Útlit fyrir að níu nöfn verði á kjörseðlinum Birgir Örn Steinarsson skrifar 20. maí 2016 11:29 Allt útlit er fyrir að þessir níu frambjóðendur verði á kjörseðlinum en frestur til þess að skila inn meðmælum rennur út að miðnætti. Vísir Nú fara línur að skýrast varðandi hvaða nöfn verða á kjörseðlinum þegar þjóðin kýs sér nýjan forseta þann 25. júní næstkomandi. Skiljanlega hefur verið erfitt að fylgjast með og vita fyrir víst hverjir eru enn í framboði en nú stefnir í að nöfnin á kjörseðlinum verði níu talsins. Í gær voru ellefu manns eftir í baráttunni en til þess að hljóta vottorð fyrir opinbert framboð ber að skila inn undirskriftalistum til yfirkjörstjórna fyrir miðnætti í dag. Fréttastofa RÚV greindi frá því í morgun að yfirkjörstjórnir suðvestur- og Suðurkjördæmi hafi gefið út átta vottorð í gær. Þar staðfesti Benedikt Kristján Mewes að hann væri hættur við að skila inn meðmælum og er þar með úr leik.Enn óljóst með framboð Elísabetar JökulsSamkvæmt heimildum Vísis er líklegt að Elísabet Kristín Jökulsdóttir rithöfundur fái vottorð afhent frá Suðvestur- og Suðurkjördæmi í dag þar sem hún er sögð hafa náð nægilega mörgum meðmælum þar. Elísabetu vantar aðeins tvö meðmæli í Vesturlandskjördæmi til þess að hljóta vottorðið og það verður því að teljast líklegt að hún verði með í forsetaslagnum.Níu fá vottorð frá Reykjavíkurkjördæmum í dagYfirkjörstjórnir í Reykjavíkurkjördæmi Norður og Suður hittast á opnum fundi kl. 13 – 15 í Ráðhúsinu í dag. Búist er við því að þar verði afhend níu vottorð þar sem níu frambjóðendur hafa þegar skilað inn eins mörgum meðmælum og til þarf. Það eru, í stafrófsröð; Andri Snær Magnason, Ástþór Magnússon, Davíð Oddsson, Elísabet Kristín Jökulsdóttir, Guðni Th. Jóhannesson, Guðrún Margrét Pálsdóttir, Halla Tómasdóttir, Hildur Þórðardóttir og Sturla Jónsson.Magnús Ingiberg Jónsson hefur skilað inn sínum meðmælum en þar vantar um 700 gild meðmæli til þess að hann hljóti vottorðið. Ekki er búist við því að hann nái að skila þeim inn fyrir fundinn í Ráðhúsinu í dag. Þá hefur Benedikt Kristján Mewes ekki skilað inn meðmælum fyrir Reykjavíkurkjördæmin tvö. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Maggi í Texasborgurum hættur við forsetaframboð en stefnir á þing Ekki tókst að safna tilskildum fjölda meðmælenda. 17. maí 2016 21:59 Forsetaframbjóðanda vantar fimm Vestfirðinga Elísabetu Jökulsdóttur vantar einungis fimm undirskriftir til viðbótar fyrir forsetaframboð sitt en umsóknarfrestur rennur út að miðnætti. 19. maí 2016 17:03 „Engin tilviljun að konur eru algjörlega jaðarsettar í þessari kosningabaráttu“ Birgir Hermannsson, aðjúnkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, segir það athyglisvert hvernig Ólafur Ragnar Grímsson, forseti, hafi á síðustu vikum reynt að móta hugmyndir þjóðarinnar um það hvaða eiginleika mikilvægt sé að forseti hafi. 18. maí 2016 15:04 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Sjá meira
Nú fara línur að skýrast varðandi hvaða nöfn verða á kjörseðlinum þegar þjóðin kýs sér nýjan forseta þann 25. júní næstkomandi. Skiljanlega hefur verið erfitt að fylgjast með og vita fyrir víst hverjir eru enn í framboði en nú stefnir í að nöfnin á kjörseðlinum verði níu talsins. Í gær voru ellefu manns eftir í baráttunni en til þess að hljóta vottorð fyrir opinbert framboð ber að skila inn undirskriftalistum til yfirkjörstjórna fyrir miðnætti í dag. Fréttastofa RÚV greindi frá því í morgun að yfirkjörstjórnir suðvestur- og Suðurkjördæmi hafi gefið út átta vottorð í gær. Þar staðfesti Benedikt Kristján Mewes að hann væri hættur við að skila inn meðmælum og er þar með úr leik.Enn óljóst með framboð Elísabetar JökulsSamkvæmt heimildum Vísis er líklegt að Elísabet Kristín Jökulsdóttir rithöfundur fái vottorð afhent frá Suðvestur- og Suðurkjördæmi í dag þar sem hún er sögð hafa náð nægilega mörgum meðmælum þar. Elísabetu vantar aðeins tvö meðmæli í Vesturlandskjördæmi til þess að hljóta vottorðið og það verður því að teljast líklegt að hún verði með í forsetaslagnum.Níu fá vottorð frá Reykjavíkurkjördæmum í dagYfirkjörstjórnir í Reykjavíkurkjördæmi Norður og Suður hittast á opnum fundi kl. 13 – 15 í Ráðhúsinu í dag. Búist er við því að þar verði afhend níu vottorð þar sem níu frambjóðendur hafa þegar skilað inn eins mörgum meðmælum og til þarf. Það eru, í stafrófsröð; Andri Snær Magnason, Ástþór Magnússon, Davíð Oddsson, Elísabet Kristín Jökulsdóttir, Guðni Th. Jóhannesson, Guðrún Margrét Pálsdóttir, Halla Tómasdóttir, Hildur Þórðardóttir og Sturla Jónsson.Magnús Ingiberg Jónsson hefur skilað inn sínum meðmælum en þar vantar um 700 gild meðmæli til þess að hann hljóti vottorðið. Ekki er búist við því að hann nái að skila þeim inn fyrir fundinn í Ráðhúsinu í dag. Þá hefur Benedikt Kristján Mewes ekki skilað inn meðmælum fyrir Reykjavíkurkjördæmin tvö.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Maggi í Texasborgurum hættur við forsetaframboð en stefnir á þing Ekki tókst að safna tilskildum fjölda meðmælenda. 17. maí 2016 21:59 Forsetaframbjóðanda vantar fimm Vestfirðinga Elísabetu Jökulsdóttur vantar einungis fimm undirskriftir til viðbótar fyrir forsetaframboð sitt en umsóknarfrestur rennur út að miðnætti. 19. maí 2016 17:03 „Engin tilviljun að konur eru algjörlega jaðarsettar í þessari kosningabaráttu“ Birgir Hermannsson, aðjúnkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, segir það athyglisvert hvernig Ólafur Ragnar Grímsson, forseti, hafi á síðustu vikum reynt að móta hugmyndir þjóðarinnar um það hvaða eiginleika mikilvægt sé að forseti hafi. 18. maí 2016 15:04 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Sjá meira
Maggi í Texasborgurum hættur við forsetaframboð en stefnir á þing Ekki tókst að safna tilskildum fjölda meðmælenda. 17. maí 2016 21:59
Forsetaframbjóðanda vantar fimm Vestfirðinga Elísabetu Jökulsdóttur vantar einungis fimm undirskriftir til viðbótar fyrir forsetaframboð sitt en umsóknarfrestur rennur út að miðnætti. 19. maí 2016 17:03
„Engin tilviljun að konur eru algjörlega jaðarsettar í þessari kosningabaráttu“ Birgir Hermannsson, aðjúnkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, segir það athyglisvert hvernig Ólafur Ragnar Grímsson, forseti, hafi á síðustu vikum reynt að móta hugmyndir þjóðarinnar um það hvaða eiginleika mikilvægt sé að forseti hafi. 18. maí 2016 15:04