Men in Blazers karlinn mætti með Íslandshúfu í þáttinn sinn og er ástfanginn af Íslandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. júní 2016 17:36 Mynd/Samsett Men in Blazers karlarnir, Roger Bennett og Michael Davies, fóru yfir sextán liða úrslit Evrópukeppninnar í Frakklandi í nýjasta þætti sínum á VICE Sports en útsláttarkeppni EM 2016 hefst um næstu helgi. Eins og allir vita þá eru strákarnir okkar meðal þeirra þjóða sem komust í sextán liða úrslitin og mæta Englandi í lokaleik sextán liða úrslitanna á mánudaginn. Roger Bennett heimsótti Íslands á dögunum og setti saman skemmtilegt innslag sem má sjá hér: Víkingarnir sem sjokkeruðu Ronaldo | Sjáðu umfjöllun Roger Bennett um Ísland Þar fjallar hann á mjög jákvæðan hátt um íslenska fótboltaævintýrið og ræðir við fullt af mönnum tengdum íslenskri knattspyrnu allt frá formanni KSÍ til stuðningsmanna íslenska liðsins. Nú var Roger Bennett mættur í myndverið með Michael Davies og hann var að sjálfsögðu búinn að setja upp íslenska stuðningsmannahúfu. Fyrir utan það þá skálaði hann í íslensku brennivíni. „Leikurinn sem ég bíð spenntastur eftir er á milli landsins þar sem ég fæddist og landsins sem er orðinn gjörsamlega ástfanginn af "Íslandi"," sagði Roger Bennett og notaði ekki „Iceland" heldur „Ísland". Þessi Íslandsferð hafi greinilega mikil áhrif á Roger Bennett og ekki hefur það spillt fyrir að íslenska liðið hefur síðan slegið í gegn í Evrópukeppninni, hefur enn ekki tapað leik og er komið alla leið í sextán liða úrslitin á sínu fyrsta stórmóti. Roger Bennett hrósar íslensku strákunum fyrir frammistöðuna í Frakklandi og talar að sjálfsögðu einnig um hversu lítil við erum og úr hversu fáum atvinnumönnum við höfum úr að velja til að búa til liðið okkar. Það er hægt að sjá þennan stórskemmtilega þátt Men in Blazers hér fyrir neðan. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir „Takk kærlega Ísland fyrir Aron Jóhannsson“ Bandaríski sjónvarps- og fjölmiðlamaðurinn Roger Bennett er á Íslandi til að gera heimildamynd um íslenska fótboltaævintýrið. 26. maí 2016 19:23 Líkir íslenska fótboltaævintýrinu við sögur Southampton og Leicester Sjáðu allt viðtalið við breska sjónvarpsmanninn Roger Bennett sem er heillaður af íslenska fótboltaævintýrinu. 27. maí 2016 10:00 Víkingarnir sem sjokkeruðu Ronaldo | Sjáðu umfjöllun Roger Bennett um Ísland Roger Bennett, annar stjórnanda Men in Blazers, hefur nú sett saman þátt um íslenska fótboltalandsliðið fyrir VICE Sports og bætist þar með í hóp þeirra sem hafa fjallað um íslenska fótboltaævintýrið. 21. júní 2016 22:34 Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Í beinni: Wolves - Manchester United | Án sigurs mæta Úlfarnir Rauðu djöflunum Enski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Enski boltinn Fleiri fréttir Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Í beinni: Wolves - Manchester United | Án sigurs mæta Úlfarnir Rauðu djöflunum Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Óheppnin eltir Éder Militao: Frá í nokkra mánuði Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Sjá meira
Men in Blazers karlarnir, Roger Bennett og Michael Davies, fóru yfir sextán liða úrslit Evrópukeppninnar í Frakklandi í nýjasta þætti sínum á VICE Sports en útsláttarkeppni EM 2016 hefst um næstu helgi. Eins og allir vita þá eru strákarnir okkar meðal þeirra þjóða sem komust í sextán liða úrslitin og mæta Englandi í lokaleik sextán liða úrslitanna á mánudaginn. Roger Bennett heimsótti Íslands á dögunum og setti saman skemmtilegt innslag sem má sjá hér: Víkingarnir sem sjokkeruðu Ronaldo | Sjáðu umfjöllun Roger Bennett um Ísland Þar fjallar hann á mjög jákvæðan hátt um íslenska fótboltaævintýrið og ræðir við fullt af mönnum tengdum íslenskri knattspyrnu allt frá formanni KSÍ til stuðningsmanna íslenska liðsins. Nú var Roger Bennett mættur í myndverið með Michael Davies og hann var að sjálfsögðu búinn að setja upp íslenska stuðningsmannahúfu. Fyrir utan það þá skálaði hann í íslensku brennivíni. „Leikurinn sem ég bíð spenntastur eftir er á milli landsins þar sem ég fæddist og landsins sem er orðinn gjörsamlega ástfanginn af "Íslandi"," sagði Roger Bennett og notaði ekki „Iceland" heldur „Ísland". Þessi Íslandsferð hafi greinilega mikil áhrif á Roger Bennett og ekki hefur það spillt fyrir að íslenska liðið hefur síðan slegið í gegn í Evrópukeppninni, hefur enn ekki tapað leik og er komið alla leið í sextán liða úrslitin á sínu fyrsta stórmóti. Roger Bennett hrósar íslensku strákunum fyrir frammistöðuna í Frakklandi og talar að sjálfsögðu einnig um hversu lítil við erum og úr hversu fáum atvinnumönnum við höfum úr að velja til að búa til liðið okkar. Það er hægt að sjá þennan stórskemmtilega þátt Men in Blazers hér fyrir neðan.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir „Takk kærlega Ísland fyrir Aron Jóhannsson“ Bandaríski sjónvarps- og fjölmiðlamaðurinn Roger Bennett er á Íslandi til að gera heimildamynd um íslenska fótboltaævintýrið. 26. maí 2016 19:23 Líkir íslenska fótboltaævintýrinu við sögur Southampton og Leicester Sjáðu allt viðtalið við breska sjónvarpsmanninn Roger Bennett sem er heillaður af íslenska fótboltaævintýrinu. 27. maí 2016 10:00 Víkingarnir sem sjokkeruðu Ronaldo | Sjáðu umfjöllun Roger Bennett um Ísland Roger Bennett, annar stjórnanda Men in Blazers, hefur nú sett saman þátt um íslenska fótboltalandsliðið fyrir VICE Sports og bætist þar með í hóp þeirra sem hafa fjallað um íslenska fótboltaævintýrið. 21. júní 2016 22:34 Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Í beinni: Wolves - Manchester United | Án sigurs mæta Úlfarnir Rauðu djöflunum Enski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Enski boltinn Fleiri fréttir Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Í beinni: Wolves - Manchester United | Án sigurs mæta Úlfarnir Rauðu djöflunum Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Óheppnin eltir Éder Militao: Frá í nokkra mánuði Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Sjá meira
„Takk kærlega Ísland fyrir Aron Jóhannsson“ Bandaríski sjónvarps- og fjölmiðlamaðurinn Roger Bennett er á Íslandi til að gera heimildamynd um íslenska fótboltaævintýrið. 26. maí 2016 19:23
Líkir íslenska fótboltaævintýrinu við sögur Southampton og Leicester Sjáðu allt viðtalið við breska sjónvarpsmanninn Roger Bennett sem er heillaður af íslenska fótboltaævintýrinu. 27. maí 2016 10:00
Víkingarnir sem sjokkeruðu Ronaldo | Sjáðu umfjöllun Roger Bennett um Ísland Roger Bennett, annar stjórnanda Men in Blazers, hefur nú sett saman þátt um íslenska fótboltalandsliðið fyrir VICE Sports og bætist þar með í hóp þeirra sem hafa fjallað um íslenska fótboltaævintýrið. 21. júní 2016 22:34