Íslenskt lamb á kosningadegi Elín Albertsdóttir skrifar 25. júní 2016 10:00 Ólafur hefur staðið kosningavaktina í sjónvarpi í 30 ár. Hann er líka mikill matgæðingur og velur íslenskt lamb á kosningadegi. MYND/STEFÁN Það er kosningadagur með viðeigandi kosningasjónvarpi á RÚV og Stöð 2. Einn maður hefur manna oftast komið fram í kosningasjónvarpi, það er Ólafur Þ. Harðarson prófessor sem hefur rýnt í kosningatölur í sjónvarpi frá árinu 1986 eða í nákvæmlega 30 ár. Ólafur segir að komandi kosningakvöld verði skemmtilegt eins og alltaf. „Kannski hefur spennan um úrslit oft verið meiri en þetta er alltaf spennandi,“ segir hann. Ólafur segist fyrst hafa rýnt í kosningatölur við alþingiskosningarnar 1983 en þá í útvarpinu sem þá var á Skúlagötu. „Ég hef sinnt kosningasjónvarpi í átta sveitarstjórnarkosningum, átta alþingiskosningum, einhverjum þjóðaratkvæðagreiðslum og fyrir margt löngu einnig í breskum og bandarískum kosningum. Allt hjá RÚV,“ segir hann. „Kannanir sýna að enn horfir mikill meirihluti Íslendinga á kosningasjónvarp og margir gera sér líka glaðan dag og hlusta kannski ekki mjög grannt. Kosningadagar eru kannski ekki jafn miklir hátíðisdagar og fyrr, menn fara ekki endilega í sparifötin til að kjósa en það gildir líka um Óperuna. Íslenskar kosninganætur eru miklu meiri hátíð en í flestum nágrannalöndum enda var ákveðið fyrir nokkrum áratugum að færa kosningar frá sunnudegi til laugardags, aðallega til þess að menn gætu notið næturinnar,“ segir Ólafur. Þótt Ólafur sé fyrst og fremst prófessor við stjórnmálafræði í Háskóla Íslands er hann jafnframt mikill matgæðingur. Hann segir að frúin, Hjördís Smith, eldi þó oftast á heimilinu. „Ég elda stundum. Okkar uppáhaldsmatur er lambakjöt og fiskur. Við bjóðum oft í matarveislur en mættum samt gera meira af því,“ segir hann en þau hjónin eru í matarklúbbi sem hittist mánaðarlega.Lambahryggur á grillinu „Á forsetakosningadegi er viðeigandi að eta þjóðarrétt Íslendinga, lambið,“ segir Ólafur sem gefur lesendum uppskrift að grilluðum, feitum lambahrygg í tilefni dagsins. Ólafur segist velja feitasta og stærsta dilka-hrygginn sem fæst í búðinni. Hann stingur dálítil göt ofan í yfirborð hryggjarins (ca. 2ja sentímetra millibil) og treður hvítlaukssneiðum þar í. Því næst setur hann fersk rósmarínlauf í götin með hvítlauknum. Stráir síðan pipar og salti á hrygginn, allt eftir smekk. Best er að grilla kjötið á kolagrilli, Ólafur notar Weber-kolagrill og grillar kjötið í ca. klukkutíma, indirect grilling, en þá eru kolin höfð öðrum megin á botni grillsins en kjötið hinum megin eða kolin sitt hvorum megin við miðju og kjötið á miðju grilli. Ef um gasgrill er að ræða sem hefur þrjá brennara, þá er slökkt á miðbrennara og kjötið haft fyrir miðju. Meðlætið er eldað í einu formi. Kartöflur, venjulegar og sætar, gulrætur, laukur (venjulegur og rauður) og rótargrænmeti eftir smekk – sett í ofnskúffu og laugað í ólífuolíu. Haft í ofni við ca. 180 gráður uns tilbúið, um það bil klukkutíma. Svo eru alltaf rauðrófur og ORA grænar baunir og rabbarbarasulta. Líka má hafa stöppu með sætum kartöflum sem er gerð eins og venjuleg kartöflustappa og er lostæti. Ólafur grillar lambahrygginn „indirect“, það er að kolin eru ekki undir kjötinu. Bráðnauðsynlegt allíóli 6 hvítlauksrif 1 egg + 1 eggjarauða ½ teskeið saltMaukað í 3 mínútur í matvinnsluvél. Síðan er matarolíu og ólífuolíu hellt hægt og í mjórri bunu í matvinnsluvélina uns majonesið er orðið hæfilega þykkt. Þá er bætt í og hrært áfram í vélinni, safi úr ½ lime, pipar, ¼ teskeið harissa. Þegar allíóli-ið er tilbúið má blanda því saman við gríska jógúrt eftir smekk. Lambakjöt Uppskriftir Mest lesið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Fleiri fréttir Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira
Það er kosningadagur með viðeigandi kosningasjónvarpi á RÚV og Stöð 2. Einn maður hefur manna oftast komið fram í kosningasjónvarpi, það er Ólafur Þ. Harðarson prófessor sem hefur rýnt í kosningatölur í sjónvarpi frá árinu 1986 eða í nákvæmlega 30 ár. Ólafur segir að komandi kosningakvöld verði skemmtilegt eins og alltaf. „Kannski hefur spennan um úrslit oft verið meiri en þetta er alltaf spennandi,“ segir hann. Ólafur segist fyrst hafa rýnt í kosningatölur við alþingiskosningarnar 1983 en þá í útvarpinu sem þá var á Skúlagötu. „Ég hef sinnt kosningasjónvarpi í átta sveitarstjórnarkosningum, átta alþingiskosningum, einhverjum þjóðaratkvæðagreiðslum og fyrir margt löngu einnig í breskum og bandarískum kosningum. Allt hjá RÚV,“ segir hann. „Kannanir sýna að enn horfir mikill meirihluti Íslendinga á kosningasjónvarp og margir gera sér líka glaðan dag og hlusta kannski ekki mjög grannt. Kosningadagar eru kannski ekki jafn miklir hátíðisdagar og fyrr, menn fara ekki endilega í sparifötin til að kjósa en það gildir líka um Óperuna. Íslenskar kosninganætur eru miklu meiri hátíð en í flestum nágrannalöndum enda var ákveðið fyrir nokkrum áratugum að færa kosningar frá sunnudegi til laugardags, aðallega til þess að menn gætu notið næturinnar,“ segir Ólafur. Þótt Ólafur sé fyrst og fremst prófessor við stjórnmálafræði í Háskóla Íslands er hann jafnframt mikill matgæðingur. Hann segir að frúin, Hjördís Smith, eldi þó oftast á heimilinu. „Ég elda stundum. Okkar uppáhaldsmatur er lambakjöt og fiskur. Við bjóðum oft í matarveislur en mættum samt gera meira af því,“ segir hann en þau hjónin eru í matarklúbbi sem hittist mánaðarlega.Lambahryggur á grillinu „Á forsetakosningadegi er viðeigandi að eta þjóðarrétt Íslendinga, lambið,“ segir Ólafur sem gefur lesendum uppskrift að grilluðum, feitum lambahrygg í tilefni dagsins. Ólafur segist velja feitasta og stærsta dilka-hrygginn sem fæst í búðinni. Hann stingur dálítil göt ofan í yfirborð hryggjarins (ca. 2ja sentímetra millibil) og treður hvítlaukssneiðum þar í. Því næst setur hann fersk rósmarínlauf í götin með hvítlauknum. Stráir síðan pipar og salti á hrygginn, allt eftir smekk. Best er að grilla kjötið á kolagrilli, Ólafur notar Weber-kolagrill og grillar kjötið í ca. klukkutíma, indirect grilling, en þá eru kolin höfð öðrum megin á botni grillsins en kjötið hinum megin eða kolin sitt hvorum megin við miðju og kjötið á miðju grilli. Ef um gasgrill er að ræða sem hefur þrjá brennara, þá er slökkt á miðbrennara og kjötið haft fyrir miðju. Meðlætið er eldað í einu formi. Kartöflur, venjulegar og sætar, gulrætur, laukur (venjulegur og rauður) og rótargrænmeti eftir smekk – sett í ofnskúffu og laugað í ólífuolíu. Haft í ofni við ca. 180 gráður uns tilbúið, um það bil klukkutíma. Svo eru alltaf rauðrófur og ORA grænar baunir og rabbarbarasulta. Líka má hafa stöppu með sætum kartöflum sem er gerð eins og venjuleg kartöflustappa og er lostæti. Ólafur grillar lambahrygginn „indirect“, það er að kolin eru ekki undir kjötinu. Bráðnauðsynlegt allíóli 6 hvítlauksrif 1 egg + 1 eggjarauða ½ teskeið saltMaukað í 3 mínútur í matvinnsluvél. Síðan er matarolíu og ólífuolíu hellt hægt og í mjórri bunu í matvinnsluvélina uns majonesið er orðið hæfilega þykkt. Þá er bætt í og hrært áfram í vélinni, safi úr ½ lime, pipar, ¼ teskeið harissa. Þegar allíóli-ið er tilbúið má blanda því saman við gríska jógúrt eftir smekk.
Lambakjöt Uppskriftir Mest lesið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Fleiri fréttir Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira