlistarmaður, Karlsstöðum, Djúpavogi 7. Edward H. Huijbens, prófessor, Akureyri 8. Hjördís Helga Seljan, grunnskólakennari, Reyðarfirði 9. Sindri Geir Óskarsson, guðfræðingur, Þingeyjarsveit 10. Þuríður Skarphéðinsdóttir, hjúkrunarfræðinemi, Egilsstöðum 11. Aðalbjörn Jóhannsson, verkefnastjóri á æskulýðssviði og nemi, Norðurþingi 12. Harpa Guðbrandsdóttir, gjaldkeri hjá Íslandspósti, Akureyri 13. Gunnar S. Ólafsson, framhaldsskólakennari, Neskaupsstað 14. Sóley Björk Stefánsdóttir, bæjarfulltrúi, Akureyri 15. Kristján Eldjárn Hjartarson, bygginga- og búfræðingur, Tjörn, Dalvík 16. Sif Jóhannesdóttir, forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Þingeyinga og sveitarstjórnarfulltrúi, Húsavík 17. Kjartan Benediktsson, smiður, Akureyri 18. María Hjarðar, nemi, Egilsstöðum 19. Þorsteinn Gunnarsson, sérfræðingur, Rannís og fyrrv. rektor Háskólans á Akureyri, Akureyri 20. Kristín Sigfúsdóttir, umhverfisfræðingur og framhaldsskólakennari, Akureyri X16 Norðaustur Mest lesið Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Erlent Fleiri fréttir Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, mun leiða framboðslista flokksins í norðausturkjördæmi í komandi Alþingiskosningum. Listi framboðsins var samþykktur á félagsfundi á Sel Hóteli í Mývatnssveit í gær. Aðeins ein breyting er á efstu fjóru sætum listans. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður, er í öðru sæti hans líkt og árið 2013 og þá er Ingibjörgu Þórðardóttur, framhaldsskóla kennara á Nestkaupsstað, að finna í fjórða sæti. Björn Valur Gíslason, varaformaður- og þingmaður flokksins, snýr hins vegar aftur í sitt heimakjördæmi eftir víking til Reykjavíkur. Hann verður í þriðja sæti. Einnig má taka fram að systkin eru á listanum því Kristín Sigfúsdóttir, umhverfisfræðingur og systir Steingríms J., er í 20. sæti á listanum. Steingrímur J. er afar þaulsetinn þingmaður en hann tók fyrst sæti á þingi árið 1983 fyrir Alþýðubandalagið. Nái hann kjöri og sitji út kjörtímabilið hefur hann setið í 37 ár á þingi að því gefnu að kjörtímabilið verði fjögur ár. Þaulsetnasti þingmaður Íslandssögunnar er Pétur Ottesen sem sat í 42 ár og átta mánuði árin 1916 til 1959. Eysteinn Jónsson sat í rúm fjörutíu ár, Ólafur Thors í tæp 39, Gunnar Thoroddsen í tæp 38 og Lúðvík Jósefsson í rúm 37 ár. Framboðslista Vinstrihreyfingarinnar - framboðs í norðausturkjördæmi má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. 1. Steingrímur Jóhann Sigfússon, alþingismaður, Gunnarsstöðum, Þistilfirði 2. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, alþingismaður, Ólafsfirði 3. Björn Valur Gíslason, stýrimaður og varaformaður VG, Akureyri 4. Ingibjörg Þórðardóttir, framhaldsskólakennari, Neskaupstað 5. Óli Halldórsson, forstöðumaður og sveitarstjórnarfulltrúi Norðurþings, Húsavík. 6. Berglind Häsler, bóndi, matvælaframleiðandi og tónlistarmaður, Karlsstöðum, Djúpavogi 7. Edward H. Huijbens, prófessor, Akureyri 8. Hjördís Helga Seljan, grunnskólakennari, Reyðarfirði 9. Sindri Geir Óskarsson, guðfræðingur, Þingeyjarsveit 10. Þuríður Skarphéðinsdóttir, hjúkrunarfræðinemi, Egilsstöðum 11. Aðalbjörn Jóhannsson, verkefnastjóri á æskulýðssviði og nemi, Norðurþingi 12. Harpa Guðbrandsdóttir, gjaldkeri hjá Íslandspósti, Akureyri 13. Gunnar S. Ólafsson, framhaldsskólakennari, Neskaupsstað 14. Sóley Björk Stefánsdóttir, bæjarfulltrúi, Akureyri 15. Kristján Eldjárn Hjartarson, bygginga- og búfræðingur, Tjörn, Dalvík 16. Sif Jóhannesdóttir, forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Þingeyinga og sveitarstjórnarfulltrúi, Húsavík 17. Kjartan Benediktsson, smiður, Akureyri 18. María Hjarðar, nemi, Egilsstöðum 19. Þorsteinn Gunnarsson, sérfræðingur, Rannís og fyrrv. rektor Háskólans á Akureyri, Akureyri 20. Kristín Sigfúsdóttir, umhverfisfræðingur og framhaldsskólakennari, Akureyri
X16 Norðaustur Mest lesið Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Erlent Fleiri fréttir Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Sjá meira