Ásta Kristín í skaðabótamál við ríkið: Orðstír hennar sagður hafa beðið hnekki Birgir Olgeirsson skrifar 7. júní 2016 11:44 Ásta Kristín við uppkvaðningu sýknudómsins í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/Stefán Ásta Kristín Andrésdóttir hjúkrunarfræðingur hefur gert bótakröfu á hendur íslenska ríkinu vegna fjártjóns og miska sem hún varð fyrir vegna sakamálarannsóknar og ákæru á hendur sér. Var Ásta Kristín sökuð um yfirsjón í starfi sem leiddi til dauða sjúklings á gjörgæsludeild Landspítalans 3. október árið 2012. Hún var sýknuð af ákæru embættis ríkissaksóknara og ákvað embættið að áfrýja þeim dómi ekki fyrir Hæstarétti og var því þar með lokið. Í tilkynningu frá lögmanni hennar, Einari Gauti Steingrímssyni, byggist fjárkrafa hennar annars vegar á launatekjutapi vegna breytinga á starfi hennar meðan hún var undir ákæru og hins vegar á launtekjutapi erlendis en henni var ókleift að vinna þar meðan hún var undir ákæru. Er krafan um miska er reist á nokkrum atriðum, að því er fram kemur í tilkynningunni. Nefnir Einar Gautur að í fyrsta lagi hafi samspil spítalarannsóknar og lögreglurannsóknar orðið til þess að Ástu var í raun talin trú um að hún væri völd að dauða manns. Það hefði ekki gerst ef lögreglan hefði sjálf séð um fyrstu yfirheyrslu og lögmaður komið að málinu að mati Einars. „Sömuleiðis ef spítalinn hefði klárað það sem hann byrjaði á í rannsókn þess. Við réttarhöldin kom í loks í ljós að atvik gátu ekki hafa gerst með þeim hætti sem talið var og hún sýknuð,“ skrifar Einar. Í öðru lagi er byggt á því að lagaumgjörðin um rannsókn málsins hafi verið í andstöðu við stjórnarskrá og það hafi verið aðalástæða þess hvernig fór. „Spítalinn var settur í þá aðstöðu að eiga að rannsaka atvikið og senda tilkynningu til lögregluyfirvalda. Spítalinn rannsakar málið í fyrirbyggjandi tilgangi og hefur þá eðlilega ekki í huga réttarreglur sakamálalaga sem eiga að koma í veg fyrir að saklaust fólk liggi undir grun. Lögreglu var síðan ætlað að framkvæma hina eiginlegu rannsókn. Í stað þess að rannsaka málið í þaula hrapaði lögreglan að þeirri niðurstöðu að málið lægi ljóst fyrir í stað. Það er síðan ekki fyrr en við aðalmeðferð málsins fyrir dómi að endanlega kemur í ljós að enginn glæpur hafði verið framinn og þar með gat enginn hafa gerst sekur um hann.“ Í þriðja lagi er tiltekið hve lengi Ásta var undir grun og ákæru. Það hafi valdið henni og fjölskyldu hennar mikilli vanlíðan og skaðaði hana bæði á líkama og sál og er fjölmiðlaumfjöllun sögð ekki hafa bætt úr. Í fjórða lagi hefur orðstír hennar sagður hafa beðið hnekki og segir Einar Gautur að það breyti engu þó Ásta Kristín hafi verið hvítþvegin fyrir dómstólum. „Almennt er fólk ekki svo vel lesið í málinu að hún verði hvítþvegin í huga margra samborgara sinna. Orðstír hennar mun því alltaf bíða hnekki.“ Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Landspítalinn Dómsmál Tengdar fréttir Hjúkrunarfræðingurinn sýknaður af ákæru um manndráp af gáleysi Landspítalinn einnig sýknaður og öllum bótakröfum vísað frá. 9. desember 2015 10:34 Ásta Kristín: Þriggja ára martröð lokið Glöð að sjá að dómararnir trúðu henni. 9. desember 2015 14:10 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Fleiri fréttir Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Sjá meira
Ásta Kristín Andrésdóttir hjúkrunarfræðingur hefur gert bótakröfu á hendur íslenska ríkinu vegna fjártjóns og miska sem hún varð fyrir vegna sakamálarannsóknar og ákæru á hendur sér. Var Ásta Kristín sökuð um yfirsjón í starfi sem leiddi til dauða sjúklings á gjörgæsludeild Landspítalans 3. október árið 2012. Hún var sýknuð af ákæru embættis ríkissaksóknara og ákvað embættið að áfrýja þeim dómi ekki fyrir Hæstarétti og var því þar með lokið. Í tilkynningu frá lögmanni hennar, Einari Gauti Steingrímssyni, byggist fjárkrafa hennar annars vegar á launatekjutapi vegna breytinga á starfi hennar meðan hún var undir ákæru og hins vegar á launtekjutapi erlendis en henni var ókleift að vinna þar meðan hún var undir ákæru. Er krafan um miska er reist á nokkrum atriðum, að því er fram kemur í tilkynningunni. Nefnir Einar Gautur að í fyrsta lagi hafi samspil spítalarannsóknar og lögreglurannsóknar orðið til þess að Ástu var í raun talin trú um að hún væri völd að dauða manns. Það hefði ekki gerst ef lögreglan hefði sjálf séð um fyrstu yfirheyrslu og lögmaður komið að málinu að mati Einars. „Sömuleiðis ef spítalinn hefði klárað það sem hann byrjaði á í rannsókn þess. Við réttarhöldin kom í loks í ljós að atvik gátu ekki hafa gerst með þeim hætti sem talið var og hún sýknuð,“ skrifar Einar. Í öðru lagi er byggt á því að lagaumgjörðin um rannsókn málsins hafi verið í andstöðu við stjórnarskrá og það hafi verið aðalástæða þess hvernig fór. „Spítalinn var settur í þá aðstöðu að eiga að rannsaka atvikið og senda tilkynningu til lögregluyfirvalda. Spítalinn rannsakar málið í fyrirbyggjandi tilgangi og hefur þá eðlilega ekki í huga réttarreglur sakamálalaga sem eiga að koma í veg fyrir að saklaust fólk liggi undir grun. Lögreglu var síðan ætlað að framkvæma hina eiginlegu rannsókn. Í stað þess að rannsaka málið í þaula hrapaði lögreglan að þeirri niðurstöðu að málið lægi ljóst fyrir í stað. Það er síðan ekki fyrr en við aðalmeðferð málsins fyrir dómi að endanlega kemur í ljós að enginn glæpur hafði verið framinn og þar með gat enginn hafa gerst sekur um hann.“ Í þriðja lagi er tiltekið hve lengi Ásta var undir grun og ákæru. Það hafi valdið henni og fjölskyldu hennar mikilli vanlíðan og skaðaði hana bæði á líkama og sál og er fjölmiðlaumfjöllun sögð ekki hafa bætt úr. Í fjórða lagi hefur orðstír hennar sagður hafa beðið hnekki og segir Einar Gautur að það breyti engu þó Ásta Kristín hafi verið hvítþvegin fyrir dómstólum. „Almennt er fólk ekki svo vel lesið í málinu að hún verði hvítþvegin í huga margra samborgara sinna. Orðstír hennar mun því alltaf bíða hnekki.“
Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Landspítalinn Dómsmál Tengdar fréttir Hjúkrunarfræðingurinn sýknaður af ákæru um manndráp af gáleysi Landspítalinn einnig sýknaður og öllum bótakröfum vísað frá. 9. desember 2015 10:34 Ásta Kristín: Þriggja ára martröð lokið Glöð að sjá að dómararnir trúðu henni. 9. desember 2015 14:10 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Fleiri fréttir Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Sjá meira
Hjúkrunarfræðingurinn sýknaður af ákæru um manndráp af gáleysi Landspítalinn einnig sýknaður og öllum bótakröfum vísað frá. 9. desember 2015 10:34
Ásta Kristín: Þriggja ára martröð lokið Glöð að sjá að dómararnir trúðu henni. 9. desember 2015 14:10