Útganga Breta áfall fyrir heimsbyggðina að mati formanns Viðreisnar Bjarki Ármannsson skrifar 24. júní 2016 13:09 Viðreisn hefur lagt mikla áherslu á að aðildarviðræður Íslands við sambandið verði kláraðar en Benedikt segist ekki eiga von á því að málflutningur stuðningsmanna Evrópusambandsaðildar breytist mjög við útgöngu Breta. Vísir/Stefán „Maður getur ekki kvartað undan svona árangri,“ segir Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar. Flokkurinn var stofnaður fyrir akkúrat mánuði í dag en mælist í nýrri könnun Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands með 9,7 prósenta fylgi, örlítið meira en Framsóknarflokkurinn og Samfylkingin. „Ég hugsa að það sé fyrst og fremst vegna þess að mönnum finnst við hafa stefnu sem gengur upp,“ segir Benedikt, aðspurður hverju hann þakkar gott gengi Viðreisnar. „Þetta er þessi almenna frjálslyndisstefna. Menn eigi að stjórna sér sem mest sjálfir, en þó þannig að við erum ekki að skilja fólk eftir.“ Benedikt hefur í dag, líkt og margir aðrir, fylgst náið með nýjustu tíðindum frá Bretlandi, þar sem naumur meirihluti samþykkti í gær að yfirgefa Evrópusambandið. Viðreisn hefur lagt mikla áherslu á að aðildarviðræður Íslands við sambandið verði kláraðar en Benedikt segist ekki eiga von á því að málflutningur stuðningsmanna Evrópusambandsaðildar breytist mjög við útgöngu Breta.Sjá einnig: Hvað tekur nú við eftir ákvörðun Breta um að yfirgefa Evrópusambandið? „Auðvitað verða allir að fylgjast með því hvað gerist, hvaða áhrif þetta hefur á þróunina,“ segir hann. „En við sáum hvað gerðist þegar menn héldu að Bretarnir yrðu inni, þá ruku allir markaðir upp og pundið styrktist og menn höfðu mikla trú á Bretlandi. Þegar þeir fara út, gerist akkúrat öfugt. Það segir að minnsta kosti efnahagslega að menn telja að það sé betra að vera í þessu sambandi en utan þess. Þó auðvitað sé það meira en efnahagsbandalag.“ Benedikt segir útgöngu Breta áfall fyrir heimsbyggðina og mikla óvissu ríkja í stjórnmálum heimsins í kjölfarið. Hann segir ólíka nálgun Breta og Íslendinga varðandi þjóðaratkvæðagreiðslu um Evrópusambandsaðild athyglisverða. „Cameron lofaði því að svona kosningar yrðu haldnar. Honum hugnaðist kannski ekki endilega að það gæti farið á verri veg, en hann stóð við það. Á Íslandi lofa menn kosningum og standa ekki við það. Viðbrögð Cameron við niðurstöðunni eru kannski líka umhugsunarefni, hann stendur og fellur með þessari atkvæðagreiðslu þó hann hafi ekki lagt sjálfan sig að veði fyrirfram. Þetta eru óvenjuleg viðbrögð, að minnsta kosti miðað við Ísland.“ Brexit Tengdar fréttir Útganga Breta úr ESB muni hafa mikil áhrif á Ísland Dósent í stjórnmálafræði býst við að ákvörðun Breta um að ganga úr Evrópusambandinu muni hafa mikil áhrif á Ísland. 24. júní 2016 10:33 Lilja Dögg: Bretar að yfirgefa Evrópusambandið en alls ekki að yfirgefa Evrópu Lilja Dögg Alfreðsdóttir utanríkisráðherra segir að efnahagsleg tenging Breta við Evrópu og Ísland verði ekki frábrugðin því sem hún er í dag. 24. júní 2016 11:20 Viðreisn orðin stærri en Samfylking Sjálfstæðisflokkurinn dalar en Píratar eru enn stærstir. 24. júní 2016 09:49 Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Fleiri fréttir „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Sjá meira
„Maður getur ekki kvartað undan svona árangri,“ segir Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar. Flokkurinn var stofnaður fyrir akkúrat mánuði í dag en mælist í nýrri könnun Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands með 9,7 prósenta fylgi, örlítið meira en Framsóknarflokkurinn og Samfylkingin. „Ég hugsa að það sé fyrst og fremst vegna þess að mönnum finnst við hafa stefnu sem gengur upp,“ segir Benedikt, aðspurður hverju hann þakkar gott gengi Viðreisnar. „Þetta er þessi almenna frjálslyndisstefna. Menn eigi að stjórna sér sem mest sjálfir, en þó þannig að við erum ekki að skilja fólk eftir.“ Benedikt hefur í dag, líkt og margir aðrir, fylgst náið með nýjustu tíðindum frá Bretlandi, þar sem naumur meirihluti samþykkti í gær að yfirgefa Evrópusambandið. Viðreisn hefur lagt mikla áherslu á að aðildarviðræður Íslands við sambandið verði kláraðar en Benedikt segist ekki eiga von á því að málflutningur stuðningsmanna Evrópusambandsaðildar breytist mjög við útgöngu Breta.Sjá einnig: Hvað tekur nú við eftir ákvörðun Breta um að yfirgefa Evrópusambandið? „Auðvitað verða allir að fylgjast með því hvað gerist, hvaða áhrif þetta hefur á þróunina,“ segir hann. „En við sáum hvað gerðist þegar menn héldu að Bretarnir yrðu inni, þá ruku allir markaðir upp og pundið styrktist og menn höfðu mikla trú á Bretlandi. Þegar þeir fara út, gerist akkúrat öfugt. Það segir að minnsta kosti efnahagslega að menn telja að það sé betra að vera í þessu sambandi en utan þess. Þó auðvitað sé það meira en efnahagsbandalag.“ Benedikt segir útgöngu Breta áfall fyrir heimsbyggðina og mikla óvissu ríkja í stjórnmálum heimsins í kjölfarið. Hann segir ólíka nálgun Breta og Íslendinga varðandi þjóðaratkvæðagreiðslu um Evrópusambandsaðild athyglisverða. „Cameron lofaði því að svona kosningar yrðu haldnar. Honum hugnaðist kannski ekki endilega að það gæti farið á verri veg, en hann stóð við það. Á Íslandi lofa menn kosningum og standa ekki við það. Viðbrögð Cameron við niðurstöðunni eru kannski líka umhugsunarefni, hann stendur og fellur með þessari atkvæðagreiðslu þó hann hafi ekki lagt sjálfan sig að veði fyrirfram. Þetta eru óvenjuleg viðbrögð, að minnsta kosti miðað við Ísland.“
Brexit Tengdar fréttir Útganga Breta úr ESB muni hafa mikil áhrif á Ísland Dósent í stjórnmálafræði býst við að ákvörðun Breta um að ganga úr Evrópusambandinu muni hafa mikil áhrif á Ísland. 24. júní 2016 10:33 Lilja Dögg: Bretar að yfirgefa Evrópusambandið en alls ekki að yfirgefa Evrópu Lilja Dögg Alfreðsdóttir utanríkisráðherra segir að efnahagsleg tenging Breta við Evrópu og Ísland verði ekki frábrugðin því sem hún er í dag. 24. júní 2016 11:20 Viðreisn orðin stærri en Samfylking Sjálfstæðisflokkurinn dalar en Píratar eru enn stærstir. 24. júní 2016 09:49 Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Fleiri fréttir „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Sjá meira
Útganga Breta úr ESB muni hafa mikil áhrif á Ísland Dósent í stjórnmálafræði býst við að ákvörðun Breta um að ganga úr Evrópusambandinu muni hafa mikil áhrif á Ísland. 24. júní 2016 10:33
Lilja Dögg: Bretar að yfirgefa Evrópusambandið en alls ekki að yfirgefa Evrópu Lilja Dögg Alfreðsdóttir utanríkisráðherra segir að efnahagsleg tenging Breta við Evrópu og Ísland verði ekki frábrugðin því sem hún er í dag. 24. júní 2016 11:20
Viðreisn orðin stærri en Samfylking Sjálfstæðisflokkurinn dalar en Píratar eru enn stærstir. 24. júní 2016 09:49