Halla: „Til hamingju Guðni og Eliza“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 26. júní 2016 00:49 Halla Tómasdóttir ásamt fjölskyldu sinni á kosningavökunni. vísir/anton brink „Nú verðið þið að hætta ef ég á ekki að fara að gráta,“ sagði Halla Tómasdóttir klökk undir dynjandi lófaklappi stuðningsmanna sinna þegar hún mætti á sína eigin kosningavöku. Miðað við fyrstu tölur úr öllum kjördæmum verður Halla í öðru sæti frambjóðendanna níu í kjöri til forseta Íslands. Lengi vel mældist Halla með afar lítið fylgi en eftir því sem á leið sótti hún í sig veðrið og virðist nú vega með um þrjátíu prósent á landsvísu. „Við lögðum af stað viðvangingar í framboðsmálum og höfðum fjögur G að leiðarljósi. Það var gagn, gleði og gagnsæi um allar spurningar sem myndu vakna því þannig myndar maður traust. Og við ætluðum að taka „girl-power“ á þetta alla leið.“ Halla sagði að það orð sem væri henni efst í huga væri þakklæti. Hún væri þakklát fyrir þroskann sem fólst í framboðsferlinu og fyrir börnin sín sem höfðu staðið sig eins og hetjur. Þá var hún þakklát fyrir manninn sinn og sagði að engin kona væri betur gift. Þá velti hún upp þeim möguleika að skrifa bók sem gæti borið heitið „Frá „Ætlarðu að hætta?“ yfir í 30%“. Frambjóðandinn sagði að hún myndi taka við möguleikum á titlum í allt kvöld.? „Kæru vinir. Þetta er ekki tími fyrir ræðuhöld. Til hamingju Guðni og Eliza, þið verðið ykkur og þjóð til sóma. Ég, og við, munum styðja við ykkur á hvern þann hátt sem ég get og gera það heilshugar,“ sagði Halla Tómasdóttir. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Forsetakosningar 2016 í beinni: Íslendingar kjósa nýjan forseta Níu eru í framboði til forseta Íslands en kosningarnar fara fram í dag, 25. júní. 25. júní 2016 09:00 „Ég held að sigurinn sé í höfn“ Guðni Th. Jóhannesson fagnar sigri á afmælisdegi sínum. 26. júní 2016 00:19 Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Rosalega íslensk umræða“ Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Fleiri fréttir Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sjá meira
„Nú verðið þið að hætta ef ég á ekki að fara að gráta,“ sagði Halla Tómasdóttir klökk undir dynjandi lófaklappi stuðningsmanna sinna þegar hún mætti á sína eigin kosningavöku. Miðað við fyrstu tölur úr öllum kjördæmum verður Halla í öðru sæti frambjóðendanna níu í kjöri til forseta Íslands. Lengi vel mældist Halla með afar lítið fylgi en eftir því sem á leið sótti hún í sig veðrið og virðist nú vega með um þrjátíu prósent á landsvísu. „Við lögðum af stað viðvangingar í framboðsmálum og höfðum fjögur G að leiðarljósi. Það var gagn, gleði og gagnsæi um allar spurningar sem myndu vakna því þannig myndar maður traust. Og við ætluðum að taka „girl-power“ á þetta alla leið.“ Halla sagði að það orð sem væri henni efst í huga væri þakklæti. Hún væri þakklát fyrir þroskann sem fólst í framboðsferlinu og fyrir börnin sín sem höfðu staðið sig eins og hetjur. Þá var hún þakklát fyrir manninn sinn og sagði að engin kona væri betur gift. Þá velti hún upp þeim möguleika að skrifa bók sem gæti borið heitið „Frá „Ætlarðu að hætta?“ yfir í 30%“. Frambjóðandinn sagði að hún myndi taka við möguleikum á titlum í allt kvöld.? „Kæru vinir. Þetta er ekki tími fyrir ræðuhöld. Til hamingju Guðni og Eliza, þið verðið ykkur og þjóð til sóma. Ég, og við, munum styðja við ykkur á hvern þann hátt sem ég get og gera það heilshugar,“ sagði Halla Tómasdóttir.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Forsetakosningar 2016 í beinni: Íslendingar kjósa nýjan forseta Níu eru í framboði til forseta Íslands en kosningarnar fara fram í dag, 25. júní. 25. júní 2016 09:00 „Ég held að sigurinn sé í höfn“ Guðni Th. Jóhannesson fagnar sigri á afmælisdegi sínum. 26. júní 2016 00:19 Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Rosalega íslensk umræða“ Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Fleiri fréttir Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sjá meira
Forsetakosningar 2016 í beinni: Íslendingar kjósa nýjan forseta Níu eru í framboði til forseta Íslands en kosningarnar fara fram í dag, 25. júní. 25. júní 2016 09:00
„Ég held að sigurinn sé í höfn“ Guðni Th. Jóhannesson fagnar sigri á afmælisdegi sínum. 26. júní 2016 00:19