Nýr forseti hylltur: Mannfjöldinn söng afmælissönginn fyrir Guðna Th. Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 26. júní 2016 16:15 Stuðningsmenn Guðna Th. Jóhannessonar, nýkjörins forseta Íslands, komu saman við heimili hans að Tjarnarstíg 11 á Seltjarnarnesi og hylltu hann nú síðdegis. „Góðir Íslendingar og kæru vinir, ég heilsa ykkur og þakka sem nýkjörinn forseti Íslands,“ sagði Guðni. „Með ykkar hjálp heiti ég því að leggja mig allan fram í því mikla embætti sem ég tek senn við.“ Guðni kom út á svalir heimilis síns undir dynjandi lófaklappi nokkur hundruð stuðningsmanna sem lagt höfðu leið sína að heimili Guðna og Elizu eiginkonu hans en þau komu á svalirnar ásamt börnum sínum og elstu dóttir Guðna. Eliza bauð alla velkomna áður en hún kynnti næsta forseta Íslands, eiginmann sinn, Guðna. Að lokinni stuttri tölu Guðna þar sem hann þakkaði stuðninginn sungu viðstaddir fyrir hann afmælissönginn en hann á 48 ára afmæli í dag. Að því loknu tók Guðni á móti blómvendi áður en hann hélt í garð sinn þar sem hann ræddi við stuðningsmenn sína. Segja má að hefð hafi skapast fyrir því að stuðningsmenn nýkjörins forseta geri slíkt þar sem Vigdís Finnbogadóttir var hyllt við heimili sitt á Aragötu 1980 og Ólafur Ragnar Grímsson var hylltur sömuleiðis við heimili sitt á Seltjarnarnesi árið 1996. Guðni fór með sigur af hólmi í forsetakosningunum sem fram fóru í gær en hann hlaut 39,1 prósent atkvæða. Á morgun heldur Guðni ásamt fjölskyldu sinni til Frakklands þar sem þau ætla að sjá leik Íslands og Englands í 16-liða úrslitum EM í knattspyrnu karla.Um nokkur hundruð manns mættu við heimili Guðna.Vísir/AntonBörnin fylgdust með á meðan Guðni ávarpaði fjöldann. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Fát kom á nýja forsetann þegar fyrstu tölur voru kynntar Fjölmiðlar kíktu til Guðna Th. í morgun. Börn hans höfðu meiri áhuga á afmælisköku hans en nýja embættinu. 26. júní 2016 13:15 Guðni Th. Jóhannesson er nýr forseti Íslands Þegar lokatölur liggja fyrir í fimm kjördæmum af sex er Guðni með rúmlega tíu prósenta forskot á Höllu Tómasdóttur. 26. júní 2016 08:42 Sagnfræðingurinn Guðni Th. segist vera að upplifa ótrúlega sögu Þegar Vísir náði tali af Guðna Th. Jóhannessyni sagnfræðingi sem verður að öllum líkindum næsti forseti Íslands var hann staddur á kosningavöku með stuðningsmönnum sínum á Grand Hóteli í Reykjavík. 26. júní 2016 01:44 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Sjá meira
Stuðningsmenn Guðna Th. Jóhannessonar, nýkjörins forseta Íslands, komu saman við heimili hans að Tjarnarstíg 11 á Seltjarnarnesi og hylltu hann nú síðdegis. „Góðir Íslendingar og kæru vinir, ég heilsa ykkur og þakka sem nýkjörinn forseti Íslands,“ sagði Guðni. „Með ykkar hjálp heiti ég því að leggja mig allan fram í því mikla embætti sem ég tek senn við.“ Guðni kom út á svalir heimilis síns undir dynjandi lófaklappi nokkur hundruð stuðningsmanna sem lagt höfðu leið sína að heimili Guðna og Elizu eiginkonu hans en þau komu á svalirnar ásamt börnum sínum og elstu dóttir Guðna. Eliza bauð alla velkomna áður en hún kynnti næsta forseta Íslands, eiginmann sinn, Guðna. Að lokinni stuttri tölu Guðna þar sem hann þakkaði stuðninginn sungu viðstaddir fyrir hann afmælissönginn en hann á 48 ára afmæli í dag. Að því loknu tók Guðni á móti blómvendi áður en hann hélt í garð sinn þar sem hann ræddi við stuðningsmenn sína. Segja má að hefð hafi skapast fyrir því að stuðningsmenn nýkjörins forseta geri slíkt þar sem Vigdís Finnbogadóttir var hyllt við heimili sitt á Aragötu 1980 og Ólafur Ragnar Grímsson var hylltur sömuleiðis við heimili sitt á Seltjarnarnesi árið 1996. Guðni fór með sigur af hólmi í forsetakosningunum sem fram fóru í gær en hann hlaut 39,1 prósent atkvæða. Á morgun heldur Guðni ásamt fjölskyldu sinni til Frakklands þar sem þau ætla að sjá leik Íslands og Englands í 16-liða úrslitum EM í knattspyrnu karla.Um nokkur hundruð manns mættu við heimili Guðna.Vísir/AntonBörnin fylgdust með á meðan Guðni ávarpaði fjöldann.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Fát kom á nýja forsetann þegar fyrstu tölur voru kynntar Fjölmiðlar kíktu til Guðna Th. í morgun. Börn hans höfðu meiri áhuga á afmælisköku hans en nýja embættinu. 26. júní 2016 13:15 Guðni Th. Jóhannesson er nýr forseti Íslands Þegar lokatölur liggja fyrir í fimm kjördæmum af sex er Guðni með rúmlega tíu prósenta forskot á Höllu Tómasdóttur. 26. júní 2016 08:42 Sagnfræðingurinn Guðni Th. segist vera að upplifa ótrúlega sögu Þegar Vísir náði tali af Guðna Th. Jóhannessyni sagnfræðingi sem verður að öllum líkindum næsti forseti Íslands var hann staddur á kosningavöku með stuðningsmönnum sínum á Grand Hóteli í Reykjavík. 26. júní 2016 01:44 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Sjá meira
Fát kom á nýja forsetann þegar fyrstu tölur voru kynntar Fjölmiðlar kíktu til Guðna Th. í morgun. Börn hans höfðu meiri áhuga á afmælisköku hans en nýja embættinu. 26. júní 2016 13:15
Guðni Th. Jóhannesson er nýr forseti Íslands Þegar lokatölur liggja fyrir í fimm kjördæmum af sex er Guðni með rúmlega tíu prósenta forskot á Höllu Tómasdóttur. 26. júní 2016 08:42
Sagnfræðingurinn Guðni Th. segist vera að upplifa ótrúlega sögu Þegar Vísir náði tali af Guðna Th. Jóhannessyni sagnfræðingi sem verður að öllum líkindum næsti forseti Íslands var hann staddur á kosningavöku með stuðningsmönnum sínum á Grand Hóteli í Reykjavík. 26. júní 2016 01:44