Guðni og Halla efst: „Örlagarík og spennandi nótt framundan“ Birgir Olgeirsson skrifar 25. júní 2016 22:30 Halla Tómasdóttir og Guðni Th. Jóhannesson þegar fyrstu tölur voru kynntar. „Örlagarík og spennandi nótt framundan,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson þegar fyrstu tölur komu úr Suðurlandi en þar er mjög lítill munur á honum og Höllu Tómasdóttur. Þar er Guðni með 36,5 prósent, Halla með 35,0 prósent, Davíð með 14,2 prósent og Andri Snær fjórði með 6,9 prósent. Guðni sagði að ljóst væri að kosninganóttin verður meira spennandi en kannanir gáfu til kynna og spennandi nótt væri framundan. Hann sagði greinilegt að kannanir síðustu daga væru ekki að gefa upp sömu stöðu og er og það hafi komið á óvart því kannanir hafi hingað til verið í takt við úrslit kosninga. „Þetta kemur mér á óvart,“ sagði Halla og sagði þetta ánægjulega niðurstöðu og hún væri þakklát fólki í Suðurkjördæmi. Hún sagðist horfa bjartsýn fram á veginn. Davíð Oddsson sagði þetta vera merkilegar tölur og þær væru flottar fyrir Guðna og Höllu. Niðurstaðan með Höllu kæmi vissulega á óvart en hann sagði þetta vera glæsilega niðurstöðu fyrir þau tvö. Spurður hvort þetta væri ekki mikill ósigur fyrir hann, hafandi aldrei tapað kosningum ,sagði hann ekki hægt að taka sína fyrri sigra til baka, hann ætti þá sama hvað. Í Suðvesturkjördæmi er Guðni efstur með 10.750 atkvæði en Halla með 8.150 atkvæði. Guðni sagðist anda rólegra eftir að hafa séð þessar tölur, þær væru meira í takt við skoðanakannanir. Hann sagðist hafa kannski verið full varkár á lokaspretti baráttunnar og það skýri kannski fylgistapið miðað við kannanir. Halla sagði merkilegast við þetta að hún hafi verið spurð þegar hún mældist með lítið fylgi hvort hún ætlaði ekki að hætta og að þetta sýndi að þjóðin vildi ekki skoðanakannanir heldur að fá að kjósa á milli frambjóðenda. Forsetakosningar 2016 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Sjá meira
„Örlagarík og spennandi nótt framundan,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson þegar fyrstu tölur komu úr Suðurlandi en þar er mjög lítill munur á honum og Höllu Tómasdóttur. Þar er Guðni með 36,5 prósent, Halla með 35,0 prósent, Davíð með 14,2 prósent og Andri Snær fjórði með 6,9 prósent. Guðni sagði að ljóst væri að kosninganóttin verður meira spennandi en kannanir gáfu til kynna og spennandi nótt væri framundan. Hann sagði greinilegt að kannanir síðustu daga væru ekki að gefa upp sömu stöðu og er og það hafi komið á óvart því kannanir hafi hingað til verið í takt við úrslit kosninga. „Þetta kemur mér á óvart,“ sagði Halla og sagði þetta ánægjulega niðurstöðu og hún væri þakklát fólki í Suðurkjördæmi. Hún sagðist horfa bjartsýn fram á veginn. Davíð Oddsson sagði þetta vera merkilegar tölur og þær væru flottar fyrir Guðna og Höllu. Niðurstaðan með Höllu kæmi vissulega á óvart en hann sagði þetta vera glæsilega niðurstöðu fyrir þau tvö. Spurður hvort þetta væri ekki mikill ósigur fyrir hann, hafandi aldrei tapað kosningum ,sagði hann ekki hægt að taka sína fyrri sigra til baka, hann ætti þá sama hvað. Í Suðvesturkjördæmi er Guðni efstur með 10.750 atkvæði en Halla með 8.150 atkvæði. Guðni sagðist anda rólegra eftir að hafa séð þessar tölur, þær væru meira í takt við skoðanakannanir. Hann sagðist hafa kannski verið full varkár á lokaspretti baráttunnar og það skýri kannski fylgistapið miðað við kannanir. Halla sagði merkilegast við þetta að hún hafi verið spurð þegar hún mældist með lítið fylgi hvort hún ætlaði ekki að hætta og að þetta sýndi að þjóðin vildi ekki skoðanakannanir heldur að fá að kjósa á milli frambjóðenda.
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Sjá meira