Víkingarnir sem sjokkeruðu Ronaldo | Sjáðu umfjöllun Roger Bennett um Ísland Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. júní 2016 22:34 Mynd/Samsett Roger Bennett, annar stjórnanda Men in Blazers, hefur nú sett saman þátt um íslenska fótboltalandsliðið fyrir VICE Sports og bætist þar með í hóp þeirra sem hafa fjallað um íslenska fótboltaævintýrið. Flest hitt efnið kom fram í dagsljósið í aðdraganda Evrópumótsins en Roger Bennett setti sitt innslag í loftið daginn áður að Ísland mætir Austurríki í lokaleik riðlakeppninnar þar sem sigur eða jafntefli skilar íslenska liðinu áfram í sextán liða úrslitin. Það er hinsvegar erfitt að finna flottari fyrirsögn á umfjöllun en þá hjá Roger Bennett á VICE Sports: Innslagið heitir: „The Vikings Who Shocked Ronaldo: The Unbelievable Rise of Iceland Soccer" eða „Víkingarnir sem sjokkeruðu Ronaldo: Ótrúleg upprisa íslenska fótboltans." Innslagið byrjar á viðtali við Heimi Hallgrímsson, landsliðsþjálfara. „Við erum ekki með her því við erum of fá til að hafa her. Ef við færum í stríð þá væri auðvelt að vinna okkur. Þetta lið er eiginlega okkar her," sagði Heimir í viðtalinu við Roger Bennett. Roger Bennett kynnir Ísland inn sem litlu þjóðina sem rauk upp FIFA-listann og varð að fámennustu þjóð til að tryggja sig inn á stórmót í knattspyrnu karla. Á meðan má sjá myndbrot frá bæði 1-1 jafnteflinu við Frakkaland 1998 og tapleiknum á móti Færeyjum 2009 auk svipmynda frá hinni ótrúlegu náttúru Íslands. Roger Bennett segist síðan hafa farið til Íslands til að ræða við leikmenn, þjálfara og stuðningsmenn til að finna út hvernig Íslendingar fóru að þessu. Þarna eru viðtöl við Guðmund Benediktsson, Geir Þorsteinsson, Aron Einar Gunnarsson, Lars Lagerbäck, Gylfa Þór Sigurðsson svo einhverjir séu nefndir. Það er hægt sjá þetta stórskemmtilega innslag Rogers Bennett hér fyrir neðan. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir „Takk kærlega Ísland fyrir Aron Jóhannsson“ Bandaríski sjónvarps- og fjölmiðlamaðurinn Roger Bennett er á Íslandi til að gera heimildamynd um íslenska fótboltaævintýrið. 26. maí 2016 19:23 Líkir íslenska fótboltaævintýrinu við sögur Southampton og Leicester Sjáðu allt viðtalið við breska sjónvarpsmanninn Roger Bennett sem er heillaður af íslenska fótboltaævintýrinu. 27. maí 2016 10:00 Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Fleiri fréttir Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Sjá meira
Roger Bennett, annar stjórnanda Men in Blazers, hefur nú sett saman þátt um íslenska fótboltalandsliðið fyrir VICE Sports og bætist þar með í hóp þeirra sem hafa fjallað um íslenska fótboltaævintýrið. Flest hitt efnið kom fram í dagsljósið í aðdraganda Evrópumótsins en Roger Bennett setti sitt innslag í loftið daginn áður að Ísland mætir Austurríki í lokaleik riðlakeppninnar þar sem sigur eða jafntefli skilar íslenska liðinu áfram í sextán liða úrslitin. Það er hinsvegar erfitt að finna flottari fyrirsögn á umfjöllun en þá hjá Roger Bennett á VICE Sports: Innslagið heitir: „The Vikings Who Shocked Ronaldo: The Unbelievable Rise of Iceland Soccer" eða „Víkingarnir sem sjokkeruðu Ronaldo: Ótrúleg upprisa íslenska fótboltans." Innslagið byrjar á viðtali við Heimi Hallgrímsson, landsliðsþjálfara. „Við erum ekki með her því við erum of fá til að hafa her. Ef við færum í stríð þá væri auðvelt að vinna okkur. Þetta lið er eiginlega okkar her," sagði Heimir í viðtalinu við Roger Bennett. Roger Bennett kynnir Ísland inn sem litlu þjóðina sem rauk upp FIFA-listann og varð að fámennustu þjóð til að tryggja sig inn á stórmót í knattspyrnu karla. Á meðan má sjá myndbrot frá bæði 1-1 jafnteflinu við Frakkaland 1998 og tapleiknum á móti Færeyjum 2009 auk svipmynda frá hinni ótrúlegu náttúru Íslands. Roger Bennett segist síðan hafa farið til Íslands til að ræða við leikmenn, þjálfara og stuðningsmenn til að finna út hvernig Íslendingar fóru að þessu. Þarna eru viðtöl við Guðmund Benediktsson, Geir Þorsteinsson, Aron Einar Gunnarsson, Lars Lagerbäck, Gylfa Þór Sigurðsson svo einhverjir séu nefndir. Það er hægt sjá þetta stórskemmtilega innslag Rogers Bennett hér fyrir neðan.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir „Takk kærlega Ísland fyrir Aron Jóhannsson“ Bandaríski sjónvarps- og fjölmiðlamaðurinn Roger Bennett er á Íslandi til að gera heimildamynd um íslenska fótboltaævintýrið. 26. maí 2016 19:23 Líkir íslenska fótboltaævintýrinu við sögur Southampton og Leicester Sjáðu allt viðtalið við breska sjónvarpsmanninn Roger Bennett sem er heillaður af íslenska fótboltaævintýrinu. 27. maí 2016 10:00 Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Fleiri fréttir Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Sjá meira
„Takk kærlega Ísland fyrir Aron Jóhannsson“ Bandaríski sjónvarps- og fjölmiðlamaðurinn Roger Bennett er á Íslandi til að gera heimildamynd um íslenska fótboltaævintýrið. 26. maí 2016 19:23
Líkir íslenska fótboltaævintýrinu við sögur Southampton og Leicester Sjáðu allt viðtalið við breska sjónvarpsmanninn Roger Bennett sem er heillaður af íslenska fótboltaævintýrinu. 27. maí 2016 10:00