Óvenjulega mikið af laxi genginn í árnar Karl Lúðvíksson skrifar 7. júní 2016 13:00 Eftir ótrúlega opnunardaga í Blöndu og Norðurá heldur gleðin bara áfram við bakkana og það er ekkert lát á göngum. Þetta er engan veginn eðlilegt ástand en gefur vonandi góðar vonir um að laxinn hafi haft nóg að éta í sjónum í vetur og það séu því meira en góðar líkur á að eins árs laxinn komi vel undan vetri. Ef þær göngur verða eitthvað í takt við þessar opnanir er engin leið að spá um hvernig veiðin verður í sumar en flestir veiðimenn veðja þó á mjög gott ár. Það er töluverður lax genginn í árnar sem enn eiga eftir að opna og sem dæmi má nefna Laxá í Kjós, Laxá í Leirársveit, Langá á Mýrum, Þverá og Miðfjarðará en þar má sjá 30-40 laxa torfur í sumum neðstu hyljunum. Eftir metveiði í fyrra hefur verið gífurleg eftirspurn eftir laxveiðileyfum í sumar og eftir þessar frábæru opnanir hefur salan á þeim stöngum sem eftir voru heldur betur tekið kipp og er staðan að verða þannig að nær uppselt er að verða í margar árnar og þeir sem eru ekki þegar upðseldar, þar er aðeins hægt að fá daga á jaðartíma og þá bara í lok veiðitímans. Mest lesið Norðurá opnar á morgun Veiði 4 laxar á land opnunardaginn í Ytri Rangá Veiði Búið að opna fyrir úthlutun til félagsmanna SVFR Veiði Frábært veiðiveður framundan um helgina Veiði Síðasta helgin til rjúpnaveiða framundan Veiði Eystri Rangá komin í 1136 laxa Veiði Flott svæði og fallegir urriðar Veiði 7 komnir á land á fyrstu vakt í Laxá í Kjós Veiði Kýs að hnýta flugur með konum Veiði Þessar grænu í haustlaxinn Veiði
Eftir ótrúlega opnunardaga í Blöndu og Norðurá heldur gleðin bara áfram við bakkana og það er ekkert lát á göngum. Þetta er engan veginn eðlilegt ástand en gefur vonandi góðar vonir um að laxinn hafi haft nóg að éta í sjónum í vetur og það séu því meira en góðar líkur á að eins árs laxinn komi vel undan vetri. Ef þær göngur verða eitthvað í takt við þessar opnanir er engin leið að spá um hvernig veiðin verður í sumar en flestir veiðimenn veðja þó á mjög gott ár. Það er töluverður lax genginn í árnar sem enn eiga eftir að opna og sem dæmi má nefna Laxá í Kjós, Laxá í Leirársveit, Langá á Mýrum, Þverá og Miðfjarðará en þar má sjá 30-40 laxa torfur í sumum neðstu hyljunum. Eftir metveiði í fyrra hefur verið gífurleg eftirspurn eftir laxveiðileyfum í sumar og eftir þessar frábæru opnanir hefur salan á þeim stöngum sem eftir voru heldur betur tekið kipp og er staðan að verða þannig að nær uppselt er að verða í margar árnar og þeir sem eru ekki þegar upðseldar, þar er aðeins hægt að fá daga á jaðartíma og þá bara í lok veiðitímans.
Mest lesið Norðurá opnar á morgun Veiði 4 laxar á land opnunardaginn í Ytri Rangá Veiði Búið að opna fyrir úthlutun til félagsmanna SVFR Veiði Frábært veiðiveður framundan um helgina Veiði Síðasta helgin til rjúpnaveiða framundan Veiði Eystri Rangá komin í 1136 laxa Veiði Flott svæði og fallegir urriðar Veiði 7 komnir á land á fyrstu vakt í Laxá í Kjós Veiði Kýs að hnýta flugur með konum Veiði Þessar grænu í haustlaxinn Veiði