Telur að baráttan um Bessastaði verði á milli sín og Guðna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. maí 2016 10:50 Andri Snær Magnason. Vísir/Valli „Það er gott að vera farinn að rísa aftur,“ segir Andri Snær Magnson forsetaframbjóðandi um nýja skoðanakönnun MMR. Hann mælist þar með 11 prósent fylgi en var með 8,8 prósent fylgi í seinustu könnun MMR sem birt var 9. maí. Guðni Th. Jóhannesson mælist með yfirburðafylgi eða 65,5 prósent og Davíð Oddsson kemur þar á eftir með 18,1 prósent fylgi. Þegar Andri er beðinn um að svara því heiðarlega hvort hann telji sig eiga einhvern möguleika á að vinna kosningarnar miðað við þessa könnun sem birtist nú sléttum mánuði fyrir kjördag svarar hann því játandi. „Það er algjörlega já. Sjónvarpskappræðurnar eru til að mynda eftir og það má í rauninni segja að seinni hálfleikur kosningabaráttunnar sé að hefjast nú. Við eigum algjörlega eftir að sjá hvernig það spinnst og ég held að Davíð gæti alveg eins dregið sig í hlé núna. Ég útiloka ekkert þar sem atburðarás síðustu vikna hefur verið svo óútskýranleg að ég get ekki verið annað en bjartsýnn á að hvað sem er geti gerst,“ segir Andri.Þú segir að Davíð gæti dregið sig í hlé en nú mælist hann með meira fylgi en þú. Gætir þú þá ekki allt eins dregið þig í hlé? „Nei, ég held að þetta sé meira milli mín og Guðna,“ segir Andri. Aðspurður af hverju hann telji það segir hann: „Áherslumunurinn á hugmyndum og framtíðarsýn hefur kannski ekki komið nógu skýrt í ljós en kosningarnar hafa í raun mikið markast af Ólafi Ragnari og Davíð og frambjóðendur ekki fengið að takast á um hver þeirra sýn sé. Þannig að ég held að það mælist mjög skýr vilji til þess að Davíð verði ekki forseti og það sé kannski stærsti mælingarpunkturinn.“ Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Guðni Th. enn með langmest fylgi Guðni Th. Jóhannesson heldur forystunni með 65,6 prósent fylgi. Næstur á eftir honum er Davíð Oddsson með 18,1 prósent fylgi. 25. maí 2016 10:21 Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjá meira
„Það er gott að vera farinn að rísa aftur,“ segir Andri Snær Magnson forsetaframbjóðandi um nýja skoðanakönnun MMR. Hann mælist þar með 11 prósent fylgi en var með 8,8 prósent fylgi í seinustu könnun MMR sem birt var 9. maí. Guðni Th. Jóhannesson mælist með yfirburðafylgi eða 65,5 prósent og Davíð Oddsson kemur þar á eftir með 18,1 prósent fylgi. Þegar Andri er beðinn um að svara því heiðarlega hvort hann telji sig eiga einhvern möguleika á að vinna kosningarnar miðað við þessa könnun sem birtist nú sléttum mánuði fyrir kjördag svarar hann því játandi. „Það er algjörlega já. Sjónvarpskappræðurnar eru til að mynda eftir og það má í rauninni segja að seinni hálfleikur kosningabaráttunnar sé að hefjast nú. Við eigum algjörlega eftir að sjá hvernig það spinnst og ég held að Davíð gæti alveg eins dregið sig í hlé núna. Ég útiloka ekkert þar sem atburðarás síðustu vikna hefur verið svo óútskýranleg að ég get ekki verið annað en bjartsýnn á að hvað sem er geti gerst,“ segir Andri.Þú segir að Davíð gæti dregið sig í hlé en nú mælist hann með meira fylgi en þú. Gætir þú þá ekki allt eins dregið þig í hlé? „Nei, ég held að þetta sé meira milli mín og Guðna,“ segir Andri. Aðspurður af hverju hann telji það segir hann: „Áherslumunurinn á hugmyndum og framtíðarsýn hefur kannski ekki komið nógu skýrt í ljós en kosningarnar hafa í raun mikið markast af Ólafi Ragnari og Davíð og frambjóðendur ekki fengið að takast á um hver þeirra sýn sé. Þannig að ég held að það mælist mjög skýr vilji til þess að Davíð verði ekki forseti og það sé kannski stærsti mælingarpunkturinn.“
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Guðni Th. enn með langmest fylgi Guðni Th. Jóhannesson heldur forystunni með 65,6 prósent fylgi. Næstur á eftir honum er Davíð Oddsson með 18,1 prósent fylgi. 25. maí 2016 10:21 Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjá meira
Guðni Th. enn með langmest fylgi Guðni Th. Jóhannesson heldur forystunni með 65,6 prósent fylgi. Næstur á eftir honum er Davíð Oddsson með 18,1 prósent fylgi. 25. maí 2016 10:21