Djarft fataval stjarnanna á Billboard Ritstjórn skrifar 23. maí 2016 09:30 Glamour/Getty Billboard tónlistarverðlaunahátíðin fór fram í gærkvöldi í Las Vegas þar sem bleika dreglinum var rúllað út. Fatavalið var í djarfari kantinum þar sem mikið var um efnislitlar flíkur, óvenjuleg snið og liti. Tónlistarmaðurinn Weekend var sigurvegari kvöldsins ásamt Justin Bieber og Adele en Celine Dion fór heim með heiðursverðlaun kvöldsins. Britney Spears átti einnig áhugaverða endurkomu á stóra sviðið. Glamour valdi það sem var áhugaverðast í fatavali frá Billboard verðlaununum. Demi Lovato var töff í útvíðum buxum, blúndu toppi og í Chanel jakka með Chanel tösku. Mjög vel heppnað dress sem hún toppaði með leðurhönskum.Ariana Grande var samkvæm sjálfri sér í fatavalinu í gærkvöldi. Hún var í flottum flegnum og þröngum kjól með hátt tagl. Skemmtilegur kjóll og hún alltaf jafn glæsileg.Zendaya er ung og efnileg söngkona og þrátt fyrir ungan aldur er hún orðin algjör stjarna á rauða dreglinum. Það skiptir ekki hvar hún er, dressin hennar eru alltaf öðruvísi og hitta beint í mark.Val Rihönnu á kjól gærkvöldins er líklega stórt spurningamerki. Óvenjulegur litur og óvenjulegt snið. Skórnir eru svo punkturinn yfir i-ið.Laverne Cox tók sig ótrúlega vel út í þröngum langerma kjól. Algjör gyðja sem var klárlega ein af þeim flottustu í gærkvöldi.Kynnir hátíðarinnar, Ciara, mætti í ansi djörfum kjól frá Philipp Plein sem var eins og hann væri sniðinn á hana. Ofur flegið snið og silfur er greinilega blanda sem passar vel saman.Britney Spears ákvað að sleppa því að mæta í buxum í gærkvöldi en það skipti engu máli. Hún leit ótrúlega vel út og bar dressið sitt vel.Leikkonan Mila Kunis var stórglæsileg að vanda í stuttum silfurlituðum kjól frá Zuhair Murad. Justin Bieber á Íslandi Mest lesið Viltu náttúrulega lengri augnhár? Glamour Segir meðgönguna bjóða upp á fjölbreyttari fatastíl Glamour Sýna samstöðu í svörtu Glamour Leyfum sumarflíkunum að lifa í vetur Glamour Kom, sá og sigraði Glamour Þessi gamla góða í nýjum litum Glamour Allt of mikið af öllu Glamour Nicole Kidman útskýrir furðulega klappið á Óskarnum Glamour 78 ára fyrirsæta sem stíliseraði sig sjálf Glamour Alexander McQueen herferð tekin á Íslandi Glamour
Billboard tónlistarverðlaunahátíðin fór fram í gærkvöldi í Las Vegas þar sem bleika dreglinum var rúllað út. Fatavalið var í djarfari kantinum þar sem mikið var um efnislitlar flíkur, óvenjuleg snið og liti. Tónlistarmaðurinn Weekend var sigurvegari kvöldsins ásamt Justin Bieber og Adele en Celine Dion fór heim með heiðursverðlaun kvöldsins. Britney Spears átti einnig áhugaverða endurkomu á stóra sviðið. Glamour valdi það sem var áhugaverðast í fatavali frá Billboard verðlaununum. Demi Lovato var töff í útvíðum buxum, blúndu toppi og í Chanel jakka með Chanel tösku. Mjög vel heppnað dress sem hún toppaði með leðurhönskum.Ariana Grande var samkvæm sjálfri sér í fatavalinu í gærkvöldi. Hún var í flottum flegnum og þröngum kjól með hátt tagl. Skemmtilegur kjóll og hún alltaf jafn glæsileg.Zendaya er ung og efnileg söngkona og þrátt fyrir ungan aldur er hún orðin algjör stjarna á rauða dreglinum. Það skiptir ekki hvar hún er, dressin hennar eru alltaf öðruvísi og hitta beint í mark.Val Rihönnu á kjól gærkvöldins er líklega stórt spurningamerki. Óvenjulegur litur og óvenjulegt snið. Skórnir eru svo punkturinn yfir i-ið.Laverne Cox tók sig ótrúlega vel út í þröngum langerma kjól. Algjör gyðja sem var klárlega ein af þeim flottustu í gærkvöldi.Kynnir hátíðarinnar, Ciara, mætti í ansi djörfum kjól frá Philipp Plein sem var eins og hann væri sniðinn á hana. Ofur flegið snið og silfur er greinilega blanda sem passar vel saman.Britney Spears ákvað að sleppa því að mæta í buxum í gærkvöldi en það skipti engu máli. Hún leit ótrúlega vel út og bar dressið sitt vel.Leikkonan Mila Kunis var stórglæsileg að vanda í stuttum silfurlituðum kjól frá Zuhair Murad.
Justin Bieber á Íslandi Mest lesið Viltu náttúrulega lengri augnhár? Glamour Segir meðgönguna bjóða upp á fjölbreyttari fatastíl Glamour Sýna samstöðu í svörtu Glamour Leyfum sumarflíkunum að lifa í vetur Glamour Kom, sá og sigraði Glamour Þessi gamla góða í nýjum litum Glamour Allt of mikið af öllu Glamour Nicole Kidman útskýrir furðulega klappið á Óskarnum Glamour 78 ára fyrirsæta sem stíliseraði sig sjálf Glamour Alexander McQueen herferð tekin á Íslandi Glamour