"Hálfaumingjalegt að upplýsa ekki um íslenska aflandskrónueigendur“ Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 23. maí 2016 07:00 Þingmenn fylgdust með umræðum í þingsal. Fréttablaðið/Vilhelm Frumvarp um meðferð aflandskrónueigna var til umræðu á Alþingi í gærkvöldi. Það var ekki búið að samþykkja frumvarpið þegar Fréttablaðið fór í prentun en leiða má líkur að því að það hafi verið gert. Frumvarpið var lagt fram af Bjarna Benediktssyni á föstudaginn þegar boðað var til þingfundar í skyndi. Frumvarpið fékk hraðameðferð um helgina en efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis tók við umsögnum, fékk til sín fjölda gesta og skilaði meirihlutaáliti auk minnihlutaálits. Meirihluti nefndarinnar styður frumvarpið. „Meiri hlutinn styður það sem fram kemur í frumvarpinu um að næstu skref í áætlun um losun hafta muni snúa að heimilum og fyrirtækjum í landinu,“ segir í álitinu.Össur vill að upplýst verði um íslenska eigendur aflandskróna.VísirKatrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri Grænna, undirritaði ein nefndarálit minnihlutans en Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata og áheirnarfulltrúi í nefndinni tók undir minnihlutaálitið en hún ætlar sér ekki að styðja frumvarpið. Í minnihlutaálitinu er samráðsleysi stjórnvalda gagnrýnt. „Skortur á samráði í þessum málum allt þetta kjörtímabil er óviðunandi enda mikilvægt að góð pólitísk samstaða sé um svo stór og mikilvæg mál og niðurstaðan sé í þágu samfélagsins alls,“ segir í álitinu. Þrátt fyrir almenna sátt um frumvarpið var fundurinn ekki laus við áhyggjur. Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, studdi frumvarpið en velti því upp hvort að það stæðist jafnræðisreglu stjórnarskrár og mannréttindasáttmála Evrópu. Hann sagði að í frumvarpinu sé beinlínis gert ráð fyrir að erlendir lögaðilar séu í raun og veru Íslendingar og að upplýsa þyrfti um það. Slíkar upplýsingar myndu gagnast fyrir dómstólum fari svo að frumvarpið rati þangað. „Þessvegna finnst mér hálfaumingjalegt í þessu frumvarpi að það er ekki lögð áhersla á það að það verði upplýst hvaða íslendingar það eru sem eigi þessar eignir.“ Þá kom það fram í umsögn Bandarísku fjárfestingarsjóðanna Eaton Vance Corp. og Autonomy Capital að frumvarpið brjóti gegn eignarétti þeirra og fari svo að það verði samþykkt verði ríkið bótaskylt. Davíð Þór Björgvinsson prófessor í lögfræði segir í minnisblaði með frumvarpinu að það standist grundvallarreglu um eignarrétt og bann við mismunun.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 23. maí. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira
Frumvarp um meðferð aflandskrónueigna var til umræðu á Alþingi í gærkvöldi. Það var ekki búið að samþykkja frumvarpið þegar Fréttablaðið fór í prentun en leiða má líkur að því að það hafi verið gert. Frumvarpið var lagt fram af Bjarna Benediktssyni á föstudaginn þegar boðað var til þingfundar í skyndi. Frumvarpið fékk hraðameðferð um helgina en efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis tók við umsögnum, fékk til sín fjölda gesta og skilaði meirihlutaáliti auk minnihlutaálits. Meirihluti nefndarinnar styður frumvarpið. „Meiri hlutinn styður það sem fram kemur í frumvarpinu um að næstu skref í áætlun um losun hafta muni snúa að heimilum og fyrirtækjum í landinu,“ segir í álitinu.Össur vill að upplýst verði um íslenska eigendur aflandskróna.VísirKatrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri Grænna, undirritaði ein nefndarálit minnihlutans en Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata og áheirnarfulltrúi í nefndinni tók undir minnihlutaálitið en hún ætlar sér ekki að styðja frumvarpið. Í minnihlutaálitinu er samráðsleysi stjórnvalda gagnrýnt. „Skortur á samráði í þessum málum allt þetta kjörtímabil er óviðunandi enda mikilvægt að góð pólitísk samstaða sé um svo stór og mikilvæg mál og niðurstaðan sé í þágu samfélagsins alls,“ segir í álitinu. Þrátt fyrir almenna sátt um frumvarpið var fundurinn ekki laus við áhyggjur. Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, studdi frumvarpið en velti því upp hvort að það stæðist jafnræðisreglu stjórnarskrár og mannréttindasáttmála Evrópu. Hann sagði að í frumvarpinu sé beinlínis gert ráð fyrir að erlendir lögaðilar séu í raun og veru Íslendingar og að upplýsa þyrfti um það. Slíkar upplýsingar myndu gagnast fyrir dómstólum fari svo að frumvarpið rati þangað. „Þessvegna finnst mér hálfaumingjalegt í þessu frumvarpi að það er ekki lögð áhersla á það að það verði upplýst hvaða íslendingar það eru sem eigi þessar eignir.“ Þá kom það fram í umsögn Bandarísku fjárfestingarsjóðanna Eaton Vance Corp. og Autonomy Capital að frumvarpið brjóti gegn eignarétti þeirra og fari svo að það verði samþykkt verði ríkið bótaskylt. Davíð Þór Björgvinsson prófessor í lögfræði segir í minnisblaði með frumvarpinu að það standist grundvallarreglu um eignarrétt og bann við mismunun.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 23. maí.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira