Guðni um leiðara Moggans: „Liggur í hlutarins eðli að okkur greinir á“ Birgir Olgeirsson skrifar 2. júní 2016 11:39 Guðni Th. Jóhannesson. Vísir/Hanna „Ég kveinka mér ekkert undan þessu,“ segir Guðni Th. Jóhannesson forsetaframbjóðandi um leiðara Morgunblaðsins í dag þar sem honum er líkt við forsetaefni Repúblikanaflokksins Donald Trump. „Það liggur í hlutarins eðli að okkur greinir á, mig og ritstjóra Morgunblaðsins,“ segir Guðni en annar af ritstjórum Morgunblaðsins er Davíð Oddsson sem er einmitt einnig í forsetaframboði. Davíð er þó í sumarleyfi frá ritstjórastörfum á meðan hann er í framboði og fer því Haraldur Johannessen með ritstjóravaldið einn á meðan.Davíð Oddsson. Vísir/Anton BrinkLeiðari Morgunblaðsins ber yfirskriftina „Árásir á fjölmiðla“ en þar er rakið hvernig það hefur reynst Donald Trump vel að ráðast á fjölmiðla í kosningabaráttu sinni. Er Guðni síðan sagður hafa veist að Morgunblaðinu í fyrirlestri sem hann hélt í gær á vegum málþings Háskóla Íslands þar sem hann fjallaði um þorskastríðin sem hann hefur rannsakað sem sagnfræðingur. Svaraði Guðni Staksteinum Morgunblaðsins í vikunni og furðaði sig á þögn fjölmiðilsins þegar kæmi að umfjöllun um að 40 ár eru liðin frá lokum þorskastríðanna. Guðni segist ekki taka þessa gagnrýni Morgunblaðsins inn á sig. „Nei, ég bara leyfi þeim að halda því fram sem þeir vilja. Ég hef enga sérstaka skoðun á þessu truflar mig ekki neitt.“ Í Morgunblaðinu í dag er rætt við Jón Atla Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, þar sem hann spurður hvort það sé eðlilegt að Guðni Th. hafi tekið þátt í þessu málþingi í gær í ljósi þess að hann er forsetaframbjóðandi. Jón Atli segir tilvik Guðna vera einstakt en full ástæða sé til að Háskóli Íslands setji sér viðmið. „Verklag um það hvenær fólk kemur fram fyrir hönd háskólans og hvenær það gerir það ekki,“ er haft eftir Jóni Atla í Morgunblaðinu. Guðni segir í samtali við Vísi að undirbúningur málþingsins hófst í byrjun árs. Það var haldið af sagnfræðingafélagi Háskóla Íslands þar sem Guðni situr í stjórn og fékk það virtan erlendan fræðimann til að taka þátt. „Háskólinn má aldrei einangrast og ég myndi fagna því ef Andri Snær talaði á málþingi á vegum skólans sem eru á hans sérsviði og Halla um þátttöku kvenna í atvinnulífi. Látum fílabeinsturninn ekki útiloka þátttöku háskólans í samfélagsumræðum.“ Donald Trump Forsetakosningar 2016 Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Sjá meira
„Ég kveinka mér ekkert undan þessu,“ segir Guðni Th. Jóhannesson forsetaframbjóðandi um leiðara Morgunblaðsins í dag þar sem honum er líkt við forsetaefni Repúblikanaflokksins Donald Trump. „Það liggur í hlutarins eðli að okkur greinir á, mig og ritstjóra Morgunblaðsins,“ segir Guðni en annar af ritstjórum Morgunblaðsins er Davíð Oddsson sem er einmitt einnig í forsetaframboði. Davíð er þó í sumarleyfi frá ritstjórastörfum á meðan hann er í framboði og fer því Haraldur Johannessen með ritstjóravaldið einn á meðan.Davíð Oddsson. Vísir/Anton BrinkLeiðari Morgunblaðsins ber yfirskriftina „Árásir á fjölmiðla“ en þar er rakið hvernig það hefur reynst Donald Trump vel að ráðast á fjölmiðla í kosningabaráttu sinni. Er Guðni síðan sagður hafa veist að Morgunblaðinu í fyrirlestri sem hann hélt í gær á vegum málþings Háskóla Íslands þar sem hann fjallaði um þorskastríðin sem hann hefur rannsakað sem sagnfræðingur. Svaraði Guðni Staksteinum Morgunblaðsins í vikunni og furðaði sig á þögn fjölmiðilsins þegar kæmi að umfjöllun um að 40 ár eru liðin frá lokum þorskastríðanna. Guðni segist ekki taka þessa gagnrýni Morgunblaðsins inn á sig. „Nei, ég bara leyfi þeim að halda því fram sem þeir vilja. Ég hef enga sérstaka skoðun á þessu truflar mig ekki neitt.“ Í Morgunblaðinu í dag er rætt við Jón Atla Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, þar sem hann spurður hvort það sé eðlilegt að Guðni Th. hafi tekið þátt í þessu málþingi í gær í ljósi þess að hann er forsetaframbjóðandi. Jón Atli segir tilvik Guðna vera einstakt en full ástæða sé til að Háskóli Íslands setji sér viðmið. „Verklag um það hvenær fólk kemur fram fyrir hönd háskólans og hvenær það gerir það ekki,“ er haft eftir Jóni Atla í Morgunblaðinu. Guðni segir í samtali við Vísi að undirbúningur málþingsins hófst í byrjun árs. Það var haldið af sagnfræðingafélagi Háskóla Íslands þar sem Guðni situr í stjórn og fékk það virtan erlendan fræðimann til að taka þátt. „Háskólinn má aldrei einangrast og ég myndi fagna því ef Andri Snær talaði á málþingi á vegum skólans sem eru á hans sérsviði og Halla um þátttöku kvenna í atvinnulífi. Látum fílabeinsturninn ekki útiloka þátttöku háskólans í samfélagsumræðum.“
Donald Trump Forsetakosningar 2016 Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Sjá meira