Hafna því að handritið hafi verið skrifað fyrirfram Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. júní 2016 16:39 Forsvarsmenn Reykjavík Media, Kastljóss, ICIJ - Alþjóðasamtökum rannsóknarblaðamanna og Uppdrag Granskning SVT hafna því alfarið að handrit að hinu fræga viðtali við Sigmund Davíð Gunnlaugsson hafi verið skrifað fyrirfram. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem send út var í dag vegna fullyrðinga Sigmundar Davíðs á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins í dag þess eðlis að handrit viðtalsins hafi verið skrifað fyrirfram og markmið þess verið það að koma höggi á sig og Framsóknarflokkinn. Þessu er alfarið hafnað í yfirlýsingu RME, Kastljóss, ICIJ og UG SVT. Þar segir að Sigmundi Davíð hafi ítrekað verið boðið að koma fram í viðtali til að útskýra aðkomu sína að Wintris inc. „Handrit þáttarins byggði á þeim upplýsingum sem þá lágu fyrir. Hefði Sigmundur Davíð þegið ítrekuð boð um að koma fram í viðtali til að útskýra aðkomu sína að Wintris Inc, hefði handrit og uppbygging þáttarins án efa orðið öðruvísi,“ segir í yfirlýsingunni.Sjá einnig: Sigmundur Davíð opnaði sig um viðtalið fræga: „Snerist um að koma höggi á flokkinn í gegnum mig“Sigmundur Davíð sagði einnig að eftir að viðtalið var tekið, þann 11. mars síðastliðinn, hafi hann og aðstoðarmenn sínir verið uppteknir við að afla gagna og svara spurningum frá blaðamönnunum. Sagði hann að sú gagnaöflun hefði verið að ósk þeirra blaðamanna sem stóðu að viðtalinu en tilgangurinn með gagnaöfluninni hefði í raun verið að halda sér og sínum uppteknum. Þessu er einnig hafnað í yfirlýsingunni þar sem greint er frá því að Sigmundi Davíð hafi ítrekað verið boðið í viðtal, eftir viðtalið fræga, til þess að útskýra aðkomu sína að Wintris. „Strax eftir viðtalið 11. mars var óskað eftir öðru viðtali við Sigmund Davíð Gunnlaugsson þáverandi forsætisráðherra. Það var gert með formlegum hætti í samtali við aðstoðarmann hans, Jóhannes Þór Skúlason,“ segir í yfirlýsingunni.Sjá einnig: Þverneitaði fyrir að hafa selt hlutinn í Wintris á einn dollaraBirta blaðamennirnir tölvupósta því til sönnunar. Segja þeir að Sigmundi Davíð hafi alls verið boðið sex sinnum í viðtal.„Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fékk því margítrekuð tækifæri til að útskýra aðkomu sína og eiginkonu sinnar að aflandsfélaginu Wintris Inc, sem hann kaus að gera ekki,“ segir í yfirlýsingunni. Þá greina þeir frá því að strax eftir viðtalið í Ráðherrabústaðnum hafi upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar óskað eftir því að þeim hluta viðtalsins sem sneri að Wintris inc. yrði eytt út. Ekki var orðið við þeirri beiðni. Viðtalið var tekið við ráðherrann í tengslum við umfjöllun Alþjóðasamtaka blaðamanna um eignir stjórnmálamanna í skattaskjólum en fyrsti hluti umfjöllunar birtist í kvöld og er Ísland í brennidepli en fjallað var um málið í sérstökum Kastljósþætti á RÚV. Gekk Sigmundur út úr viðtalinu eftir að gengið var á hann varðandi aflandsfélagið Wintris. Skömmu seinna sagði hann af sér sem forsætisráðherra. Panama-skjölin Tengdar fréttir Sigmundur Davíð opnaði sig um viðtalið fræga: „Snerist um að koma höggi á flokkinn í gegnum mig“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hélt ræðu á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins í dag. 4. júní 2016 12:47 Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Fleiri fréttir Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Sjá meira
Forsvarsmenn Reykjavík Media, Kastljóss, ICIJ - Alþjóðasamtökum rannsóknarblaðamanna og Uppdrag Granskning SVT hafna því alfarið að handrit að hinu fræga viðtali við Sigmund Davíð Gunnlaugsson hafi verið skrifað fyrirfram. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem send út var í dag vegna fullyrðinga Sigmundar Davíðs á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins í dag þess eðlis að handrit viðtalsins hafi verið skrifað fyrirfram og markmið þess verið það að koma höggi á sig og Framsóknarflokkinn. Þessu er alfarið hafnað í yfirlýsingu RME, Kastljóss, ICIJ og UG SVT. Þar segir að Sigmundi Davíð hafi ítrekað verið boðið að koma fram í viðtali til að útskýra aðkomu sína að Wintris inc. „Handrit þáttarins byggði á þeim upplýsingum sem þá lágu fyrir. Hefði Sigmundur Davíð þegið ítrekuð boð um að koma fram í viðtali til að útskýra aðkomu sína að Wintris Inc, hefði handrit og uppbygging þáttarins án efa orðið öðruvísi,“ segir í yfirlýsingunni.Sjá einnig: Sigmundur Davíð opnaði sig um viðtalið fræga: „Snerist um að koma höggi á flokkinn í gegnum mig“Sigmundur Davíð sagði einnig að eftir að viðtalið var tekið, þann 11. mars síðastliðinn, hafi hann og aðstoðarmenn sínir verið uppteknir við að afla gagna og svara spurningum frá blaðamönnunum. Sagði hann að sú gagnaöflun hefði verið að ósk þeirra blaðamanna sem stóðu að viðtalinu en tilgangurinn með gagnaöfluninni hefði í raun verið að halda sér og sínum uppteknum. Þessu er einnig hafnað í yfirlýsingunni þar sem greint er frá því að Sigmundi Davíð hafi ítrekað verið boðið í viðtal, eftir viðtalið fræga, til þess að útskýra aðkomu sína að Wintris. „Strax eftir viðtalið 11. mars var óskað eftir öðru viðtali við Sigmund Davíð Gunnlaugsson þáverandi forsætisráðherra. Það var gert með formlegum hætti í samtali við aðstoðarmann hans, Jóhannes Þór Skúlason,“ segir í yfirlýsingunni.Sjá einnig: Þverneitaði fyrir að hafa selt hlutinn í Wintris á einn dollaraBirta blaðamennirnir tölvupósta því til sönnunar. Segja þeir að Sigmundi Davíð hafi alls verið boðið sex sinnum í viðtal.„Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fékk því margítrekuð tækifæri til að útskýra aðkomu sína og eiginkonu sinnar að aflandsfélaginu Wintris Inc, sem hann kaus að gera ekki,“ segir í yfirlýsingunni. Þá greina þeir frá því að strax eftir viðtalið í Ráðherrabústaðnum hafi upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar óskað eftir því að þeim hluta viðtalsins sem sneri að Wintris inc. yrði eytt út. Ekki var orðið við þeirri beiðni. Viðtalið var tekið við ráðherrann í tengslum við umfjöllun Alþjóðasamtaka blaðamanna um eignir stjórnmálamanna í skattaskjólum en fyrsti hluti umfjöllunar birtist í kvöld og er Ísland í brennidepli en fjallað var um málið í sérstökum Kastljósþætti á RÚV. Gekk Sigmundur út úr viðtalinu eftir að gengið var á hann varðandi aflandsfélagið Wintris. Skömmu seinna sagði hann af sér sem forsætisráðherra.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Sigmundur Davíð opnaði sig um viðtalið fræga: „Snerist um að koma höggi á flokkinn í gegnum mig“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hélt ræðu á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins í dag. 4. júní 2016 12:47 Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Fleiri fréttir Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Sjá meira
Sigmundur Davíð opnaði sig um viðtalið fræga: „Snerist um að koma höggi á flokkinn í gegnum mig“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hélt ræðu á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins í dag. 4. júní 2016 12:47