Pharrell Williams í samstarfi með Chanel Ritstjórn skrifar 31. maí 2016 09:30 Pharrell hefur ávallt verið talinn einn smekklegasti tónlistarmaður heims og það er greinilegt að Karl Lagerfeld finnist það líka. Mynd/Getty Söngvarinn og lagahöfundurinn Pharrell Williams er líklega jafn þekktur fyrir tónlist sína og hann er fyrir störf sín í tískubransanum. Hann hefur unnið með Adidas, Uniqlo, G-Star ásamt mörgum fleirum í gegnum tíðina. Í þetta skiptið er hann hinsvegar í samstarfi með einu virtasta og verðmætasta tískuhúsi heims, Chanel. Ekki er vitað nákvæmlega hvað samstarfið felst í sér en ljóst er að afraksturinn mun fara á sölu í júní og að Pharrell kom persónulega mjög nálægt hönnunnini. Chanel birti myndband á heimasíðu sinni af Pharrell þar sem hann heimsækir höfuðstöðvar Chanel og heilsar upp á fólkið sem vinnur dögum saman við það að handsauma flottustu og dýrustu flíkur tískuhússins. Hægt er að sjá Pharrell vinna bakvið tjöldin hér. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem að Pharrell vinnur með Chanel. Hér fyrir neðan er stuttmynd frá árinu 2014 sem að Pharrell lék í ásamt Cara Delevigne, leikstýrð af Karl Lagerfeld. Mest lesið Stærsta leyndarmáli Beyoncé uppljóstrað? Glamour Henti öllum fötunum úr Clueless Glamour Fyrirsætur Moschino voru eins og Barbie dúkkur Glamour Morgunrútína Bellu Hadid er snilldarlega auðveld Glamour Sigrún Eva situr fyrir hjá Rag & Bone Glamour Reese og Nicole snúa aftur á skjáinn Glamour Best klæddu konur vikunnar Glamour Flottar yfirhafnir fyrir næsta vetur hjá Burberry Glamour Óvænt stjarna rauða dregilsins Glamour „Ég birti þessa mynd fyrir ungar stelpur, mömmur og konur á öllum aldri“ Glamour
Söngvarinn og lagahöfundurinn Pharrell Williams er líklega jafn þekktur fyrir tónlist sína og hann er fyrir störf sín í tískubransanum. Hann hefur unnið með Adidas, Uniqlo, G-Star ásamt mörgum fleirum í gegnum tíðina. Í þetta skiptið er hann hinsvegar í samstarfi með einu virtasta og verðmætasta tískuhúsi heims, Chanel. Ekki er vitað nákvæmlega hvað samstarfið felst í sér en ljóst er að afraksturinn mun fara á sölu í júní og að Pharrell kom persónulega mjög nálægt hönnunnini. Chanel birti myndband á heimasíðu sinni af Pharrell þar sem hann heimsækir höfuðstöðvar Chanel og heilsar upp á fólkið sem vinnur dögum saman við það að handsauma flottustu og dýrustu flíkur tískuhússins. Hægt er að sjá Pharrell vinna bakvið tjöldin hér. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem að Pharrell vinnur með Chanel. Hér fyrir neðan er stuttmynd frá árinu 2014 sem að Pharrell lék í ásamt Cara Delevigne, leikstýrð af Karl Lagerfeld.
Mest lesið Stærsta leyndarmáli Beyoncé uppljóstrað? Glamour Henti öllum fötunum úr Clueless Glamour Fyrirsætur Moschino voru eins og Barbie dúkkur Glamour Morgunrútína Bellu Hadid er snilldarlega auðveld Glamour Sigrún Eva situr fyrir hjá Rag & Bone Glamour Reese og Nicole snúa aftur á skjáinn Glamour Best klæddu konur vikunnar Glamour Flottar yfirhafnir fyrir næsta vetur hjá Burberry Glamour Óvænt stjarna rauða dregilsins Glamour „Ég birti þessa mynd fyrir ungar stelpur, mömmur og konur á öllum aldri“ Glamour