Ástþór: „Ég var alveg rólegur í Speglinum í gær“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. júní 2016 15:50 Ástþór Magnússon segist hafa áhyggjur af óheiðarlegum forsetaframboðum Vísir/Hanna „Það er reynt að gaspra um það að ég sé ekki rólegur. Ég er alveg rólegur hérna hjá ykkur og ég var alveg rólegur í Speglinum í gær,“ sagði Ástþór Magnússon, forsetaframbjóðandi í viðtali við Harmageddon á X-inu í dag spurður um forsetakappræður sem fram fóru í Speglinum á Rás 1 í gær.Hótuðu þáttastjórnendur Spegilsins að henda Ástþóri úr hljóðveri ef hann ætlaði sér að taka yfir stjórn þáttarins en Ástþór yfirheyrði þar Guðna Th. Jóhannesson um tengingar starfsmanna framboðs hans við Sjálfstæðisflokkinn. Sagði Ástþór að framboð Guðna væri gert út af „klíkunni á bak við Sjálfstæðisflokkinn“ og að Guðni væri fulltrúi valdaklíkunnar og peningavaldsins.Sjá einnig: Átök í Efstaleiti: Hótuðu að henda Ástþóri úr kappræðum frambjóðenda„Ég hef áhyggjur af því ef það eru framboð í gangi sem eru ekki alveg heiðarleg og eru ekki alveg öll þau þar sem þau sýnast,“ sagði Ástþór í Harmageddon í dag og hóf að ræða framboð Guðna. „Ég tel að það sé mjög athyglisvert að þeir sem standa að baki framboðinu hjá honum, að mínu mati, eru tveir lögmenn sem hafa verið að vinna með aflandspeninga og eignir úr föllnu bönkunum.“ Ástþór var spurður af Mána Péturssyni, öðrum þáttastjórnanda Harmageddon hvort að Ástþór væri að kalla á athygli með því að reyna að ata drullu á annað fólk.Sjá einnig: Guðni Th.: „Ef ég væri í samsæri þá myndi ég nú reyna að fela þetta“„Ég er ekkert að ata drullu á annað fólk. Það er reynt að gaspra um það að ég sé ekki rólegur. Ég er alveg rólegur hérna hjá ykkur. Ég var alveg rólegur í Speglinum í gær. Ég var alveg rólegur hérna áðan og ruddist ekkert á hann Guðna á meðan hann var inni í stúdíóinu,“ svaraði Ástþór en Guðni hafði skömmu áður verið í viðtali í sama þætti.„Ég er alveg rólegur hérna en friður verður ekki unninn með því að vera rólegur og þægur. Það eru hlutir sem þarf að tala um og vekja athygli á,“ sagði Ástþór.Hlusta má á allt viðtalið hér fyrir neðan. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Átök í Efstaleiti: Hótuðu að henda Ástþóri úr kappræðum frambjóðenda Til harðra orðaskipta kom á milli þáttastjórnenda og Ástþórs Magnússonar sem krafði Guðna Th. Jóhannesson svara. Guðni sagði Ástþór geta startað styrjöld einn í herbergi. 20. júní 2016 21:35 Guðni Th.: „Ef ég væri í samsæri þá myndi ég nú reyna að fela þetta“ Guðni Th. Jóhannesson forsetaframbjóðandi gefur lítið fyrir ásakanir Ástþórs Magnússonar um að Guðni sé „fulltrúi valdaklíkunnar.“ 21. júní 2016 14:37 16 þúsund hafa greitt atkvæði utan kjörfundar Nær 16.500 manns af öllu landinu höfðu um miðjan dag í gær kosið utan kjörfundar samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu. 21. júní 2016 07:00 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fleiri fréttir Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagræðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Sjá meira
„Það er reynt að gaspra um það að ég sé ekki rólegur. Ég er alveg rólegur hérna hjá ykkur og ég var alveg rólegur í Speglinum í gær,“ sagði Ástþór Magnússon, forsetaframbjóðandi í viðtali við Harmageddon á X-inu í dag spurður um forsetakappræður sem fram fóru í Speglinum á Rás 1 í gær.Hótuðu þáttastjórnendur Spegilsins að henda Ástþóri úr hljóðveri ef hann ætlaði sér að taka yfir stjórn þáttarins en Ástþór yfirheyrði þar Guðna Th. Jóhannesson um tengingar starfsmanna framboðs hans við Sjálfstæðisflokkinn. Sagði Ástþór að framboð Guðna væri gert út af „klíkunni á bak við Sjálfstæðisflokkinn“ og að Guðni væri fulltrúi valdaklíkunnar og peningavaldsins.Sjá einnig: Átök í Efstaleiti: Hótuðu að henda Ástþóri úr kappræðum frambjóðenda„Ég hef áhyggjur af því ef það eru framboð í gangi sem eru ekki alveg heiðarleg og eru ekki alveg öll þau þar sem þau sýnast,“ sagði Ástþór í Harmageddon í dag og hóf að ræða framboð Guðna. „Ég tel að það sé mjög athyglisvert að þeir sem standa að baki framboðinu hjá honum, að mínu mati, eru tveir lögmenn sem hafa verið að vinna með aflandspeninga og eignir úr föllnu bönkunum.“ Ástþór var spurður af Mána Péturssyni, öðrum þáttastjórnanda Harmageddon hvort að Ástþór væri að kalla á athygli með því að reyna að ata drullu á annað fólk.Sjá einnig: Guðni Th.: „Ef ég væri í samsæri þá myndi ég nú reyna að fela þetta“„Ég er ekkert að ata drullu á annað fólk. Það er reynt að gaspra um það að ég sé ekki rólegur. Ég er alveg rólegur hérna hjá ykkur. Ég var alveg rólegur í Speglinum í gær. Ég var alveg rólegur hérna áðan og ruddist ekkert á hann Guðna á meðan hann var inni í stúdíóinu,“ svaraði Ástþór en Guðni hafði skömmu áður verið í viðtali í sama þætti.„Ég er alveg rólegur hérna en friður verður ekki unninn með því að vera rólegur og þægur. Það eru hlutir sem þarf að tala um og vekja athygli á,“ sagði Ástþór.Hlusta má á allt viðtalið hér fyrir neðan.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Átök í Efstaleiti: Hótuðu að henda Ástþóri úr kappræðum frambjóðenda Til harðra orðaskipta kom á milli þáttastjórnenda og Ástþórs Magnússonar sem krafði Guðna Th. Jóhannesson svara. Guðni sagði Ástþór geta startað styrjöld einn í herbergi. 20. júní 2016 21:35 Guðni Th.: „Ef ég væri í samsæri þá myndi ég nú reyna að fela þetta“ Guðni Th. Jóhannesson forsetaframbjóðandi gefur lítið fyrir ásakanir Ástþórs Magnússonar um að Guðni sé „fulltrúi valdaklíkunnar.“ 21. júní 2016 14:37 16 þúsund hafa greitt atkvæði utan kjörfundar Nær 16.500 manns af öllu landinu höfðu um miðjan dag í gær kosið utan kjörfundar samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu. 21. júní 2016 07:00 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fleiri fréttir Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagræðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Sjá meira
Átök í Efstaleiti: Hótuðu að henda Ástþóri úr kappræðum frambjóðenda Til harðra orðaskipta kom á milli þáttastjórnenda og Ástþórs Magnússonar sem krafði Guðna Th. Jóhannesson svara. Guðni sagði Ástþór geta startað styrjöld einn í herbergi. 20. júní 2016 21:35
Guðni Th.: „Ef ég væri í samsæri þá myndi ég nú reyna að fela þetta“ Guðni Th. Jóhannesson forsetaframbjóðandi gefur lítið fyrir ásakanir Ástþórs Magnússonar um að Guðni sé „fulltrúi valdaklíkunnar.“ 21. júní 2016 14:37
16 þúsund hafa greitt atkvæði utan kjörfundar Nær 16.500 manns af öllu landinu höfðu um miðjan dag í gær kosið utan kjörfundar samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu. 21. júní 2016 07:00