Hlutabréf í bílafyrirtækjum hríðfalla í kjölfar Brexit Finnur Thorlacius skrifar 27. júní 2016 09:26 Hlutabréfaverð í mörgum bílafyrirtækjum hafa hríðfallið í kjölfar Brexit. Þau eru ýmis áhrifin sem tilvonandi brotthvarf Bretlands úr Evrópusambandinu hafa. Miklar hræringar hafa orðið á hlutabréfamörkuðum síðan úrslitin voru kunn og hafa bílaframleiðendur heimsins ekki farið varhluta af því. Miklar lækkanir hafa orðið hjá þeim flestum og Fiat Chrysler Automobiles orðið harðast úti en hlutabréf þess féllu um 12,3%. Hlutabréf Toyota féllu um 8,6%, Nissan um 8,1%, Ford um 5,9%, Volkswagen um 5,5%, Honda um 4,5%, General Motors 3,8%, Tesla um 1,8% og Hyundai um 1,0%. Það eru því alls ekki bara í breskum bílafyrirtækjum sem hlutabréf hafa lækkað, en mörg þau bílafyrirtæki sem framleiða bíla í Bretlandi eru erlend og flest bresku bílamerkin eru í eigu annarra erlendra bílaframleiðenda. Hlutabréf í mörgum stórum fyrirtækjum sem selja íhluti í bíla féllu einnig hressilega og dæmi um það eru BorgWarner (-10,2%), Tenneco (10,5%) Delphi (10,6%) og Penske (10,2%). Brexit Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent
Þau eru ýmis áhrifin sem tilvonandi brotthvarf Bretlands úr Evrópusambandinu hafa. Miklar hræringar hafa orðið á hlutabréfamörkuðum síðan úrslitin voru kunn og hafa bílaframleiðendur heimsins ekki farið varhluta af því. Miklar lækkanir hafa orðið hjá þeim flestum og Fiat Chrysler Automobiles orðið harðast úti en hlutabréf þess féllu um 12,3%. Hlutabréf Toyota féllu um 8,6%, Nissan um 8,1%, Ford um 5,9%, Volkswagen um 5,5%, Honda um 4,5%, General Motors 3,8%, Tesla um 1,8% og Hyundai um 1,0%. Það eru því alls ekki bara í breskum bílafyrirtækjum sem hlutabréf hafa lækkað, en mörg þau bílafyrirtæki sem framleiða bíla í Bretlandi eru erlend og flest bresku bílamerkin eru í eigu annarra erlendra bílaframleiðenda. Hlutabréf í mörgum stórum fyrirtækjum sem selja íhluti í bíla féllu einnig hressilega og dæmi um það eru BorgWarner (-10,2%), Tenneco (10,5%) Delphi (10,6%) og Penske (10,2%).
Brexit Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent