Handbolti

Ísland slapp ágætlega í HM-drættinum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Geir Sveinsson landsliðsþjálfari.
Geir Sveinsson landsliðsþjálfari. vísir/vilhelm
Nú í hádeginu var dregið í riðla fyrir heimsmeistaramótið í handknattleik sem fram fer í Frakklandi í janúar.

Ísland er í B-riðli með Spáni, Slóveníu, Makedóníu, Túnis og Angóla. Ágætur dráttur. Liðið hefði getað lent í mun erfiðari riðli.

Guðmundur Guðmundsson og lærisveinar hans í danska landsliðinu eru í D-riðli sem er svakalegur. Danir eru eru þar með Svíum, Katar og Egyptum.

Það eru engar Íslendingarimmur því þýska liðið undir stjórn Dags Sigurðssonar verður í C-riðli.

Frakkar fengu að velja sér riðil og komu á óvart með því að velja A-riðil sem er afar sterkur. Sérstaklega þar sem Norðmenn koma þar úr neðsta styrkleikaflokki. Frakkarnir vildu greinilega sterkan riðil og flotta leiki fyrir sitt fólk.

Riðlarnir á HM í Frakklandi:

A-riðill:

Frakkland

Pólland

Rússland

Brasilía

Japan

Noregur

B-riðill:

Spánn

Slóvenía

Makedónía

Ísland

Túnis

Angóla

C-riðill:

Þýskaland

Króatía

Hvíta-Rússland

Ungverjaland

Síle

Sádi-Arabía

D-riðill:

Katar

Danmörk

Svíþjóð

Egyptaland

Barein

Argentína




Fleiri fréttir

Sjá meira


×