Víðines verði nýtt fyrir hælisleitendur Jón Hákon Halldórsson skrifar 6. júní 2016 07:00 Húsnæðið í Víðinesi hefur staðið autt undanfarið. Óttast er að það liggi undir skemmdum. vísir/hanna Ákveðið hefur verið að verja 120 milljónum króna í endurbætur á húsnæði Reykjavíkurborgar í Víðinesi. Tillaga þessa efnis var samþykkt á fundi borgarráðs á fimmtudaginn. Engin starfsemi er í húsnæðinu í Víðinesi núna en þar var áður rekið hjúkrunarheimili fyrir aldraða. Sú hugmynd hefur verið rædd að reka þar aðstöðu fyrir hælisleitendur. „Það er hugmynd sem hefur komið upp,“ segir Björn Blöndal, spurður út í málið. Björn segir hugmyndina þó ekki mjög langt komna. Þó sé ljóst að það þurfi að fara í þessar viðgerðir á húsinu ef eigi að reka það áfram. Björn segir nokkrar hugmyndir hafa verið ræddar um nýtingu. Ein þeirra sé neyðarskýli fyrir hælisleitendur, sem yrði þá fyrsta stopp eða annað stopp þeirra hér á landi.Björn Blöndal„Svo eru hugmyndir um að þetta verði hjúkrunarheimili aftur fyrir fólk sem er í neyslu og er komið á hjúkrunarheimilisaldur,“ segir Björn. Þessu til viðbótar segir Björn að menn hafi falast eftir því að fá húsnæðið leigt. Til dæmis til að nýta það í ferðaþjónustutengdri starfsemi. „En allt er það háð því að húsið sé ekki ónýtt.“ Björn segir að Reykjavík sé í ágætu samstarfi við Útlendingastofnun varðandi hælisleitendur. „Þetta er gott hús og það er góður grunnur þannig að það er hægt að búa til ágætis aðstöðu. En þetta er afskekkt og það þarf bara að vega og meta hvort þetta er raunhæfur möguleiki,“ segir hann. Að sögn Björns hefur Reykjavíkurborg gert samning við Útlendingastofnun um að þjónusta 100 hælisleitendur hverju sinni og viðræður hafi staðið yfir um að bæta við það. Í bókun sem fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram á borgarráðsfundi í gær minntu þeir á tillögu sína um að útbúin verði aðstaða í húsnæði borgarinnar í Víðinesi til að taka á móti heimilislausu fólki og hýsa það. „Tillagan var flutt um miðjan júlí í fyrra og hefur hún því legið án afgreiðslu í næstum því ár,“ segir í bókuninni. Hvetja fulltrúar Sjálfstæðisflokksins til þess að afgreiðslu tillögu þeirra verði ekki frestað frekar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. júní Flóttamenn Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Útför páfans á laugardag Erlent Fleiri fréttir „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómeters hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Sjá meira
Ákveðið hefur verið að verja 120 milljónum króna í endurbætur á húsnæði Reykjavíkurborgar í Víðinesi. Tillaga þessa efnis var samþykkt á fundi borgarráðs á fimmtudaginn. Engin starfsemi er í húsnæðinu í Víðinesi núna en þar var áður rekið hjúkrunarheimili fyrir aldraða. Sú hugmynd hefur verið rædd að reka þar aðstöðu fyrir hælisleitendur. „Það er hugmynd sem hefur komið upp,“ segir Björn Blöndal, spurður út í málið. Björn segir hugmyndina þó ekki mjög langt komna. Þó sé ljóst að það þurfi að fara í þessar viðgerðir á húsinu ef eigi að reka það áfram. Björn segir nokkrar hugmyndir hafa verið ræddar um nýtingu. Ein þeirra sé neyðarskýli fyrir hælisleitendur, sem yrði þá fyrsta stopp eða annað stopp þeirra hér á landi.Björn Blöndal„Svo eru hugmyndir um að þetta verði hjúkrunarheimili aftur fyrir fólk sem er í neyslu og er komið á hjúkrunarheimilisaldur,“ segir Björn. Þessu til viðbótar segir Björn að menn hafi falast eftir því að fá húsnæðið leigt. Til dæmis til að nýta það í ferðaþjónustutengdri starfsemi. „En allt er það háð því að húsið sé ekki ónýtt.“ Björn segir að Reykjavík sé í ágætu samstarfi við Útlendingastofnun varðandi hælisleitendur. „Þetta er gott hús og það er góður grunnur þannig að það er hægt að búa til ágætis aðstöðu. En þetta er afskekkt og það þarf bara að vega og meta hvort þetta er raunhæfur möguleiki,“ segir hann. Að sögn Björns hefur Reykjavíkurborg gert samning við Útlendingastofnun um að þjónusta 100 hælisleitendur hverju sinni og viðræður hafi staðið yfir um að bæta við það. Í bókun sem fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram á borgarráðsfundi í gær minntu þeir á tillögu sína um að útbúin verði aðstaða í húsnæði borgarinnar í Víðinesi til að taka á móti heimilislausu fólki og hýsa það. „Tillagan var flutt um miðjan júlí í fyrra og hefur hún því legið án afgreiðslu í næstum því ár,“ segir í bókuninni. Hvetja fulltrúar Sjálfstæðisflokksins til þess að afgreiðslu tillögu þeirra verði ekki frestað frekar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. júní
Flóttamenn Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Útför páfans á laugardag Erlent Fleiri fréttir „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómeters hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent