Skýrslur teknar hjá Móður jörð Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 15. júní 2016 07:00 Hjónin Eymundur Magnússon og Eygló Ólafsdóttir hvetja til þess að notkun sjálfboðaliðasamtaka á borð við WWOOF verði leyfð hér á landi. vísir/Valli AFL, Vinnumálastofnun og starfsmenn Ríkisskattstjóra fóru í síðustu viku í Vallanes til þess að kanna aðstæður verkafólks við búið Móðir Jörð. Á staðnum voru fimm sjálfboðaliðar við garðyrkjustörf, flestir erlendir og nýkomnir. Í tilkynningu Afls kemur fram að forráðamenn Móður Jarðar hafi sagt sjálfboðaliðana á vegum samtaka sem sendi fólk víða um heim til að vinna sjálfboðastörf, svo sem við umhverfisvæna jarðrækt. Einnig kom fram í skýringum þeirra að um einhvers konar námssamninga væri að ræða. Lögregla tók skýrslu af sjálfboðaliðum. Lögð verður fram kæra vegna málsins vegna brota á reglum um atvinnu útlendinga. Austurfrétt fjallaði um málið fyrr í mánuðinum, en 11.júní sendu forsvarsmenn lífræna búsins í Vallanesi, Eymundur Magnússon og Eygló Björk Ólafsdóttir, frá sér yfirlýsingu og saka AFL Starfsgreinafélag um dylgjur. Þau nýti sér starfsemi sjálfboðaliðasamtaka, WWOOF, sem séu viðurkennd í öðrum löndum. Samtökin veiti mikilvægan stuðning við lífrænan landbúnað. „Við teljum mikilvægt að þessari tegund sjálfboðaliðastarfs sé fundinn farvegur innan kerfisins,“ segir í yfirlýsingu þeirra. Þess má geta að Svíþjóð, Noregur og Danmörk taka þátt í WWOOF samstarfi. Sverrir Mar Albertsson hjá Afli segir sjálfboðaliðastörf í þjónustugreinum og landbúnaði eins og faraldur um þessar mundir og meinsemd á íslenskum vinnumarkaði. „Við höfum samið um lágmarkskjör í landbúnaði sem á að virða,“ segir hann. Félagsleg undirboð verði ekki liðin.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. júní. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
AFL, Vinnumálastofnun og starfsmenn Ríkisskattstjóra fóru í síðustu viku í Vallanes til þess að kanna aðstæður verkafólks við búið Móðir Jörð. Á staðnum voru fimm sjálfboðaliðar við garðyrkjustörf, flestir erlendir og nýkomnir. Í tilkynningu Afls kemur fram að forráðamenn Móður Jarðar hafi sagt sjálfboðaliðana á vegum samtaka sem sendi fólk víða um heim til að vinna sjálfboðastörf, svo sem við umhverfisvæna jarðrækt. Einnig kom fram í skýringum þeirra að um einhvers konar námssamninga væri að ræða. Lögregla tók skýrslu af sjálfboðaliðum. Lögð verður fram kæra vegna málsins vegna brota á reglum um atvinnu útlendinga. Austurfrétt fjallaði um málið fyrr í mánuðinum, en 11.júní sendu forsvarsmenn lífræna búsins í Vallanesi, Eymundur Magnússon og Eygló Björk Ólafsdóttir, frá sér yfirlýsingu og saka AFL Starfsgreinafélag um dylgjur. Þau nýti sér starfsemi sjálfboðaliðasamtaka, WWOOF, sem séu viðurkennd í öðrum löndum. Samtökin veiti mikilvægan stuðning við lífrænan landbúnað. „Við teljum mikilvægt að þessari tegund sjálfboðaliðastarfs sé fundinn farvegur innan kerfisins,“ segir í yfirlýsingu þeirra. Þess má geta að Svíþjóð, Noregur og Danmörk taka þátt í WWOOF samstarfi. Sverrir Mar Albertsson hjá Afli segir sjálfboðaliðastörf í þjónustugreinum og landbúnaði eins og faraldur um þessar mundir og meinsemd á íslenskum vinnumarkaði. „Við höfum samið um lágmarkskjör í landbúnaði sem á að virða,“ segir hann. Félagsleg undirboð verði ekki liðin.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. júní.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent