Óskaði Bjarna til hamingju með ræðu sem beðið hafði verið eftir í fimmtán ár Erla Björg Gunnarsdóttir og Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifa 31. maí 2016 16:42 Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins Vísir/Ernir „Það er alveg stórkostleg lífsreynsla að sitja hér í salnum og fylgjast með endurfæðingu hæstvirts fjármálaráðherra. Ég sá ekki betur en að háttvirtum þingmanni Steingrími J. Sigfússyni vöknaði um augu undir þessari ræðu enda hefði Indriði sjálfur getað samið hana, svo góð var hún,“ sagði Össur Skarphéðinsson þingmaður á Alþingi í dag eftir að Bjarni Benediktsson mælti fyrir frumvarpi til laga um aðgerðir stjórnvalda gegn skattsvikum á Alþingi í dag.Össur vill að upplýst verði um íslenska eigendur aflandskróna.VísirSagði Bjarni frumvarpið innihalda ýmsar breytingar á lögum til að sporna við skattsvikum vegna eignarhalds í lágskattaríkjum. Gert er ráð fyrir að sérstakur starfshópur á vegum fjármála- og efnahagsráðuneytis geri frekari tillögur á breytingum á lögum, reglugerðum og verklagsreglum sem saman munu mynda aðgerðaáætlun íslenskra stjórnvalda gegn skattaundanskotum og nýtingu skattaskjóla almennt. Þingmenn annarra flokka komu í pontu á eftir fjármálaráðherra og lýstu yfir ánægju með frumvarpið. Össur Skarphéðinsson var einn þeirra. „En ég segi eins og aðrir: Þetta er stórkostlega fín ræða. Við erum búin að bíða í 15 ár eftir því að formaður Sjálfstæðisflokksins flytji slíka ræðu. Ég óska honum til hamingju með það. En það þurfti nánast byltingu til þess að hann gerði það,“ sagði Össur. Hann vísar til þess að CFC-reglurnar sem eiga að tryggja það að tekjur af reikningum landsmanna í aflandsríkjum skili sér sem skatttekjur hingað heim voru ekki settar fyrr en ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri Grænna tók við árið 2009. Þá var Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra. Í mörg ár fyrir þann tíma hafði mikilvægi þess að setja skýrt regluverk í kringum reikninga á aflandseyjum verið ítrekað án þess að Alþingi tæki af skarið. „Við vitum það algjörlega að Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf verið á móti lagabreytingum af þessum toga, hefur verið sá flokkur sem alltaf hefur dregið lappirnar. Flokkurinn er að kaupa sér líf og þessari ríkisstjórn líf með þessari breytingu,“ sagði Össur á þingi í dag. Alþingi Tengdar fréttir Ekki gerð athugasemd ef CFC eyðublöðum er ekki skilað inn Ríkisskattstjóri segir að ekki sé gerð athugasemd ef skattaðili leiðir skattstofna réttilega út. 11. maí 2016 15:49 Atlaga að eigum í skattaskjólum Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lagði fram frumvarp á Alþingi í gær um aðgerðir gegn skattsvikum. Bjarni vonast til að geta talað fyrir því á allra næstu dögum. 26. maí 2016 07:00 Saga skattaskjóla eins gömul og skatta Skattaskjól eru svæði þar sem ekki eru greiddir tekjuskattar. Ekki er ólöglegt að eiga peninga í aflandsfélögum, hins vegar er ólöglegt að stinga undan skatti. 2. apríl 2016 14:15 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Sjá meira
„Það er alveg stórkostleg lífsreynsla að sitja hér í salnum og fylgjast með endurfæðingu hæstvirts fjármálaráðherra. Ég sá ekki betur en að háttvirtum þingmanni Steingrími J. Sigfússyni vöknaði um augu undir þessari ræðu enda hefði Indriði sjálfur getað samið hana, svo góð var hún,“ sagði Össur Skarphéðinsson þingmaður á Alþingi í dag eftir að Bjarni Benediktsson mælti fyrir frumvarpi til laga um aðgerðir stjórnvalda gegn skattsvikum á Alþingi í dag.Össur vill að upplýst verði um íslenska eigendur aflandskróna.VísirSagði Bjarni frumvarpið innihalda ýmsar breytingar á lögum til að sporna við skattsvikum vegna eignarhalds í lágskattaríkjum. Gert er ráð fyrir að sérstakur starfshópur á vegum fjármála- og efnahagsráðuneytis geri frekari tillögur á breytingum á lögum, reglugerðum og verklagsreglum sem saman munu mynda aðgerðaáætlun íslenskra stjórnvalda gegn skattaundanskotum og nýtingu skattaskjóla almennt. Þingmenn annarra flokka komu í pontu á eftir fjármálaráðherra og lýstu yfir ánægju með frumvarpið. Össur Skarphéðinsson var einn þeirra. „En ég segi eins og aðrir: Þetta er stórkostlega fín ræða. Við erum búin að bíða í 15 ár eftir því að formaður Sjálfstæðisflokksins flytji slíka ræðu. Ég óska honum til hamingju með það. En það þurfti nánast byltingu til þess að hann gerði það,“ sagði Össur. Hann vísar til þess að CFC-reglurnar sem eiga að tryggja það að tekjur af reikningum landsmanna í aflandsríkjum skili sér sem skatttekjur hingað heim voru ekki settar fyrr en ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri Grænna tók við árið 2009. Þá var Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra. Í mörg ár fyrir þann tíma hafði mikilvægi þess að setja skýrt regluverk í kringum reikninga á aflandseyjum verið ítrekað án þess að Alþingi tæki af skarið. „Við vitum það algjörlega að Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf verið á móti lagabreytingum af þessum toga, hefur verið sá flokkur sem alltaf hefur dregið lappirnar. Flokkurinn er að kaupa sér líf og þessari ríkisstjórn líf með þessari breytingu,“ sagði Össur á þingi í dag.
Alþingi Tengdar fréttir Ekki gerð athugasemd ef CFC eyðublöðum er ekki skilað inn Ríkisskattstjóri segir að ekki sé gerð athugasemd ef skattaðili leiðir skattstofna réttilega út. 11. maí 2016 15:49 Atlaga að eigum í skattaskjólum Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lagði fram frumvarp á Alþingi í gær um aðgerðir gegn skattsvikum. Bjarni vonast til að geta talað fyrir því á allra næstu dögum. 26. maí 2016 07:00 Saga skattaskjóla eins gömul og skatta Skattaskjól eru svæði þar sem ekki eru greiddir tekjuskattar. Ekki er ólöglegt að eiga peninga í aflandsfélögum, hins vegar er ólöglegt að stinga undan skatti. 2. apríl 2016 14:15 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Sjá meira
Ekki gerð athugasemd ef CFC eyðublöðum er ekki skilað inn Ríkisskattstjóri segir að ekki sé gerð athugasemd ef skattaðili leiðir skattstofna réttilega út. 11. maí 2016 15:49
Atlaga að eigum í skattaskjólum Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lagði fram frumvarp á Alþingi í gær um aðgerðir gegn skattsvikum. Bjarni vonast til að geta talað fyrir því á allra næstu dögum. 26. maí 2016 07:00
Saga skattaskjóla eins gömul og skatta Skattaskjól eru svæði þar sem ekki eru greiddir tekjuskattar. Ekki er ólöglegt að eiga peninga í aflandsfélögum, hins vegar er ólöglegt að stinga undan skatti. 2. apríl 2016 14:15