Tími kominn til að huga að frjálsri verslun og hagvexti Lars Christensen skrifar 29. júní 2016 10:15 Það fóru höggbylgjur um fjármálamarkaðina á föstudaginn eftir að íbúar Bretlands kusu að yfirgefa Evrópusambandið. Á því leikur enginn vafi að niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar er meiriháttar sögulegur viðburður, en hvernig þetta endar allt saman er enn algerlega óráðið. Á því leikur enginn vafi að þetta mun hafa efnahagslegar afleiðingar, en um leið er ástæða til róa sig aðeins. Já, þetta er pólitískt áfall og það skapar verulega óvissu, og það í sjálfu sér er líklegt til að hafa neikvæð skammtímaáhrif á evrópskan hagvöxt. Seðlabanki Evrópu (ECB), einkum og sér í lagi, og aðrir seðlabankar í Evrópu ættu að bregðast við þessu áfalli með því að slaka á peningamálastefnunni. Þannig hafa verðbólguvæntingar á evrusvæðinu fallið enn lengra undir 2% markmið ECB, sem eru sannarlega ekki góðar fréttir, en það er fyrst og fremst vegna þess að ECB skortir trúverðugleika frekar en vegna Brexit-kosninganna sjálfra.Norsk lausn fyrir Bretland? Þótt enn sé mikil óvissa um stjórnmálaástandið í Bretlandi þar sem bæði Íhaldsflokkurinn og Verkamannaflokkurinn eru klofnir í herðar niður, virðist líklegast að þegar nýr forsætisráðherra verður skipaður og ný ríkisstjórn verður mynduð í Bretlandi muni sú ríkisstjórn hefja samningaviðræður við Evrópusambandið um brotthvarf úr sambandinu. Raunveruleikinn gæti hins vegar – vonandi – verið sá að Bretland verði á margan hátt áfram í Evrópusambandinu í þeim skilningi að ný ríkisstjórn reyni að ná samningi um að Bretland verði áfram hluti af innri markaðnum á sama hátt og Ísland, Noregur og Sviss eru í dag. Ef hægt er að semja um slíka lausn verða langtímaafleiðingar Brexit fyrir Bretland og fyrir allt hagkerfi Evrópu takmarkaðar. Þegar allt kemur til alls er helsti ávinningurinn af Evrópusambandinu einmitt frjáls verslun á milli Evrópulandanna.Við verðum að berjast gegn þjóðernishyggju með hagvexti Að því sögðu er einnig raunveruleg hætta á að þjóðernissinnuð og popúlísk öfl í Evrópu nái nú jafnvel enn meiri pólitískum áhrifum og það gæti leitt til þess að fleiri lönd yfirgefi Evrópusambandið, og í versta tilfelli er hætta á aukinni verndarstefnu í Evrópu. Helsti árangur Evrópusambandsins hefur verið að tryggja frjálsa flutninga á vörum, fjármagni og vinnuafli, og afturkippur í þeim efnum yrði að mínu mati mjög neikvæður fyrir alla Evrópubúa – bæði innan Evrópusambandsins og utan þess. Þess vegna er það mjög mikilvægt fyrir frið og velmegun í Evrópu að þjóðernishyggja og verndarstefna fái ekki að sigra, og að mínu mati er besta leiðin til að stöðva þessa tilhneigingu í gegnum hagvöxt. Það er þannig ljóst að aukin tilhneiging til þjóðernishyggju og popúlisma stafar að miklum hluta af því að ekki hefur tekist að koma hagvexti af stað í Evrópu eftir 2008. Þess vegna verða frjálslynd lýðræðisöfl um alla Evrópu að taka höndum saman um að auka hagvöxt í Evrópu. Kjarninn í slíkri stefnu ætti að vera meiri – ekki minni – frjáls verslun og efnahagslegar umbætur. Enn fremur er það mjög mikilvægt að Seðlabanki Evrópu stígi fram og færi loksins evrusvæðið burt frá verðhjöðnunarhyldýpinu með því að slaka enn frekar á peningamálastefnunni. Núna stafar mest hætta af verðhjöðnun og við þekkjum öll þær sorglegu pólitísku afleiðingar, eins og á 4. áratug síðustu aldar, sem geta orðið þegar verðhjöðnun er leyft að dýpka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brexit Lars Christensen Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun
Það fóru höggbylgjur um fjármálamarkaðina á föstudaginn eftir að íbúar Bretlands kusu að yfirgefa Evrópusambandið. Á því leikur enginn vafi að niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar er meiriháttar sögulegur viðburður, en hvernig þetta endar allt saman er enn algerlega óráðið. Á því leikur enginn vafi að þetta mun hafa efnahagslegar afleiðingar, en um leið er ástæða til róa sig aðeins. Já, þetta er pólitískt áfall og það skapar verulega óvissu, og það í sjálfu sér er líklegt til að hafa neikvæð skammtímaáhrif á evrópskan hagvöxt. Seðlabanki Evrópu (ECB), einkum og sér í lagi, og aðrir seðlabankar í Evrópu ættu að bregðast við þessu áfalli með því að slaka á peningamálastefnunni. Þannig hafa verðbólguvæntingar á evrusvæðinu fallið enn lengra undir 2% markmið ECB, sem eru sannarlega ekki góðar fréttir, en það er fyrst og fremst vegna þess að ECB skortir trúverðugleika frekar en vegna Brexit-kosninganna sjálfra.Norsk lausn fyrir Bretland? Þótt enn sé mikil óvissa um stjórnmálaástandið í Bretlandi þar sem bæði Íhaldsflokkurinn og Verkamannaflokkurinn eru klofnir í herðar niður, virðist líklegast að þegar nýr forsætisráðherra verður skipaður og ný ríkisstjórn verður mynduð í Bretlandi muni sú ríkisstjórn hefja samningaviðræður við Evrópusambandið um brotthvarf úr sambandinu. Raunveruleikinn gæti hins vegar – vonandi – verið sá að Bretland verði á margan hátt áfram í Evrópusambandinu í þeim skilningi að ný ríkisstjórn reyni að ná samningi um að Bretland verði áfram hluti af innri markaðnum á sama hátt og Ísland, Noregur og Sviss eru í dag. Ef hægt er að semja um slíka lausn verða langtímaafleiðingar Brexit fyrir Bretland og fyrir allt hagkerfi Evrópu takmarkaðar. Þegar allt kemur til alls er helsti ávinningurinn af Evrópusambandinu einmitt frjáls verslun á milli Evrópulandanna.Við verðum að berjast gegn þjóðernishyggju með hagvexti Að því sögðu er einnig raunveruleg hætta á að þjóðernissinnuð og popúlísk öfl í Evrópu nái nú jafnvel enn meiri pólitískum áhrifum og það gæti leitt til þess að fleiri lönd yfirgefi Evrópusambandið, og í versta tilfelli er hætta á aukinni verndarstefnu í Evrópu. Helsti árangur Evrópusambandsins hefur verið að tryggja frjálsa flutninga á vörum, fjármagni og vinnuafli, og afturkippur í þeim efnum yrði að mínu mati mjög neikvæður fyrir alla Evrópubúa – bæði innan Evrópusambandsins og utan þess. Þess vegna er það mjög mikilvægt fyrir frið og velmegun í Evrópu að þjóðernishyggja og verndarstefna fái ekki að sigra, og að mínu mati er besta leiðin til að stöðva þessa tilhneigingu í gegnum hagvöxt. Það er þannig ljóst að aukin tilhneiging til þjóðernishyggju og popúlisma stafar að miklum hluta af því að ekki hefur tekist að koma hagvexti af stað í Evrópu eftir 2008. Þess vegna verða frjálslynd lýðræðisöfl um alla Evrópu að taka höndum saman um að auka hagvöxt í Evrópu. Kjarninn í slíkri stefnu ætti að vera meiri – ekki minni – frjáls verslun og efnahagslegar umbætur. Enn fremur er það mjög mikilvægt að Seðlabanki Evrópu stígi fram og færi loksins evrusvæðið burt frá verðhjöðnunarhyldýpinu með því að slaka enn frekar á peningamálastefnunni. Núna stafar mest hætta af verðhjöðnun og við þekkjum öll þær sorglegu pólitísku afleiðingar, eins og á 4. áratug síðustu aldar, sem geta orðið þegar verðhjöðnun er leyft að dýpka.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun