Ríkisstjórnin hafi sýnt kæruleysi þegar komi að málefnum ferðamanna sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 25. maí 2016 15:35 Róbert Marshall Vísir/gva Róbert Marshall, þingmaður Bjartrar framtíðar, segir Ísland ekki í stakk búið til þess að taka á móti öllum þeim fjölda ferðamanna sem búist sé við í sumar líkt og staðan sé nú. Stjórnvöld hafi látið lausatök og kæruleysi ráða för þegar komi að málefnum ferðamanna. Róbert lýsti yfir áhyggjum yfir stöðu mála á Alþingi í dag. Ríkisstjórnin hafi ekki gert neitt til þess að undirbúa eitt mesta ferðamannasumar sögunnar. Hann sagðist hafa farið á Þingvelli í gær til þess að skoða gjaldtökuna sem nýlega var tekin upp. Ástandið hafi verið langt frá því að vera gott. „Það er skemmst frá því að segja að bílastæðin við Hakið eru sprungin og það var stór löng biðröð við stöðumælinn þar sem menn greiða fyrir að leggja. Nú er það því miður þannig að það er gríðarlegur straumur á mjög marga ferðamannastaði, sem er jákvætt út af fyrir sig, en þeir eru ekki í stakk búnir til að taka á móti þessum mikla straumi,“ sagði Róbert. Hann sagði að ítrekað hafi verið bent á þetta, óskað eftir svörum og spurt um efndir en að ekkert bóli á lausnum. „Samgöngukerfi landsins liggur undir skemmdum. Sameiginlegar eignir okkar landsmanna í þeim infrastrúktúr eru að rýrna. Eignir okkar eru að rýrna á uppgangstíma vegna þess að ríkisstjórn Íslands hefur látið lausatök og kæruleysi vera einkennisorð sinnar stjórnartíðar. Það eru lausatök á öllum sviðum hins íslenska stjórnkerfis,“ sagði Róbert. Það sé að koma í ljós núna, enda séu Íslendingar algjörlega óundirbúnir til þess að taka við því sem við blasi. „Stærsta ferðasumar lýðveldissögunnar er fram undan.“ Alþingi Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Sjá meira
Róbert Marshall, þingmaður Bjartrar framtíðar, segir Ísland ekki í stakk búið til þess að taka á móti öllum þeim fjölda ferðamanna sem búist sé við í sumar líkt og staðan sé nú. Stjórnvöld hafi látið lausatök og kæruleysi ráða för þegar komi að málefnum ferðamanna. Róbert lýsti yfir áhyggjum yfir stöðu mála á Alþingi í dag. Ríkisstjórnin hafi ekki gert neitt til þess að undirbúa eitt mesta ferðamannasumar sögunnar. Hann sagðist hafa farið á Þingvelli í gær til þess að skoða gjaldtökuna sem nýlega var tekin upp. Ástandið hafi verið langt frá því að vera gott. „Það er skemmst frá því að segja að bílastæðin við Hakið eru sprungin og það var stór löng biðröð við stöðumælinn þar sem menn greiða fyrir að leggja. Nú er það því miður þannig að það er gríðarlegur straumur á mjög marga ferðamannastaði, sem er jákvætt út af fyrir sig, en þeir eru ekki í stakk búnir til að taka á móti þessum mikla straumi,“ sagði Róbert. Hann sagði að ítrekað hafi verið bent á þetta, óskað eftir svörum og spurt um efndir en að ekkert bóli á lausnum. „Samgöngukerfi landsins liggur undir skemmdum. Sameiginlegar eignir okkar landsmanna í þeim infrastrúktúr eru að rýrna. Eignir okkar eru að rýrna á uppgangstíma vegna þess að ríkisstjórn Íslands hefur látið lausatök og kæruleysi vera einkennisorð sinnar stjórnartíðar. Það eru lausatök á öllum sviðum hins íslenska stjórnkerfis,“ sagði Róbert. Það sé að koma í ljós núna, enda séu Íslendingar algjörlega óundirbúnir til þess að taka við því sem við blasi. „Stærsta ferðasumar lýðveldissögunnar er fram undan.“
Alþingi Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Sjá meira