15 mánaða fangelsi fyrir stórfelldan fjárdrátt Sveinn Arnarsson skrifar 8. júní 2016 09:42 Héraðsdómur Norðurlands eystra Vísir/Pjetur Fyrrum fjármálastjóri byggingarfyrirtækisins Hyrnu var dæmd í 15 mánaða óskilorðsbundið fangelsi í héraðsdómi Norðurlands eystra í gær fyrir stórfelldan fjárdrátt. Hafði hún á fimmtán ára tímabili dregið sér fé frá byggingarfyrirtækinu. Konan játaði skýlaust brot sín fyrir dómi. Ekki var unnt að mati dómara að skilorðsbinda dóminn vegna eðlis og umfangs brots konunnar. Hafði hún fyrst árið 2000 dregið sér fé frá fyrirtækinu og stóð fjárdrátturinn yfir í um fimmtán ár. Síðasta færslan sem ákærð var fyrir eru frá 12. maí árið 2015. Yfir þetta tímabil hafði konan náð að draga sér rúmar fimmtíu milljónir króna. Millifærði á fyrirtæki sonar síns. Konan millifærði féð bæði beint inn á sína eigin bankareikninga en einnig nýtti hún sér í seinni tíð bankareikninga Sushi stofunnar ehf. sem var í eigu sonar hennar. Ákærða var einnig stjórnarformaður félagsins og sá um fjármál þess. Voru fjármagnsflutningarnir þannig skipulagðir allan þennan tíma og höfðu ágerst síðustu þrjú ár og því hafi komist upp um afbrot fjármálastjórans. Málið kom upp í júní í fyrra og sagði Örn Jóhannesson, eigandi byggingarfyrirtækisins Hyrnu, að fjármálastjórinn, sú ákærða, hefði játað brot sitt, skrifað undir viljayfirlýsingu þess efnis og hætt störfum. Að mati dómsins var brotið alvarlegt. Var konan því dæmd til greiðslu alls sakarkostnaðar, 239.830 krónur. Brot konunnar vörðuðu við 247.gr hegningarlaga en þar segir að ef einstaklingur dregur sér fjármuni eða önnur verðmæti, sem hann hefur í vörslum sínum, en annar maður er eigandi skal hann sæta fangelsi allt að 6 árum. Tengdar fréttir Játar að hafa dregið að sér rúmar fimmtíu milljónir Fjármálastjóra byggingafélags á Akureyri var sagt upp störfum í síðustu viku eftir að upp komst um stórfelldan fjárdrátt starfsmannsins sem spannaði rúmlega 15 ára tímabil. 16. júní 2015 13:27 Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Fyrrum fjármálastjóri byggingarfyrirtækisins Hyrnu var dæmd í 15 mánaða óskilorðsbundið fangelsi í héraðsdómi Norðurlands eystra í gær fyrir stórfelldan fjárdrátt. Hafði hún á fimmtán ára tímabili dregið sér fé frá byggingarfyrirtækinu. Konan játaði skýlaust brot sín fyrir dómi. Ekki var unnt að mati dómara að skilorðsbinda dóminn vegna eðlis og umfangs brots konunnar. Hafði hún fyrst árið 2000 dregið sér fé frá fyrirtækinu og stóð fjárdrátturinn yfir í um fimmtán ár. Síðasta færslan sem ákærð var fyrir eru frá 12. maí árið 2015. Yfir þetta tímabil hafði konan náð að draga sér rúmar fimmtíu milljónir króna. Millifærði á fyrirtæki sonar síns. Konan millifærði féð bæði beint inn á sína eigin bankareikninga en einnig nýtti hún sér í seinni tíð bankareikninga Sushi stofunnar ehf. sem var í eigu sonar hennar. Ákærða var einnig stjórnarformaður félagsins og sá um fjármál þess. Voru fjármagnsflutningarnir þannig skipulagðir allan þennan tíma og höfðu ágerst síðustu þrjú ár og því hafi komist upp um afbrot fjármálastjórans. Málið kom upp í júní í fyrra og sagði Örn Jóhannesson, eigandi byggingarfyrirtækisins Hyrnu, að fjármálastjórinn, sú ákærða, hefði játað brot sitt, skrifað undir viljayfirlýsingu þess efnis og hætt störfum. Að mati dómsins var brotið alvarlegt. Var konan því dæmd til greiðslu alls sakarkostnaðar, 239.830 krónur. Brot konunnar vörðuðu við 247.gr hegningarlaga en þar segir að ef einstaklingur dregur sér fjármuni eða önnur verðmæti, sem hann hefur í vörslum sínum, en annar maður er eigandi skal hann sæta fangelsi allt að 6 árum.
Tengdar fréttir Játar að hafa dregið að sér rúmar fimmtíu milljónir Fjármálastjóra byggingafélags á Akureyri var sagt upp störfum í síðustu viku eftir að upp komst um stórfelldan fjárdrátt starfsmannsins sem spannaði rúmlega 15 ára tímabil. 16. júní 2015 13:27 Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Játar að hafa dregið að sér rúmar fimmtíu milljónir Fjármálastjóra byggingafélags á Akureyri var sagt upp störfum í síðustu viku eftir að upp komst um stórfelldan fjárdrátt starfsmannsins sem spannaði rúmlega 15 ára tímabil. 16. júní 2015 13:27