Nissan umhverfisvænt með hjálp sólarrafhlaða og vindmylla Finnur Thorlacius skrifar 2. júní 2016 11:25 Vindmyllur og sólarrafhlöður við hlið samsetningarverksmiðju Nissan í Sunderland. Nissan starfrækir stærstu bílaverksmiðju í Bretlandi í Sunderland. Þar vinna 6.700 manns við að setja saman Nissan Leaf, Qashqai, Juke, Note og Infinity Q30 og QX30 bíla. Við verksmiðjuna hefur Nissan sett upp risastórt sólarorkuver með 19.000 sólarpanelum sem framleiða 4,75 megavött af orku en þar eru einnig 10 stórar vindmyllur sem framleiða 6,6 megavött. Afl vindmyllanna ásamt sólarorkuverinu dugar til framleiðslu 31.374 bíla á ári. Með allri þessari umhverfisvænu orku hefur Nissan tekist að koma í veg fyrir losun á 3.000 tonnum af koltvísýringi (CO2) á hverju ári og munar um minna. Þrátt fyrir allt þetta mikla afl þessara umhverfisvænu orkugjafa nemur afl þeirra aðeins 7% af heildarorkuþörf verksmiðjunnar, en tilvist þeirra er samt skref í rétta átt. Margir aðrir bílaframleiðendur hafa farið sömu leið við samsetningarverksmiðjur sínar og keppast að því að framleiðsla þeirra sé sem umhverfisvænust. Með því sýna þau í verki að fyrirtækin leiti ekki bara allra leiða til að framleiða umhverfisvæna bíla heldur einnig við framleiðslu þeirra. Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent
Nissan starfrækir stærstu bílaverksmiðju í Bretlandi í Sunderland. Þar vinna 6.700 manns við að setja saman Nissan Leaf, Qashqai, Juke, Note og Infinity Q30 og QX30 bíla. Við verksmiðjuna hefur Nissan sett upp risastórt sólarorkuver með 19.000 sólarpanelum sem framleiða 4,75 megavött af orku en þar eru einnig 10 stórar vindmyllur sem framleiða 6,6 megavött. Afl vindmyllanna ásamt sólarorkuverinu dugar til framleiðslu 31.374 bíla á ári. Með allri þessari umhverfisvænu orku hefur Nissan tekist að koma í veg fyrir losun á 3.000 tonnum af koltvísýringi (CO2) á hverju ári og munar um minna. Þrátt fyrir allt þetta mikla afl þessara umhverfisvænu orkugjafa nemur afl þeirra aðeins 7% af heildarorkuþörf verksmiðjunnar, en tilvist þeirra er samt skref í rétta átt. Margir aðrir bílaframleiðendur hafa farið sömu leið við samsetningarverksmiðjur sínar og keppast að því að framleiðsla þeirra sé sem umhverfisvænust. Með því sýna þau í verki að fyrirtækin leiti ekki bara allra leiða til að framleiða umhverfisvæna bíla heldur einnig við framleiðslu þeirra.
Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent