Erlent

Lögregluþjónn sýknaður vegna dauða Freddie Gray

Samúel Karl Ólason skrifar
Edward Nero í dag.
Edward Nero í dag. Vísir/EPA
Bandaríski lögregluþjónninn Edward Nero var í dag sýknaður af öllum ákærum varðandi dauða Freddie Gray, sem lést vegna áverka sem hann hlaut í haldi lögreglu í Baltimore í fyrra. Atvikið orsakaði óeirðir og mótmæli og kynnti undir Black Lives Matter hreyfingunni.

Sex lögregluþjónar voru ákærðir vegna málsins en auk Nero hefur verið réttað yfir einum þeirra. Þá komst kviðdómurinn ekki að niðurstöðu og var málið látið niður falla. Réttað verður yfir hinum fjórum í sumar og í haust.

Borgarstjóri Baltimore hefur biðlað til íbúa að sýna stillingu í kjölfar úrskurðarins.

Dómari sem úrskurðaði í málinu sagði að Nero hefði hagað sér eins og hver annar lögregluþjónn og hefði ekki stigið út fyrir valdsvið sitt.

Dauði Gray olli, eins og áður segir, miklum deilum í Baltimore og var atvikið talið varpa ljósi á meðferð lögregluþjóna á þeldökkum mönnum í Bandaríkjunum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×