Tískuelítan fagnaði 100 ára afmæli Vogue Ritstjórn skrifar 25. maí 2016 09:30 Glamour/Getty Breska tískuelítan ásamt smekklegum gestum víðs vegar af í heiminum var öll saman komin á 100 ára afmælisfögnuð breska Vogue. Yfir helgina fór fram svokallað Vogue Festival þar sem margir helstu reynsluboltar tískubransans voru með fyrirlestur. Meðal þeirra sem komu fram voru meðal annars Kim Kardashian, Alessandro Michele yfirhönnuður Gucci, Grace Goodington fyrrum listrænn stjórnandi bandaríska Vogue, Isabel Marant og margir fleiri. Til þess að loka þessum stórhátíðarhöldum var haldið stórt og glæsilegt Vogue Gala ball þar sem gestir skemmtu sér langt fram á kvöld. Meðal gesta voru Kate Moss, Cheryl, Alexa Chung og fleiri en öll eiga þau sameiginlegt að hafa verið tíðir gestir í bresku útgáfunni af frægasta tískutímariti heims. Skoðum gestalistann.Kate Moss mætti í Alexander McQueen kjól sem var einstaklega flottur.Lily Donaldson mætti í Prada kjól sem líktist fiskineti sem kom óvænt mjög vel út.Alexa Chung mætti í fallegum gylltum Prada kjól. Hún var í svörtum sokkabuxum við kjólinn sem þykir óvenjulegt á galakvöldi en Chung kemst upp með allt.Demi Moore leit vel út í þessum dökkfjólubláa glirtandi kjól.Kim Kardashian mætti í hermannagrænum gegnsæum kjól sem vakti mikla athygli.Söngkonan Cheryl var í öllu svörtu með dökkan varalit og slétt hár. Öðruvísi en hún er vön að vera á rauða dreglinum en samt sem áður virkilega flott. Mest lesið Ný götutískustjarna í New York Glamour Upp með taglið Glamour Burt með bjúg, þreytuleg augu og þurra húð Glamour Snyrtivörur innblásnar af strigaskóm Glamour As We Grow hlýtur verðlaun Junior Design Awards Glamour Hafðu þægindin í fyrirrúmi um helgina Glamour Hvítt fyrir karlmennina Glamour „Best að skola hana með garðslöngunni ef hún er skítug“ Glamour Geysir opnar verslun í Kringlunni Glamour Þá er peysutíminn runninn upp Glamour
Breska tískuelítan ásamt smekklegum gestum víðs vegar af í heiminum var öll saman komin á 100 ára afmælisfögnuð breska Vogue. Yfir helgina fór fram svokallað Vogue Festival þar sem margir helstu reynsluboltar tískubransans voru með fyrirlestur. Meðal þeirra sem komu fram voru meðal annars Kim Kardashian, Alessandro Michele yfirhönnuður Gucci, Grace Goodington fyrrum listrænn stjórnandi bandaríska Vogue, Isabel Marant og margir fleiri. Til þess að loka þessum stórhátíðarhöldum var haldið stórt og glæsilegt Vogue Gala ball þar sem gestir skemmtu sér langt fram á kvöld. Meðal gesta voru Kate Moss, Cheryl, Alexa Chung og fleiri en öll eiga þau sameiginlegt að hafa verið tíðir gestir í bresku útgáfunni af frægasta tískutímariti heims. Skoðum gestalistann.Kate Moss mætti í Alexander McQueen kjól sem var einstaklega flottur.Lily Donaldson mætti í Prada kjól sem líktist fiskineti sem kom óvænt mjög vel út.Alexa Chung mætti í fallegum gylltum Prada kjól. Hún var í svörtum sokkabuxum við kjólinn sem þykir óvenjulegt á galakvöldi en Chung kemst upp með allt.Demi Moore leit vel út í þessum dökkfjólubláa glirtandi kjól.Kim Kardashian mætti í hermannagrænum gegnsæum kjól sem vakti mikla athygli.Söngkonan Cheryl var í öllu svörtu með dökkan varalit og slétt hár. Öðruvísi en hún er vön að vera á rauða dreglinum en samt sem áður virkilega flott.
Mest lesið Ný götutískustjarna í New York Glamour Upp með taglið Glamour Burt með bjúg, þreytuleg augu og þurra húð Glamour Snyrtivörur innblásnar af strigaskóm Glamour As We Grow hlýtur verðlaun Junior Design Awards Glamour Hafðu þægindin í fyrirrúmi um helgina Glamour Hvítt fyrir karlmennina Glamour „Best að skola hana með garðslöngunni ef hún er skítug“ Glamour Geysir opnar verslun í Kringlunni Glamour Þá er peysutíminn runninn upp Glamour