Leiðin til Bessastaða: Telur mikilvægt að forsetinn sé skráður í þjóðkirkjuna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. júní 2016 09:00 Guðrún Margrét Pálsdóttir hjúkrunarfræðingur býður sig fram til forseta því hún trúir því að hún eigi erindi við þjóðina. Hún segist þrá að sjá íslensku þjóðina blómstra og að hún geti orðið öðrum þjóðum til blessunar. Verði hún forseti verður hennar fyrsta verk að opna Bessastaðakirkju og halda þar reglulegar bænastundir til að biðja fyrir þjóðinni. Guðrún Margrét er fyrsti forsetaframbjóðandinn sem kemur í forsetaviðtal Vísis og Stöðvar 2. Var öllum frambjóðendum boðið að koma í viðtal hjá Gunnari Atla Gunnarssyni fréttamanni. Í þessari viku og þeirri næstu verða viðtölin birt í heild sinni hér á Vísi en auk þess verður frétt upp úr hverju viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2. Eitt viðtal mun birtast á dag og var dregið um röðina til að gæta sanngirni.Rætur þjóðarinnar liggi í kristninni Eitt af því sem Guðrún Margrét hefur lagt áherslu á í sinni kosningabaráttu er að Íslendingar gleymi ekki kristnu arfleiðinni. Hún segir að þetta sé mikilvægt þar sem kristin trú sé ein af rótum þjóðarinnar, líkt og tungumálið. „Við erum kristin þjóð og verið það í yfir þúsund ár. Fyrstu landnemarnir á undan hefðbundnu landnámi voru náttúrulega írsku munkarnir sem voru hér og komu hér að biðja fyrir landinu. Ég held að við þurfum að leggja mikla áherslu á að glata ekki þessum rótum af því að það að eiga trú og eiga svona rætur það er mjög mikilvægt. Öll gildin okkar eru úr þessum rótum, hátíðisdagarnir, þjóðsöngurinn, fáninn tímatalið okkar við erum samofin þessum rótum og ef við ætlum að týna rótunum þá erum við svolítið eins og rótlaus,“ segir Guðrún Margrét.Ætlar að biðja fyrir þjóðinni Aðspurð hvort hún telji mikilvægt að forsetinn sé í þjóðkirkjunni svarar hún játandi en það liggur fyrir að sá frambjóðandi sem mest fylgis nýtur samkvæmt skoðanakönnunum stendur utan trúfélaga. „Mér finnst það mikilvægt af því að samkvæmt stjórnarskránni er hann verndari kirkjunnar og á að styðja hana sem hluti af ríkisvaldinu. Að sjálfsögðu getur hann gert það án þess að vera skráður í þjóðkirkjuna en sem sameiningartákn þá finnst mér það mikilvægt.“ Guðrún Margrét segir að hennar fyrsta verk ef hún yrði kjörin forseti væri að þakka traustið en síðan myndi hún vilja opna Bessastaðakirkju. „Ég myndi vilja hafa þar bænastund og jafnvel reglulegar bænastundir þar sem beðið er fyrir þjóðinni. Ég veit að það er mjög margt fólk sem biður fyrir þjóðinni og það er alltaf gott að koma saman og biðja fyrir þjóðinni. Eins og ég sé það er mikil þörf og mörgum sem líður mjög illa á þessu landi. Kvíði og þunglyndi er vaxandi og fólk er fast í alls konar í fíknum. Það veitir ekki af því að biðja fyrir því,“ segir Guðrún Margrét.Viðtalið við Guðrúnu Margréti má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Forsetakosningar 2016 Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
Guðrún Margrét Pálsdóttir hjúkrunarfræðingur býður sig fram til forseta því hún trúir því að hún eigi erindi við þjóðina. Hún segist þrá að sjá íslensku þjóðina blómstra og að hún geti orðið öðrum þjóðum til blessunar. Verði hún forseti verður hennar fyrsta verk að opna Bessastaðakirkju og halda þar reglulegar bænastundir til að biðja fyrir þjóðinni. Guðrún Margrét er fyrsti forsetaframbjóðandinn sem kemur í forsetaviðtal Vísis og Stöðvar 2. Var öllum frambjóðendum boðið að koma í viðtal hjá Gunnari Atla Gunnarssyni fréttamanni. Í þessari viku og þeirri næstu verða viðtölin birt í heild sinni hér á Vísi en auk þess verður frétt upp úr hverju viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2. Eitt viðtal mun birtast á dag og var dregið um röðina til að gæta sanngirni.Rætur þjóðarinnar liggi í kristninni Eitt af því sem Guðrún Margrét hefur lagt áherslu á í sinni kosningabaráttu er að Íslendingar gleymi ekki kristnu arfleiðinni. Hún segir að þetta sé mikilvægt þar sem kristin trú sé ein af rótum þjóðarinnar, líkt og tungumálið. „Við erum kristin þjóð og verið það í yfir þúsund ár. Fyrstu landnemarnir á undan hefðbundnu landnámi voru náttúrulega írsku munkarnir sem voru hér og komu hér að biðja fyrir landinu. Ég held að við þurfum að leggja mikla áherslu á að glata ekki þessum rótum af því að það að eiga trú og eiga svona rætur það er mjög mikilvægt. Öll gildin okkar eru úr þessum rótum, hátíðisdagarnir, þjóðsöngurinn, fáninn tímatalið okkar við erum samofin þessum rótum og ef við ætlum að týna rótunum þá erum við svolítið eins og rótlaus,“ segir Guðrún Margrét.Ætlar að biðja fyrir þjóðinni Aðspurð hvort hún telji mikilvægt að forsetinn sé í þjóðkirkjunni svarar hún játandi en það liggur fyrir að sá frambjóðandi sem mest fylgis nýtur samkvæmt skoðanakönnunum stendur utan trúfélaga. „Mér finnst það mikilvægt af því að samkvæmt stjórnarskránni er hann verndari kirkjunnar og á að styðja hana sem hluti af ríkisvaldinu. Að sjálfsögðu getur hann gert það án þess að vera skráður í þjóðkirkjuna en sem sameiningartákn þá finnst mér það mikilvægt.“ Guðrún Margrét segir að hennar fyrsta verk ef hún yrði kjörin forseti væri að þakka traustið en síðan myndi hún vilja opna Bessastaðakirkju. „Ég myndi vilja hafa þar bænastund og jafnvel reglulegar bænastundir þar sem beðið er fyrir þjóðinni. Ég veit að það er mjög margt fólk sem biður fyrir þjóðinni og það er alltaf gott að koma saman og biðja fyrir þjóðinni. Eins og ég sé það er mikil þörf og mörgum sem líður mjög illa á þessu landi. Kvíði og þunglyndi er vaxandi og fólk er fast í alls konar í fíknum. Það veitir ekki af því að biðja fyrir því,“ segir Guðrún Margrét.Viðtalið við Guðrúnu Margréti má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira