Mótmæltu brottvísun Eze: Vill sjá rannsókn á ferlinu sem leiddi til ólöglegrar brottvísunar Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 31. maí 2016 13:51 Frá mótmælafundinum í innanríkisráðuneytinu í dag. Vísir/Anton „Þetta brýtur í bága við stjórnskipan á Íslandi og þar af leiðandi þykir okkur þetta alveg sérstaklega mikilvægt og alvarlegt mál,“ segir Jórunn Edda Helgadóttir en hún starfar ásamt samtökunum No Borders sem hafa mótmælt brottvísun hælisleitandans Eze Henry Okafor. Samtökin boðuðu til mótmæla í innanríkisráðuneytinu í dag. Tilefni mótmælanna er brottvísun hælisleitandans Eze en samtökin telja brottvísunina ólögmæta og vilja að Eze verði fluttur til Íslands að nýju. Hann var fluttur með flugi til Svíþjóðar frá Íslandi á fimmtudaginn í síðustu viku. Samtökin No Borders Iceland báðu um fund með Ólöfu Nordal innanríkisráðherra í því skyni að ræða málið. Kærunefnd útlendingamála hafði kveðið upp úrskurð sem sagði að mál Eze gæti ekki lengur fallið undir Dyflinnarreglugerðina. Þrátt fyrir þetta var Eze vísað úr landi á grundvelli hennar. Innanríkisráðherra sagðist ekki geta rætt mál hælisleitandans við samtökin og því var boðað til mótmælanna í dag. Ólöf Nordal innanríkisráðherra.vísir/ernir „Við ætlum samt að mæta á fund, láta rödd okkar heyrast og koma okkar kröfum á framfæri.“ Jórunn er önnur tveggja kvenna sem handteknar voru í flugvélinni sem flutti Eze úr landi í síðustu viku en þær neituðu að setjast niður fyrr en Eze yrði fjarlægður úr vélinni. Þær báðu aðra farþega um að gera slíkt hið sama. Þeim varð ekki að ósk sinni. Telja brottvísunina ólöglega „Okkar kröfur eru þær að Eze verði sóttur tilbaka til Svíþjóðar hið snarasta,“ útskýrir Jórunn. „Hann á yfir höfði sér að vera sendur aftur til Nígeríu aftur á morgun. Þar hefur hann orðið fyrir ásóknum Boko Haram, hann var hogginn í höfuðið og bróðir hans var drepinn af þeim. Þannig að það þarf að koma í veg fyrir óafturkræfar afleiðingar, svo sem að hann lendi í þeirra haldi eða drepinn ef hann verður sendur aftur til Nígeríu. Það er hið fyrsta. Svo viljum við að það verði formlega hætt við brottvísunina og ólögmæti hennar viðurkennt. Ég myndi persónulega vilja sjá í framhaldinu rannsókn á öllu þessu ákvörðunarferli sem verður til þess að honum varð vísað brott á ólöglegan máta.“ Mótmælin fóru fram í innanríkisráðuneytinu í dag og hófust klukkan hálf eitt. „Við erum fyrst og fremst að mótmæla þessari ólöglegu brottvísun Eze Okafor sem var framkvæmd með alltof skömmum fyrirvara og gegn ákvörðun kærunefndar útlendingamála sem hafði komist að því að það væri of seint að brottvísa honum á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar en svo ákveður Útlendingastofnun að fara á móti því og vísa honum samt úr landi á grundvelli hennar.“ Flóttamenn Tengdar fréttir Boða til mótmæla því Ólöf Nordal vill ekki funda um mál Eze Okafor Vinir Eze og No Borders Iceland hafa boðað til mótmæla fyrir utan innanríkisráðuneytið í dag klukkan 12.30. 31. maí 2016 07:34 Eze Okafor: "Ég var niðurlægður af lögreglunni“ Samtökin Ekki fleiri brottvísanir birtu í kvöld viðtal við Eze Okafor sem tekið var við hann eftir komuna til Svíþjóðar. Hann segir lögregluna hafa beitt sig líkamlegu og andlegu ofbeldi. 28. maí 2016 22:54 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Fleiri fréttir Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Sjá meira
„Þetta brýtur í bága við stjórnskipan á Íslandi og þar af leiðandi þykir okkur þetta alveg sérstaklega mikilvægt og alvarlegt mál,“ segir Jórunn Edda Helgadóttir en hún starfar ásamt samtökunum No Borders sem hafa mótmælt brottvísun hælisleitandans Eze Henry Okafor. Samtökin boðuðu til mótmæla í innanríkisráðuneytinu í dag. Tilefni mótmælanna er brottvísun hælisleitandans Eze en samtökin telja brottvísunina ólögmæta og vilja að Eze verði fluttur til Íslands að nýju. Hann var fluttur með flugi til Svíþjóðar frá Íslandi á fimmtudaginn í síðustu viku. Samtökin No Borders Iceland báðu um fund með Ólöfu Nordal innanríkisráðherra í því skyni að ræða málið. Kærunefnd útlendingamála hafði kveðið upp úrskurð sem sagði að mál Eze gæti ekki lengur fallið undir Dyflinnarreglugerðina. Þrátt fyrir þetta var Eze vísað úr landi á grundvelli hennar. Innanríkisráðherra sagðist ekki geta rætt mál hælisleitandans við samtökin og því var boðað til mótmælanna í dag. Ólöf Nordal innanríkisráðherra.vísir/ernir „Við ætlum samt að mæta á fund, láta rödd okkar heyrast og koma okkar kröfum á framfæri.“ Jórunn er önnur tveggja kvenna sem handteknar voru í flugvélinni sem flutti Eze úr landi í síðustu viku en þær neituðu að setjast niður fyrr en Eze yrði fjarlægður úr vélinni. Þær báðu aðra farþega um að gera slíkt hið sama. Þeim varð ekki að ósk sinni. Telja brottvísunina ólöglega „Okkar kröfur eru þær að Eze verði sóttur tilbaka til Svíþjóðar hið snarasta,“ útskýrir Jórunn. „Hann á yfir höfði sér að vera sendur aftur til Nígeríu aftur á morgun. Þar hefur hann orðið fyrir ásóknum Boko Haram, hann var hogginn í höfuðið og bróðir hans var drepinn af þeim. Þannig að það þarf að koma í veg fyrir óafturkræfar afleiðingar, svo sem að hann lendi í þeirra haldi eða drepinn ef hann verður sendur aftur til Nígeríu. Það er hið fyrsta. Svo viljum við að það verði formlega hætt við brottvísunina og ólögmæti hennar viðurkennt. Ég myndi persónulega vilja sjá í framhaldinu rannsókn á öllu þessu ákvörðunarferli sem verður til þess að honum varð vísað brott á ólöglegan máta.“ Mótmælin fóru fram í innanríkisráðuneytinu í dag og hófust klukkan hálf eitt. „Við erum fyrst og fremst að mótmæla þessari ólöglegu brottvísun Eze Okafor sem var framkvæmd með alltof skömmum fyrirvara og gegn ákvörðun kærunefndar útlendingamála sem hafði komist að því að það væri of seint að brottvísa honum á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar en svo ákveður Útlendingastofnun að fara á móti því og vísa honum samt úr landi á grundvelli hennar.“
Flóttamenn Tengdar fréttir Boða til mótmæla því Ólöf Nordal vill ekki funda um mál Eze Okafor Vinir Eze og No Borders Iceland hafa boðað til mótmæla fyrir utan innanríkisráðuneytið í dag klukkan 12.30. 31. maí 2016 07:34 Eze Okafor: "Ég var niðurlægður af lögreglunni“ Samtökin Ekki fleiri brottvísanir birtu í kvöld viðtal við Eze Okafor sem tekið var við hann eftir komuna til Svíþjóðar. Hann segir lögregluna hafa beitt sig líkamlegu og andlegu ofbeldi. 28. maí 2016 22:54 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Fleiri fréttir Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Sjá meira
Boða til mótmæla því Ólöf Nordal vill ekki funda um mál Eze Okafor Vinir Eze og No Borders Iceland hafa boðað til mótmæla fyrir utan innanríkisráðuneytið í dag klukkan 12.30. 31. maí 2016 07:34
Eze Okafor: "Ég var niðurlægður af lögreglunni“ Samtökin Ekki fleiri brottvísanir birtu í kvöld viðtal við Eze Okafor sem tekið var við hann eftir komuna til Svíþjóðar. Hann segir lögregluna hafa beitt sig líkamlegu og andlegu ofbeldi. 28. maí 2016 22:54