Bleikjan lætur bíða eftir sér á Þingvöllum Karl Lúðvíksson skrifar 10. júní 2016 10:00 Sílableikja og kuðungableikja úr Þingvallavatni. Mynd: KL Þrátt fyrir hin bestu skilyrði síðustu daga virðist sem bleikjan sé ekki ennþá gengin að landi í Þingvallavatni. Það var svo sem ekki öngþveiti við vatnið í morgun en þó náðum við tali við fimm veiðimenn sem stóðu vaktina í morgun. Afraksturinn í morgun var sáralítill hjá þessum fimm veiðimönnum sem þó eru allir mjög vanir við vatnið. Fram að hádegi vissum við að fjórum bleikjum á land. Vatnið var mjög stillt, eins og spegill framan af degi og það sást á þessum tíma varla vök á vatninu og að sama skapi varla nokkur einasta fluga við vatnið. Það eru nokkrir sérfræðingar í veiði í Þingvallavatni sem segja að réttu aðstæðurnar séu bara ekki alveg komnar ennþá og að þetta fari ekki vel í gang fyrr en eftir viku í fyrsta lagi. Rökin fyrir því eru svo sem ekki önnur en "reynslan segir mér þetta" og í veiði eru þau rök oft góð og gild. Við sem elskum að veiða við vatnið höldum samt áfram að fara dag eftir dag til að vera pottþétt á staðnum þegar það kviknar almennilega yfir þessu. Mest lesið Norðurá opnar á morgun Veiði 4 laxar á land opnunardaginn í Ytri Rangá Veiði Búið að opna fyrir úthlutun til félagsmanna SVFR Veiði Frábært veiðiveður framundan um helgina Veiði Síðasta helgin til rjúpnaveiða framundan Veiði Eystri Rangá komin í 1136 laxa Veiði Flott svæði og fallegir urriðar Veiði 7 komnir á land á fyrstu vakt í Laxá í Kjós Veiði Frábær veiði í Breiðdalsá og Hrútafjarðará að fara í gang Veiði Ágætt sumar að baki á svæðum Strengja Veiði
Þrátt fyrir hin bestu skilyrði síðustu daga virðist sem bleikjan sé ekki ennþá gengin að landi í Þingvallavatni. Það var svo sem ekki öngþveiti við vatnið í morgun en þó náðum við tali við fimm veiðimenn sem stóðu vaktina í morgun. Afraksturinn í morgun var sáralítill hjá þessum fimm veiðimönnum sem þó eru allir mjög vanir við vatnið. Fram að hádegi vissum við að fjórum bleikjum á land. Vatnið var mjög stillt, eins og spegill framan af degi og það sást á þessum tíma varla vök á vatninu og að sama skapi varla nokkur einasta fluga við vatnið. Það eru nokkrir sérfræðingar í veiði í Þingvallavatni sem segja að réttu aðstæðurnar séu bara ekki alveg komnar ennþá og að þetta fari ekki vel í gang fyrr en eftir viku í fyrsta lagi. Rökin fyrir því eru svo sem ekki önnur en "reynslan segir mér þetta" og í veiði eru þau rök oft góð og gild. Við sem elskum að veiða við vatnið höldum samt áfram að fara dag eftir dag til að vera pottþétt á staðnum þegar það kviknar almennilega yfir þessu.
Mest lesið Norðurá opnar á morgun Veiði 4 laxar á land opnunardaginn í Ytri Rangá Veiði Búið að opna fyrir úthlutun til félagsmanna SVFR Veiði Frábært veiðiveður framundan um helgina Veiði Síðasta helgin til rjúpnaveiða framundan Veiði Eystri Rangá komin í 1136 laxa Veiði Flott svæði og fallegir urriðar Veiði 7 komnir á land á fyrstu vakt í Laxá í Kjós Veiði Frábær veiði í Breiðdalsá og Hrútafjarðará að fara í gang Veiði Ágætt sumar að baki á svæðum Strengja Veiði