Stór mál bíða afgreiðslu Snærós Sindradóttir skrifar 4. júní 2016 07:00 Sigurður Ingi Jóhannsson og Bjarni Benediktsson tilkynntu þann 6. apríl síðastliðinn að kosningar yrðu í haust. Þeir hafa síðan þurft að margítreka að þeir hyggist standa við stóru orðin. Þingflokksformaður Framsóknar segir vilja til að flýta kosningum en dagsetning þeirra velti á hvenær þingmálalisti ríkisstjórnarinnar sé tæmdur. Fréttablaðið/Ernir Búvörusamningar, Samgönguáætlun, tollasamningar, LÍN frumvarp og ríkisfjármálaáætlun er á meðal stóru málanna sem stjórnarflokkarnir hyggjast klára á sumarþinginu í ágúst. Þá hefur utanríkisráðherra lýst yfir vilja til að klára fullgildingu Loftslagssamkomulags Sameinuðu þjóðanna á kjörtímabilinu. Eitthvað mun bætast við af frumvörpum sem eru liður í losun gjaldeyrishafta. Alþingi kemur aftur saman 15.ágúst. Þá stefnir Framsóknarflokkurinn að því að frumvarp um verðtryggingu verði lagt fram. Allt kapp verður lagt á að klára það frumvarp á þeim tíu vikum sem eru til stefnu. Í næstu viku er nefndavika hjá Alþingi og aftur strax eftir verslunarmannahelgi. Um búvörusamninga ríkir ekki einhugur. Samningarnir, eins og þeir standa núna, gilda í tíu ár og ganga langt. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, hefur látið hafa eftir sér að hún muni aldrei samþykkja samninginn.Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru fleiri þingmenn Sjálfstæðisflokksins á sama máli og setja það sem skilyrði fyrir samþykkt samningsins að tollasamningur við Evrópusambandið verði samþykktur um leið. Tollasamningurinn gengur út á að fella niður tolla á unnar landbúnaðarvörur, svo sem súkkulaði. Þá verði þeir lækkaðir eða felldir niður á óunnum landbúnaðarvörum á borð við villibráð og ýmsu grænmeti. Ríkisstjórnarflokkarnir ætla sér sömuleiðis að klára samgönguáætlun en sitjandi ríkisstjórn hefur hingað til ekki samþykkt slíka áætlun. Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður VG, skrifaði grein í Bændablaðinu í apríl og sagði plaggið ónýtt. „Málaflokkurinn er síst betur staddur hvað fjárveitingar snertir en á erfiðustu árunum eftir hrun.“ Að lokum má nefna frumvarp um Lánasjóð íslenskra námsmanna sem kynnt var í lok maímánaðar, sem og frumvarp um aðgerðir gegn skattaskjólum sem unnið er að frumkvæði efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. Ásmundur Einar Daðason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, segir að þessi mál verði að klárast áður en gengið verður til kosninga. Fyrir liggur að þingmenn Framsóknar eru tregir til að ganga til kosninga og enn hefur ekki verið gefin út dagsetning á kjördegi. „Við höfum sagt að það eigi að vera mögulegt bæði að flýta þeim málum sem ríkisstjórnin ætlar að klára á þessu kjörtímabili og kjósa fyrr. Þetta tvennt geti farið saman en það verði þá líka að fara saman. Það eru ekki bara kosningar í haust, það er líka þannig að menn ætla að klára þau mál sem við ætlum að klára,“ segir Ásmundur. Þetta segir Ásmundur aðspurður ekki vera hótun gegn stjórnarandstöðunni svo hún hagi sér vel og hleypi málum nokkuð auðveldlega í gegn. „Það liggur fyrir að ríkisstjórnin hefur umboð til 26. apríl 2017. Ríkisstjórnin fer ekki í kosningar án þess að vera búin með þau mál sem hún ætlaði sér að klára. Það felst engin hótun í því. Það hefur gengið vel að afgreiða mál og engin ástæða til að ætla að það verði einhver breyting á því.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. júní. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fleiri fréttir Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun Sjá meira
Búvörusamningar, Samgönguáætlun, tollasamningar, LÍN frumvarp og ríkisfjármálaáætlun er á meðal stóru málanna sem stjórnarflokkarnir hyggjast klára á sumarþinginu í ágúst. Þá hefur utanríkisráðherra lýst yfir vilja til að klára fullgildingu Loftslagssamkomulags Sameinuðu þjóðanna á kjörtímabilinu. Eitthvað mun bætast við af frumvörpum sem eru liður í losun gjaldeyrishafta. Alþingi kemur aftur saman 15.ágúst. Þá stefnir Framsóknarflokkurinn að því að frumvarp um verðtryggingu verði lagt fram. Allt kapp verður lagt á að klára það frumvarp á þeim tíu vikum sem eru til stefnu. Í næstu viku er nefndavika hjá Alþingi og aftur strax eftir verslunarmannahelgi. Um búvörusamninga ríkir ekki einhugur. Samningarnir, eins og þeir standa núna, gilda í tíu ár og ganga langt. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, hefur látið hafa eftir sér að hún muni aldrei samþykkja samninginn.Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru fleiri þingmenn Sjálfstæðisflokksins á sama máli og setja það sem skilyrði fyrir samþykkt samningsins að tollasamningur við Evrópusambandið verði samþykktur um leið. Tollasamningurinn gengur út á að fella niður tolla á unnar landbúnaðarvörur, svo sem súkkulaði. Þá verði þeir lækkaðir eða felldir niður á óunnum landbúnaðarvörum á borð við villibráð og ýmsu grænmeti. Ríkisstjórnarflokkarnir ætla sér sömuleiðis að klára samgönguáætlun en sitjandi ríkisstjórn hefur hingað til ekki samþykkt slíka áætlun. Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður VG, skrifaði grein í Bændablaðinu í apríl og sagði plaggið ónýtt. „Málaflokkurinn er síst betur staddur hvað fjárveitingar snertir en á erfiðustu árunum eftir hrun.“ Að lokum má nefna frumvarp um Lánasjóð íslenskra námsmanna sem kynnt var í lok maímánaðar, sem og frumvarp um aðgerðir gegn skattaskjólum sem unnið er að frumkvæði efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. Ásmundur Einar Daðason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, segir að þessi mál verði að klárast áður en gengið verður til kosninga. Fyrir liggur að þingmenn Framsóknar eru tregir til að ganga til kosninga og enn hefur ekki verið gefin út dagsetning á kjördegi. „Við höfum sagt að það eigi að vera mögulegt bæði að flýta þeim málum sem ríkisstjórnin ætlar að klára á þessu kjörtímabili og kjósa fyrr. Þetta tvennt geti farið saman en það verði þá líka að fara saman. Það eru ekki bara kosningar í haust, það er líka þannig að menn ætla að klára þau mál sem við ætlum að klára,“ segir Ásmundur. Þetta segir Ásmundur aðspurður ekki vera hótun gegn stjórnarandstöðunni svo hún hagi sér vel og hleypi málum nokkuð auðveldlega í gegn. „Það liggur fyrir að ríkisstjórnin hefur umboð til 26. apríl 2017. Ríkisstjórnin fer ekki í kosningar án þess að vera búin með þau mál sem hún ætlaði sér að klára. Það felst engin hótun í því. Það hefur gengið vel að afgreiða mál og engin ástæða til að ætla að það verði einhver breyting á því.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. júní.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fleiri fréttir Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun Sjá meira