Ísland þarf auðlindasjóð Lars Christensen skrifar 8. júní 2016 10:00 Í síðustu viku var ég á Íslandi til að kynna skýrslu mína um íslenska orkugeirann – Orkan okkar 2030. Lykilatriði í skýrslunni er að ég legg til að íslensk orkufyrirtæki í ríkiseigu verði einkavædd og að tekjurnar af sölu þessara fyrirtækja renni í það sem ég kalla auðlindasjóð. Ég tel að það væri mikill akkur í að setja upp slíkan sjóð – í fyrsta lagi til að tryggja að íslenska þjóðin fái sem mestan arð af íslenskum náttúruauðlindum. Hér held ég að mikilvægt sé að leggja áherslu á að ég tel að einkafjárfestar séu betri fyrirtækjastjórnendur en ríkið. En það þýðir ekki að „leigunni“ á náttúruauðlindunum sé á einhvern hátt „stolið“ frá íslensku þjóðinni. Þess í stað legg ég til að árlegur hagnaður auðlindasjóðsins verði greiddur út til allra Íslendinga í formi þess sem ég kalla borgaraarð frekar en að láta peningana falla í þá stóru, djúpu holu sem kallast fjármál hins opinbera. Kjarninn í þessari skoðun er sá að samfélagið og ríkið séu ekki sami hluturinn. Ef þið trúið því í raun og veru að náttúruauðlindir Íslands séu eign þjóðarinnar þá ættuð þið að fá „leiguna“ af auðlindunum í stað þess að ríkið taki hana. Kveikjan að tillögu minni er að miklu leyti hinn svokallaði Varanlegi sjóður (Permanent Fund) í Alaska, sem var settur á stofn 1978. Varanlegi sjóðurinn fær tekjur frá olíuleiðslukerfinu í Alaska og á hverju ári borgar sjóðurinn út arð til allra ríkisborgara í Alaska. Árið 2015 var arðurinn um 2.000 dalir. Almennt tel ég að íslensk útgáfa af Varanlega sjóðnum í Alaska ætti ekki aðeins að fá tekjur af einkavæðingu orkufyrirtækja í ríkiseigu heldur einnig tekjur af einkavæðingu í framtíðinni á öðrum eignum sem íslenska ríkið á núna. Enn fremur myndi ég leggja til að tekjur af umhverfissköttum og tekjur af sölu heimilda til losunar á koldíoxíði og fiskveiðikvótum, og kannski jafnvel fasteignaskattar, ættu að renna til sjóðsins. Slíkur sjóður yrði allstór og þess vegna yrði árlegur borgaraarður nokkuð mikill – það stór að við gætum hugsað um hann sem nokkurs konar grunnframfærslutryggingu eða borgaralaun, sem myndi tryggja stöðugar tekjur fyrir alla Íslendinga. Þetta myndi þýða að borgaraarðurinn gæti að minnsta kosti að hluta til komið í stað annarra félagslegra bóta eins og atvinnuleysisbóta og ellilífeyris. Almennt held ég að auðlindasjóður með borgaraarði myndi sameina tvenns konar mikilvæg stefnumarkmið – að sérhver Íslendingur fengi réttlátan skerf af tekjunum af náttúruauðlindum Íslands og um leið yrði tryggð skilvirk og árangursrík stjórnun á auðlindum Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lars Christensen Mest lesið Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun
Í síðustu viku var ég á Íslandi til að kynna skýrslu mína um íslenska orkugeirann – Orkan okkar 2030. Lykilatriði í skýrslunni er að ég legg til að íslensk orkufyrirtæki í ríkiseigu verði einkavædd og að tekjurnar af sölu þessara fyrirtækja renni í það sem ég kalla auðlindasjóð. Ég tel að það væri mikill akkur í að setja upp slíkan sjóð – í fyrsta lagi til að tryggja að íslenska þjóðin fái sem mestan arð af íslenskum náttúruauðlindum. Hér held ég að mikilvægt sé að leggja áherslu á að ég tel að einkafjárfestar séu betri fyrirtækjastjórnendur en ríkið. En það þýðir ekki að „leigunni“ á náttúruauðlindunum sé á einhvern hátt „stolið“ frá íslensku þjóðinni. Þess í stað legg ég til að árlegur hagnaður auðlindasjóðsins verði greiddur út til allra Íslendinga í formi þess sem ég kalla borgaraarð frekar en að láta peningana falla í þá stóru, djúpu holu sem kallast fjármál hins opinbera. Kjarninn í þessari skoðun er sá að samfélagið og ríkið séu ekki sami hluturinn. Ef þið trúið því í raun og veru að náttúruauðlindir Íslands séu eign þjóðarinnar þá ættuð þið að fá „leiguna“ af auðlindunum í stað þess að ríkið taki hana. Kveikjan að tillögu minni er að miklu leyti hinn svokallaði Varanlegi sjóður (Permanent Fund) í Alaska, sem var settur á stofn 1978. Varanlegi sjóðurinn fær tekjur frá olíuleiðslukerfinu í Alaska og á hverju ári borgar sjóðurinn út arð til allra ríkisborgara í Alaska. Árið 2015 var arðurinn um 2.000 dalir. Almennt tel ég að íslensk útgáfa af Varanlega sjóðnum í Alaska ætti ekki aðeins að fá tekjur af einkavæðingu orkufyrirtækja í ríkiseigu heldur einnig tekjur af einkavæðingu í framtíðinni á öðrum eignum sem íslenska ríkið á núna. Enn fremur myndi ég leggja til að tekjur af umhverfissköttum og tekjur af sölu heimilda til losunar á koldíoxíði og fiskveiðikvótum, og kannski jafnvel fasteignaskattar, ættu að renna til sjóðsins. Slíkur sjóður yrði allstór og þess vegna yrði árlegur borgaraarður nokkuð mikill – það stór að við gætum hugsað um hann sem nokkurs konar grunnframfærslutryggingu eða borgaralaun, sem myndi tryggja stöðugar tekjur fyrir alla Íslendinga. Þetta myndi þýða að borgaraarðurinn gæti að minnsta kosti að hluta til komið í stað annarra félagslegra bóta eins og atvinnuleysisbóta og ellilífeyris. Almennt held ég að auðlindasjóður með borgaraarði myndi sameina tvenns konar mikilvæg stefnumarkmið – að sérhver Íslendingur fengi réttlátan skerf af tekjunum af náttúruauðlindum Íslands og um leið yrði tryggð skilvirk og árangursrík stjórnun á auðlindum Íslands.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun