„Jafnrétti er númer eitt, tvö og þrjú í því að búa til samfélag“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. maí 2016 16:07 Elísabet Jökulsdóttir forsetaframbjóðandi notaði dúkku til að aðstoða sig við að svara spurningum í beinni hjá Nova. Vísir/GVA Elísabet Jökulsdóttir forsetaframbjóðandi hvetur allar konur til að kjósa sig í komandi forsetakosningum. Hún segir konur fara halloka eins og er en sjálf er hún í framboði vegna þess að hún telur sig hafa eitthvað fram að færa. Þetta kom fram þegar rætt var við Elísabetu í beinni á Facebook-síðu Nova í dag. Hún var spurð af hverju hún væri að bjóða sig fram til forseta. „Þetta var þessi tilfinning að fyrst langaði mig að bjóða mig fram og vita hvað í því fælist. Síðan vildi ég finna í mér leiðtogann því ég vissi að hann væri þarna og ég hef verið mjög hreykin af sjálfri sér. Ég hvet allar konur til að bjóða sig fram og til að kjósa mig því konur eru að fara halloka eins og er,“ sagði Elísabet. Hún sagðist viss um að hún hefði eitthvað fram að færa í forsetaembættið sem hún sagði að snerist ekki aðeins um að hafa skoðanir á málefnum heldur að hafa áhuga á fólki: „Og ég hef alltaf haft mjög mikinn áhuga á fólki og ég held að það sé grunnurinn fyrir ýmislegt annað og önnur málefni eins og lýðræði og frelsi.“ Þá sagði Elísabet að hún vilji vera forseti því henni finnist hún hafa eitthvað að segja. „Ég er venjuleg manneskja. Ég er öryrki, ég er með geðhvörf, ég er óvirkur alkóhólisti. Ég hef alið upp þrjá drengi, ég á átta ömmustelpur, ég hef staðið í skilnaði, átt í ofbeldissambandi,“ sagði Elísabet. Hún sagðist vera í framboð til þess að vinna. Þá sagði hún að það væri sín skoðun að auðlindir ættu að vera í þjóðareign og svaraði játandi þegar hún var spurð að því hvort hún væri jafnréttissinni: „Já, jafnrétti er númer eitt, tvö og þrjú í því að búa til samfélag.“ Þá sagði Elísabet að hana langi til að vera forseti til að geta hjálpað öðrum, hlustað á aðra og til að geta tengt fólk saman. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Elísabet: Hrikalegt að einn maður mælist með svo mikið fylgi Elísabet Jökulsdóttir segist taka því fagnandi að mælast með eitthvert fylgi í skoðanakönnunum, þrátt fyrir að vissulega hafi hún viljað mælast með meira fylgi. Nú þurfi hún að gefa í. 25. maí 2016 12:30 Guðni Th. enn með langmest fylgi Guðni Th. Jóhannesson heldur forystunni með 65,6 prósent fylgi. Næstur á eftir honum er Davíð Oddsson með 18,1 prósent fylgi. 25. maí 2016 10:21 Stjórnmálafræðingur: „Ekki lítur þetta nú vel út fyrir Davíð Oddsson“ Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur mælist áfram með langmest fylgi frambjóðenda. 25. maí 2016 12:50 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Sjá meira
Elísabet Jökulsdóttir forsetaframbjóðandi hvetur allar konur til að kjósa sig í komandi forsetakosningum. Hún segir konur fara halloka eins og er en sjálf er hún í framboði vegna þess að hún telur sig hafa eitthvað fram að færa. Þetta kom fram þegar rætt var við Elísabetu í beinni á Facebook-síðu Nova í dag. Hún var spurð af hverju hún væri að bjóða sig fram til forseta. „Þetta var þessi tilfinning að fyrst langaði mig að bjóða mig fram og vita hvað í því fælist. Síðan vildi ég finna í mér leiðtogann því ég vissi að hann væri þarna og ég hef verið mjög hreykin af sjálfri sér. Ég hvet allar konur til að bjóða sig fram og til að kjósa mig því konur eru að fara halloka eins og er,“ sagði Elísabet. Hún sagðist viss um að hún hefði eitthvað fram að færa í forsetaembættið sem hún sagði að snerist ekki aðeins um að hafa skoðanir á málefnum heldur að hafa áhuga á fólki: „Og ég hef alltaf haft mjög mikinn áhuga á fólki og ég held að það sé grunnurinn fyrir ýmislegt annað og önnur málefni eins og lýðræði og frelsi.“ Þá sagði Elísabet að hún vilji vera forseti því henni finnist hún hafa eitthvað að segja. „Ég er venjuleg manneskja. Ég er öryrki, ég er með geðhvörf, ég er óvirkur alkóhólisti. Ég hef alið upp þrjá drengi, ég á átta ömmustelpur, ég hef staðið í skilnaði, átt í ofbeldissambandi,“ sagði Elísabet. Hún sagðist vera í framboð til þess að vinna. Þá sagði hún að það væri sín skoðun að auðlindir ættu að vera í þjóðareign og svaraði játandi þegar hún var spurð að því hvort hún væri jafnréttissinni: „Já, jafnrétti er númer eitt, tvö og þrjú í því að búa til samfélag.“ Þá sagði Elísabet að hana langi til að vera forseti til að geta hjálpað öðrum, hlustað á aðra og til að geta tengt fólk saman.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Elísabet: Hrikalegt að einn maður mælist með svo mikið fylgi Elísabet Jökulsdóttir segist taka því fagnandi að mælast með eitthvert fylgi í skoðanakönnunum, þrátt fyrir að vissulega hafi hún viljað mælast með meira fylgi. Nú þurfi hún að gefa í. 25. maí 2016 12:30 Guðni Th. enn með langmest fylgi Guðni Th. Jóhannesson heldur forystunni með 65,6 prósent fylgi. Næstur á eftir honum er Davíð Oddsson með 18,1 prósent fylgi. 25. maí 2016 10:21 Stjórnmálafræðingur: „Ekki lítur þetta nú vel út fyrir Davíð Oddsson“ Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur mælist áfram með langmest fylgi frambjóðenda. 25. maí 2016 12:50 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Sjá meira
Elísabet: Hrikalegt að einn maður mælist með svo mikið fylgi Elísabet Jökulsdóttir segist taka því fagnandi að mælast með eitthvert fylgi í skoðanakönnunum, þrátt fyrir að vissulega hafi hún viljað mælast með meira fylgi. Nú þurfi hún að gefa í. 25. maí 2016 12:30
Guðni Th. enn með langmest fylgi Guðni Th. Jóhannesson heldur forystunni með 65,6 prósent fylgi. Næstur á eftir honum er Davíð Oddsson með 18,1 prósent fylgi. 25. maí 2016 10:21
Stjórnmálafræðingur: „Ekki lítur þetta nú vel út fyrir Davíð Oddsson“ Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur mælist áfram með langmest fylgi frambjóðenda. 25. maí 2016 12:50