Vilja sækja um aðild Íslands að evrópsku geimvísindastofnuninni Jóhann Óli Eiðsson skrifar 1. júní 2016 23:17 Helgi Hrafn Gunnarsson er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. vísir/gva Þrettán þingmenn hafa lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis að utanríkisráðherra skuli sækja um aðild Íslands að Geimvísindastofnun Evrópu. Fyrsti flutningsmaður tillögunnar er Píratinn Helgi Hrafn Gunnarsson. Geimvísindastofnun Evrópu var sett á laggirnar árið 1975 og eru aðildarríki hennar nú 22 talsins. Öll Norðurlöndin eru aðilar að ESA, að frátöldu Íslandi. Helstu verkefni stofnunarinnar lúta m.a. að framkvæmd og útfærslu langtímastefnu í geimvísindum og tillögum um sameiginleg markmið aðildarríkjanna í geimvísindum sem og annarra alþjóðastofnana. Í greinargerð með tillögunni segir að mikil þörf sé á að stjórnvöld móti atvinnustefnu á Íslandi með nýjum vaxtartækifærum svo vel menntað vinnuafl nýtist til fulls. Með aðild að stofnuninni sé hægt að efla atvinnumöguleika á sviði tækni og vísinda hér á landi. „Tillagan felur í sér aukningu á útgjöldum ríkissjóðs en sú aukning ætti að skila sér til baka í formi verkefna sem síðan styðja við innlendar rannsóknir, ásamt því að veita ný menntunar- og atvinnutækifæri til frambúðar,“ segir meðal annars í greinargerðinni sem lesa má í heild sinni hér. Allir þingmenn Pírata standa að tillögunni. Þá koma níu þingmenn úr öðrum stjórnarandstöðuflokkum, þrír úr hverjum þeirra. Vilhjálmur Árnason, Sjálfstæðisflokki, er eini meðflutningsmaður meirihlutans.Leiðrétt: Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar sagði í fyrirsögn að ályktunin sneri að Geimferðastofnun Evrópu. Það er rangnefni sem hefur nú verið leiðrétt. Alþingi Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent Fleiri fréttir Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Sjá meira
Þrettán þingmenn hafa lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis að utanríkisráðherra skuli sækja um aðild Íslands að Geimvísindastofnun Evrópu. Fyrsti flutningsmaður tillögunnar er Píratinn Helgi Hrafn Gunnarsson. Geimvísindastofnun Evrópu var sett á laggirnar árið 1975 og eru aðildarríki hennar nú 22 talsins. Öll Norðurlöndin eru aðilar að ESA, að frátöldu Íslandi. Helstu verkefni stofnunarinnar lúta m.a. að framkvæmd og útfærslu langtímastefnu í geimvísindum og tillögum um sameiginleg markmið aðildarríkjanna í geimvísindum sem og annarra alþjóðastofnana. Í greinargerð með tillögunni segir að mikil þörf sé á að stjórnvöld móti atvinnustefnu á Íslandi með nýjum vaxtartækifærum svo vel menntað vinnuafl nýtist til fulls. Með aðild að stofnuninni sé hægt að efla atvinnumöguleika á sviði tækni og vísinda hér á landi. „Tillagan felur í sér aukningu á útgjöldum ríkissjóðs en sú aukning ætti að skila sér til baka í formi verkefna sem síðan styðja við innlendar rannsóknir, ásamt því að veita ný menntunar- og atvinnutækifæri til frambúðar,“ segir meðal annars í greinargerðinni sem lesa má í heild sinni hér. Allir þingmenn Pírata standa að tillögunni. Þá koma níu þingmenn úr öðrum stjórnarandstöðuflokkum, þrír úr hverjum þeirra. Vilhjálmur Árnason, Sjálfstæðisflokki, er eini meðflutningsmaður meirihlutans.Leiðrétt: Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar sagði í fyrirsögn að ályktunin sneri að Geimferðastofnun Evrópu. Það er rangnefni sem hefur nú verið leiðrétt.
Alþingi Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent Fleiri fréttir Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Sjá meira