Helgi Hrafn hélt þrumuræðu um mál Eze Okafor Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 1. júní 2016 16:27 Helgi Hrafn helgaði eina ræðu sína á Alþingi í dag Eze Okafor. Vísir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, tjáði sig um málefni hælisleitandans Eze Okafor á þingi í dag og varð Píratanum heitt í hamsi. Hann hélt þrumuræðu yfir þingsal um málefnið og ljóst er að honum misbýður það hvernig yfirvöld hafa komið fram við Eze. „Mig langar aðeins að fjalla um það sem aðrir háttvirtir þingmenn hafa nefnt í sambandi við Eze Okafor sem var nauðugur sendur úr landi. Gegn sínum vilja. Var tekinn með valdi,“ sagði Helgi Hrafn. Eze var fluttur úr landi í síðustu viku til Svíþjóðar. Þaðan verður hann fluttur til Nígeríu.Frá mótmælafundinum í innanríkisráðuneytinu í gær.Vísir/AntonEze hefur búið á Íslandi í fjögur ár og hafði kærunefnd útlendingamála úrskurðað að ekki væri lengur hægt að úrskurða í máli hans á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Þrátt fyrir þetta var honum vísað úr landi á grundvelli hennar að því er fram hefur komið í máli samtakanna No Borders sem hafa gagnrýnt brottvísunina harðlega. Boðað var til mótmæla í innanríkisráðuneytinu í gær vegna þess að Ólöf Nordal innanríkisráðherra neitaði að funda með hópnum þar sem hún sagðist ekki getað tjáð sig um einstök mál. Sjá einnig: Boða til mótmæla vegna þess að Ólöf Nordal vill ekki ræða mál EzeStjórnvöld hafa heimild til að líta til sanngirnissjónarmiða „Stundum þá nefni ég það eins og margir að það er ekki alltaf við Útlendingastofnun að sakast. Stundum eru lögin einfaldlega ómanneskjuleg, á köflum eru þau það. En það hrannast upp dæmin með tímanum þar sem maður skilur ekki, jafnvel út frá gildandi lögum, hvernig í ósköpunum mönnum dettur í hug að vinna svona. Það er við Útlendingastofnun að sakast, það er við stjórnmálamenn að sakast varðandi hvernig farið er í málum eins og máli Eze,“ sagði Helgi. Helgi sagðist skilja að erfitt væri fyrir stofnanir og stjórnmálamenn að fjalla um einstaka mál. „En þetta eru einstaka mál, þetta eru einstaklingar. Við berum ábyrgð á þeim,“ sagði Helgi og sló í pontu. Hann benti á að víða væru heimildir í lögum sem gerðu stofnunum og stjórnvöldum kleift að vísa til sanngirnissjónarmiða þegar teknar væru ákvarðanir um hælisveitingar og annað. Dyflinnarreglugerðin væri heimild en ekki skylda eins og íslensk stjórnvöld virðast hafa kosið að túlka hana. „Eze bjó hér í fjögur ár. Hann á vini hérna og hann á hér líf. Hvers vegna í ósköpunum er hann ekki hér á þessu landi? Það er kominn tími til að við tökum okkur saman í andlitinu og hættum að koma fram við þetta fólk eins og dýr.“ Flóttamenn Tengdar fréttir Mótmæltu brottvísun Eze: Vill sjá rannsókn á ferlinu sem leiddi til ólöglegrar brottvísunar "Við ætlum samt að mæta á fund, láta rödd okkar heyrast og koma okkar kröfum á framfæri,“ segir Jórunn Edda Helgadóttir en innanríkisráðherra vill ekki funda um einstök mál. 31. maí 2016 13:51 Eze Okafor: "Ég var niðurlægður af lögreglunni“ Samtökin Ekki fleiri brottvísanir birtu í kvöld viðtal við Eze Okafor sem tekið var við hann eftir komuna til Svíþjóðar. Hann segir lögregluna hafa beitt sig líkamlegu og andlegu ofbeldi. 28. maí 2016 22:54 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Sjá meira
Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, tjáði sig um málefni hælisleitandans Eze Okafor á þingi í dag og varð Píratanum heitt í hamsi. Hann hélt þrumuræðu yfir þingsal um málefnið og ljóst er að honum misbýður það hvernig yfirvöld hafa komið fram við Eze. „Mig langar aðeins að fjalla um það sem aðrir háttvirtir þingmenn hafa nefnt í sambandi við Eze Okafor sem var nauðugur sendur úr landi. Gegn sínum vilja. Var tekinn með valdi,“ sagði Helgi Hrafn. Eze var fluttur úr landi í síðustu viku til Svíþjóðar. Þaðan verður hann fluttur til Nígeríu.Frá mótmælafundinum í innanríkisráðuneytinu í gær.Vísir/AntonEze hefur búið á Íslandi í fjögur ár og hafði kærunefnd útlendingamála úrskurðað að ekki væri lengur hægt að úrskurða í máli hans á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Þrátt fyrir þetta var honum vísað úr landi á grundvelli hennar að því er fram hefur komið í máli samtakanna No Borders sem hafa gagnrýnt brottvísunina harðlega. Boðað var til mótmæla í innanríkisráðuneytinu í gær vegna þess að Ólöf Nordal innanríkisráðherra neitaði að funda með hópnum þar sem hún sagðist ekki getað tjáð sig um einstök mál. Sjá einnig: Boða til mótmæla vegna þess að Ólöf Nordal vill ekki ræða mál EzeStjórnvöld hafa heimild til að líta til sanngirnissjónarmiða „Stundum þá nefni ég það eins og margir að það er ekki alltaf við Útlendingastofnun að sakast. Stundum eru lögin einfaldlega ómanneskjuleg, á köflum eru þau það. En það hrannast upp dæmin með tímanum þar sem maður skilur ekki, jafnvel út frá gildandi lögum, hvernig í ósköpunum mönnum dettur í hug að vinna svona. Það er við Útlendingastofnun að sakast, það er við stjórnmálamenn að sakast varðandi hvernig farið er í málum eins og máli Eze,“ sagði Helgi. Helgi sagðist skilja að erfitt væri fyrir stofnanir og stjórnmálamenn að fjalla um einstaka mál. „En þetta eru einstaka mál, þetta eru einstaklingar. Við berum ábyrgð á þeim,“ sagði Helgi og sló í pontu. Hann benti á að víða væru heimildir í lögum sem gerðu stofnunum og stjórnvöldum kleift að vísa til sanngirnissjónarmiða þegar teknar væru ákvarðanir um hælisveitingar og annað. Dyflinnarreglugerðin væri heimild en ekki skylda eins og íslensk stjórnvöld virðast hafa kosið að túlka hana. „Eze bjó hér í fjögur ár. Hann á vini hérna og hann á hér líf. Hvers vegna í ósköpunum er hann ekki hér á þessu landi? Það er kominn tími til að við tökum okkur saman í andlitinu og hættum að koma fram við þetta fólk eins og dýr.“
Flóttamenn Tengdar fréttir Mótmæltu brottvísun Eze: Vill sjá rannsókn á ferlinu sem leiddi til ólöglegrar brottvísunar "Við ætlum samt að mæta á fund, láta rödd okkar heyrast og koma okkar kröfum á framfæri,“ segir Jórunn Edda Helgadóttir en innanríkisráðherra vill ekki funda um einstök mál. 31. maí 2016 13:51 Eze Okafor: "Ég var niðurlægður af lögreglunni“ Samtökin Ekki fleiri brottvísanir birtu í kvöld viðtal við Eze Okafor sem tekið var við hann eftir komuna til Svíþjóðar. Hann segir lögregluna hafa beitt sig líkamlegu og andlegu ofbeldi. 28. maí 2016 22:54 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Sjá meira
Mótmæltu brottvísun Eze: Vill sjá rannsókn á ferlinu sem leiddi til ólöglegrar brottvísunar "Við ætlum samt að mæta á fund, láta rödd okkar heyrast og koma okkar kröfum á framfæri,“ segir Jórunn Edda Helgadóttir en innanríkisráðherra vill ekki funda um einstök mál. 31. maí 2016 13:51
Eze Okafor: "Ég var niðurlægður af lögreglunni“ Samtökin Ekki fleiri brottvísanir birtu í kvöld viðtal við Eze Okafor sem tekið var við hann eftir komuna til Svíþjóðar. Hann segir lögregluna hafa beitt sig líkamlegu og andlegu ofbeldi. 28. maí 2016 22:54
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent